Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 30
30
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984.
íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt
1984:
Er þetta
ekkert
mál fyrir
Jón Pál?
Islenskir vaxtarræktarmenn og
konur víöa um land eru nú í óöaönn
að ljúka undirbúningi sínum fyrir
Islandsmeistaramótiö í vaxtarrækt,
sem haldiö veröur næstkomandi
sunnudag, þann 25. mars, í veitinga-
húsinu Broadway í Reykjavík. Und-
anfarin ár og mánuöi hafa þau
hamast viö aö lyfta lóöum og teygja
gorma í þeim tilgangi að fegra,
styrkja og byggja upp líkama sinn.
Hafa vafalaust ófáir svitadropar og
tár fallið viö þessa iöju þeirra, en til
aö byggja upp fallegan líkama þarf
aö leggja á sig miklar æfingar og erf-
iði.
Mótiö hefst á laugardag en þá eru
keppendur skráöir og vigtaðir, en
keppt verður í sex flokkum á mótinu.
Kvennaflokkarnir eru tveir, undir
fimmtíu og tveimur kílóum og yfir 52
kíló. Karlaflokkarnir eru fjórir,
undir 70 kg, undir 80 kg, undir 90 kg
og yfir 90 kg. Búist er viö aö þátt-
takan veröi mjög góö eöa aö hátt í 40
keppendur taki þátt í mótinu. A
sunnudag hefst forkeppnin klukkan
14 en um kvöldið, eöa um klukkan
20.30, hefst sjálf úrslitakeppnin. Auk
keppnmnar sjálfrar verður margt tii
skemmtunar í Broadway og má þar
nefna aö Módel 79 veröur meö tísku-
sýningu og sýnir sportfatnað. Þá
veröur Heilsuhúsiö meö kynningu á
ýmsum heilsuvörum, svo sem fjör-
efnum og fl. Aögöngumiöarnir á
keppnina gilda sem happdrættis-
miðar og eru vinningarnir líkams-
ræktartæki frá Weider, en Joe
Weider hefur veriö einn fremsti
vaxtarræktarfrömuöur Bandarikj-
anna síöastliöin40ár. ÞaöerVaxtar-
ræktin hf. í Dugguvogi sem gefur
happdrættisvinningana. Merkileg-
asta atriðiö á dagskránni á
sunnudagskvöldiö er vafalaust
sýning Egyptans Mohammed
Makkawy, sem veröur gestur móts-
ins. Mohammed Makkawy er
einn fremsti vaxtarræktarmaöur
heimsins og hefur hreppt marga titla
í íþróttagrein sinni. Makkawy telur
stellingar (pósur) vera skemmtileg-
asta hluta vaxtarræktarinnar og
leggur hann mikið upp úr þeim. Þaö
verður því vafalaust stórfengleg
sýning sem áhorfendur vaxtarrækt-
armótsins fá aö sjá í Broadway á
sunnudagskvöldið.
Síöastliömn laugardag fylgdist
tíðindamaður DV meö æfingum
þeirra Hrafnhildar Valbjömsdóttur
og lyftingakappans fræga og afl-
raunamannsins Jóns Páls Sigmars-
sonar þar sem þau voru aö æfa sig
fyrir keppnina í Vaxtarræktinni í
Dugguvogi.
Hrafnhildur sagði aö vaxtarrækt
mætti skipta í tvö tímabil,
uppbyggingartímabil og skurðar-
tímabil. A uppbyggingartímabilinu
miðast æfingarnar viö aö byggja upp
Miklu skiptir i vaxtarræktarkeppni hvernig keppendur stilla sér upp
og hvernig þeir hreyfa likamann þegar þeir fara úr einni ,,pósu" i aðra.
Siðustu vikurnar fyrir keppni fer mikill timi i að æfa sýningaratriðin og
er þá lögð áhersla á pósur sem h'kaminn nýtur sin vel i. Þau Hrafnhildur
og Jón Páll tóku pósuæfingu og fáum við hér að sjá forsmekkinn afþvi
sem tilsýnis verður i Broadway á sunnudagskvöldið.
DV-myndir Jóhann Kristjánsson.
Þau Hrafnhildur og Jón Páll voru við æfingar i Vaxtarræktinni i Dugguvogi þegar þessar myndir voru
teknar sl. laugardag. Hér stendur Jón Páll við hjá Hrafnhildi meðan hún tekur upptogið, tilbúinn að tyfta
aðeins undir hana i siðustu upptogunum svo að hún geti þjálfað bakvöðvana til hins ýtrasta og náð
þannig hámarksárangri.
vööva líkamans meö miklum
æfingum og hollri og næringarríkri
fæöu. Sagðist Hrafnhildur æfa að
meðaltali fjórum sinnum í viku á
uppbyggingartímabilinu og tæki
hver æfing um það bil tvær
klukkustundir. Skurðartimabiliö
hefst fjórum til sex vikum fyrir
keppni og þá fjölgar Hrafnhildur
æfingardögunum upp í sex og viö
klukkustundirnar tvær sem fara í
æfingar bætast viö nokkrar í viöbót
sem fara í aö æfa stellingar (pósur).
A skurðartímabilinu er lögö
megináhersla á aö hreinsa sem
mesta fitu af líkamanum án þess aö
missa vöövana meö. Mataræðinu er
breytt á þann veg aö forðast er að
neyta fitu og kolvetna en megin-
áhersla lögö á eggjahvíturríkan mat.
Þaö var ekki laust við aö Hrafnhildur
gretti sig örlítiö þegar ég spuröi hana
hvemig dæmigeröur matseðill liti út
hjá henni um þessar mundir. Hrafn-
hildur sagðist boröa brauö með osti,
egg og jógúrt á morgnana. I há-
deginu borðar hún soöinn fisk og
setur sítrónusafa út á hann og borðar
grænmeti með. Kvöldmaturinn
samanstendur síöan af eggjaköku,
rækjum, ávöxtum og grænmeti, en
milli mála boröar hún skyr, ávexti
og grænmeti og drekkur trópicana
meö. Hrafnhildur hefur stundaö lík-
amsrækt lengi. Byrjaði hún aö æfa
ballett þegar hún var 9 ára og æföi
hann i fimm ár. Þrettán ára gömul
hóf hún aö æfa frjálsar íþróttir en
þær stundaði hún í um það bil fimm
ár. Þaö var svo fyrir rúmum tveimur
árum sem hún byrjaði aö æfa vaxtar-
rækt og hefur hún sigraö í báöum
Islandsmeistaramótunum í vaxtar-
rækt sem haldin hafa veriö. Sagöist
hún vonast til aö sigra núna í þriöja
skiptið enda hefur hún æft af kappi til
aö undirbúa sig sem best undir
mótið.
Það þarf vart aö kynna lyftinga-
kappann fræga Jón Pál Sigmarsson
fyrir Islendingum, en hann ákvað
fyrir einum og hálfum mánuði aö
taka þátt í Islandsmeistaramótinu í
vaxtarrækt. Var þaö fyrir áeggjan
kunningja sinna sem Jón Páll tók
þessa ákvöröun. Jón Páll sagðist
hafa byr jaö að æfa vaxtarrækt þegar
hann var smápottormur og þá hefði
hann æft eftir æfingakerfi Charles
Atlas auk þess sem hann pumpaði
Bullworker tæki sundur og saman. 17
ára gamall byrjaði hann aö æfa
kraftlyftingar en þær hefur hann nú
stundað í sjö ár og sett f jöldann alian
af metum. Sagðist Jón Páll ætíö hafa
lagt áherslu á aö þjálfa allan lík-
amann en eftir aö hann tók ákvöröun
um að keppa í vaxtarræktarmótinu
hefur hann lagt sérstaka áherslu á að
þjálfa framhandleggina og kálfana
auk þess sem hann hefur unniö aö því
aö minnka mittið. Jón Páll sagöist
alltaf hafa gætt þess vel að verða
ekki of feitur en síöustu vikumar
hefur hann unnið í því að fjarlægja
fitu úr líkamanum og hefur hann létt
sig um 12 kg. Er hann nú um 110 kg
á þyngd. A tímabili, þegar hann æfði
hvaö mest, fór dagleg kaloríuinntaka
hans upp í 10.000 kcal. en und-
anfamar vikur hefur hann minnkað
átið mikiö. Hefur dagleg kaloríu-
inntaka fariö niöur í 1800 kcal.
Ekki sagðist Jón Páll vera búinn aö
snúa sér að vaxtarrækt eingöngu, þó
svo að hann tæki þátt í þessu móti.
Sagöist hann langa aö athuga
hvemig hann fyndi sig í sportinu.
Þaö er ýmislegt á döfinni hjá Jóni
Páli á næstu misserum, því í júní fer
hann til Skotlands og keppir þar í afl-
raunakeppni sem nefnist Highlands
Games. Keppir Jón Páll þar í ýmsum
kastgreinum og mun klæðast skota-
pilsi, aö hætti innfæddra. I september
hyggst hann taka þátt í keppninni
„Sterkasti maöur Evrópu” og í
nóvember í keppni sem kallast
,Sterkasti maöur í heimi”. En eins
og fyrr sagöi er það Islandsmeistara-
mótiö í vaxtarrækt sem er næst á
dagskrá hjá Jóni Páli og beinist öll
athygli hans að því.
Jóhann Kristjánsson.
Eftir að Jón Páll ákvað að taka þátt i islandsmeistaramótinu i vaxtar-
rækt hefur hann lagt áherslu á æfingar til að auka samræmi likamans.
Einkum hefur athygli hans beinst að kálfunum og framhandleggjunum
auk þess sem hann hefur minnkað mittið.