Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984. 9 mm Leiðtogar átta deiluaðila í Libanon sitja viö samningaborð í Lausanne í Sviss. Lengst til vinstri má sjá Amin Gemayel forseta en fremst á myndinni til hægri er Walid Jumblatt leiðtogi drúsa. Honum næst er Nabih Berri, einn leiðtoga múslima, síðan Rashid Karami, fyrrum forsætisráðherra, og næst honum ineð gleraugu, lútandi áfram í sæti, er Suleiman Franjieh, fyrrum forseti. Utlönd Útlönd OG HVENÆR SEM ER Litla rakvélin frá Sanyo sér til þess að þú þarft ekki aó koma órakaður á stefnumót. Hún er það lítil, jafnframt því að gefa góðan rakstur, að þú gengur bara með hana á þér (vegur aðeins 90 grömm). NU RAKAR ÞU ÞIG HVAR SEM ER / (ituunS'/^eiióöon A./. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SIMI 35200 - 105 REYKJAVlK DIESELVÉLAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200. Þjóðarsáttin strand- aði á Franjieh á e/f- eftu stundu í Sviss Horfurnar á pólitískri lausn deilu- málanna í Líbanon virðast allgóðar og telja menn að nær hafi gengið saman í gærkvöldi á fundi sem átti að vera sá síöasti í þjóðsáttarvið- ræðum Libana í Lausanne. En er fundurinn hófst urðu deilur um völd þau sem hinn kristni forseti Líbanon skal hafa í því samkomulagi sem lá á borðinu til umræðu. E>ví kemur til annars fundar í dag aö Suleiman Franjieh, sem lengst af var forseti Líbanon á síöasta áratug, var andvígur því að dregið yrði úr valdi forseta Líbanons sem skal vera kristinn maöur (eins og Amin Gemayel er), og aukin völd forsætis- ráðherrans sem skal vera múhammeðstrúarmaður. Þá var Franjieh andvígur uppkast- inu, þar sem ekki var tekið fram í því að Israel, sem hefur hernumið suður- hluta Líbanon, skuli ekki vera í samningsdrögunum nefndur fjand- maöur Líbanon. Afstaða Franjieh dró nokkuð úr vonum um að loks væri komið að samkomulagi sem mikið til er þakkað Abdel-Halim Khaddam, varaforseta Sýrlands, en hann hefur verið áheymarfulltrúi á þjóðsáttar- fundunum og hefur haft mikil áhrif á múhammeðstrúarfulltrúana og aðra fulltrúa bandamanna Sýrlands. Hefur hann löngum setið á einka- fundum með hinum fulltrúunum, og hafði t.d. enginn fulltrúanna átta séö samkomulagsdrögin í heild sinni, fyrr en þau voru lögð fyrir fundinn í gær. Khaddam hafði komiö þeim saman í viöræðum við einn og einn, en þó ekki Franjieh. A nofAla" KÚBUMENN SETJA SKILYRDIFYRIR BROTTFLUTNINGI Bandarískur þingmaður biðurPalme um aðstoð Bandarískur þingmaðui- hefur fariö fram á það við Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar að hann beiti sér fyrir því að Víet- namar láti lausan nítján ára Bandarfkjamann sem þeir hafa haft í haldi síöan í júní í fy rra. Það var demókratinn Tom Lantos sem kvaðst hafa ritaö bréf til Palme og beðið hann að nota sín „sterku stjómmálatengsl” við Víetnam í máli Freddie Graham. Að því er fjölskylda Grahams hefur sagt þá var hann aö leita að fjár- sjóði á víetnamskri eyju ásamt fé- laga sinum er þeir féllu í hendur Víetnama. Fjársjóðurinn sem þeir leituöu að var talinn grafinn á eyj- unni af William Kidd sjóræningja- skipstjóraá 18. öld. Graham og félagi hans eru i haldi i Ho Chi Minh borg. Bandaríkin hafa ekki stjómmálasamband við Víetnam en Svíþjóð er aftur á móti það riki á Vesturlöndum sem á best samskipti við Víetnam. Kúbönsk stjómvöld hafa fallist á að kalla heim kúbanska hermenn frá Angóla, að uppfylltum vissum skilyrð- um, að því er segir í opinberri til- kynningu sem gefin var út í Havanna í gær. Tilkynningin fylgdi í kjölfar langs fundar milli Fidel Castro, forseta Kúbu, og Jose Eduardo dos Santos, for- seta Angóla og skilyrðin sem upp voru talin voruþessi: Að s-afrískir hermenn verði kallaðir þegar í stað á brott frá Angóla. Að stjörnvöld í S-Afríku fallist þegar í stað á ályktanir Sameinuöu þjóðanna, varðandi sjálfstæði Namibíu. Og að S-> Afríkumenn láti þegar í stað af áreitni í garö Angólamanna, Að þessum skilyrðum uppfylltum, Líbýumenn hafa lýst því yfir að þeir séu færir um að eyðileggja tvær radar- flugvélar sem Bandarikin sendu til Egyptalands í þessari viku. Libýumenn segja að þessi sending Bandaríkjamanna sé ögmn við Líbýu. fallast Kúbumenn á að kalla heim herlið sitt í áföngum. Erlendir fréttaskýrendur segja að tilkynningin sýni að Kúbumenn fallist á og fylgi þeim friðarumleitunum, sem nú eru í gangi í sunnanverðri Afríku, en auk þess sem S-Afríkumenn hafa fallist á vopnahlé í Angóla hafa þeir gert friðarsamning við stjórnvöld í Mozambique. Opinber afstaða Kúbumanna hefur ætíö verið sú, að herlið þeirra sé í Angóla að beiðni stjómvalda og verði þar þar til þeir verði beðnir um að fara. Vestrænir fréttaskýrendur segja að Kúbumenn fái allt að 500 milljónir dollara á óri í erlendum gjaldeyri frá Angólamönnum fyrir að halda her- sveitum sínum úti þar. „Ef þessar vél^r hafa verið sendar til aö undirbúa árás á Líbýu þá vömm við ykkur við því að viö erum færir um aö láta til skarar skríða gegn þessum vélum og eyðileggja þær,” sagði í yfir- lýsinguLíbýu. LÍBÝA MEÐ HÓTANIR Sparneytnir bílar þurfa ekki að vera þröngir óþægilegir. Það sctunar MAZDA 323 MAZDA 323 er rúmgóður og sparneytinn alvörubíll á smábílaverði. Þú fórnar allt of miklu í rými og þægindum, ef þú kaupir suma afþessum „smábílum“ sem eru á markaðnum og endar með að borga allt of mikið fyrir allt of lítið. Hugsaðu þig því tvisvar um, því að MAZDA 323 kostar aðeins Kr. 273.000 í Deluxe útgáfu, með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð. MAZDA 323 Sættu þig ekki við neitt minna! BÍLABORGHF Smiðshöfða 23. sími 812 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.