Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984.
!<’{'>'Y(
,íy.:;:æS
Ritari óskast
Viöskiptaráðuneytiö óskar að ráöa ritara frá 1. apríl nk.
Góð kunnátta í vélritun og ensku nauösynleg.
Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu Arnarhvoli fyrir 28.
mars.
Reykjavík, 19. mars 1984.
ORÐSENDING TIL FÉLAGSMANNA
BSF SKJÚLS
Þar sem félagiö hefur fengið úthlutað lóðum undir 15
raöhús við Grafarvog í Reykjavík eru þeir sem hug hafa á
byggingu raðhúss með félaginu beðnir að hafa samband viö
skrifstofuna að Neöstaleiti 13 sem fyrst.
Upplýsingar í síma 85562 á skrifstofutíma.
Kélagið er opiö öllum.
Nýir félagsmenn eru velkomnir.
Stjórnin.
vfir 9000 BÍLAR
ERU MEÐ
Lumenifon
Eina transistorkveikjan sem slegiö hefur í gegn
á íslandi.
PÓSTSENDUM.
t , hábebchf.
Skeifunni 5a — Sími 8*47*88
SVFR
BUVNDA,
LAXÁ YTRI,
SEYÐISÁ
Stangaveiöifélag Reykjavíkur tekur á móti umsóknum veiði-
leyfa í Blöndu, 2 stangir neðan stiga, auk tilraunastangar í
Langadal. Einnig 2ja daga veiðileyfi með 2 stöngum í Laxá
ytri. Þá er í boði veiði í Seyðisá á sunnanverðri Auðkúluheiði,
skammt frá Hveravöllum. Upplýsingar á afgreiðslunni að
Háaleitisbraut 68, símum 86050,83425.
Stangaveiðiíélag Reykjavíkur.
ER
K0MIÐ AÐ
STÖRÚTSÖLUNNI
A PRJÓNAGARNI.
í því tilefni veitum við
10%
afslátt aföllum útsaumsvörum.
SJÓ/V ER SÖGU RÍKARI
PÓSTSENDUM DA GLEGA
- INGÓLFSSTRÆT11 Sími 16764
Hver er réttur ferða-
manna til að nota salemi
á ferðamannastöðum?
Einu sinni á ári eða svo höfum við,
sem vinnum við móttöku ferða-
manna, tækifæri til að hittast á
feröamálaráðstefnum. Við komum
úr mörgum starfsgreinum, sum
langan veg úr öörum landshlutum,
og lítum e.t.v. á málin frá ólíkum og
oft okkar eigin sjónarhornum. I
starfi okkar rekumst við á ýmislegt
sem okkur finnst mega fara betur í
ferðaþjónustunni og við nöldrum um
þaö hvert í sínu horni. I vinnunni
ræðum viö okkar á milli um það sem
er að gerast (eða ekki gerast) í
feröaþjónustunni, eins og t.d. að-
gerðir yfirvalda, setningu reglu-
gerða, stefnumótun í ferðamálum
o. fl. Hér á landi er lítil sem engin
fræðsla eða starfsmenntun fyrir
starfsfólk feröaþjónustunnar og eru
ráöstefnumar eini vettvangurinn
sem hingað til hefur getaö bætt þar
úr og gefið fólki tækifæri til aö kynna
störf sín, skiptast á skoðunum, leysa
hugsanleg ágreiningsefni og fræðast
um skipulag, uppbyggingu og fræði-
kenningar í ferðamálum.
Um þessar mundir er margt aö
Kjallarinn
BIRNAG.
BJARNLEIFSDÓTTIR
LEIÐSOGUM AÐUR
gerast í íslenskri ferðaþjónustu sem
vissulega getur markað tímamót og
sem starfsfólki ferðaþjónustunnar
þætti áhugavert aö heyra ferðamála-
fræðinga og -stjórnendur ræða og
heyra skoðanir frá ýmsum hliðum.
Það var t.d. athyglisvert að lesa við-
tal við íslenskan ferðaskrifstofufor-
stjóra í einu dagblaðanna sl. haust,
þar sem hann bendir réttilega á aö
erlendum feröamönnum til Islands
hafi ekkert fjölgað sl. 10 ár, þrátt
fyrir að margar nýjar f erðaskrifstof-
ur hafi tekiö hér til starfa á þessu
tímabili. Feröaskrifstofuforstjórinn
gaf í skyn að verið væri aö eyðilegg ja
markaðinn erlendis með undirboð-
um, þ.e. að nýjar ferðaskrifstofur
leiti frekar með undirboðum inn á
þann markað sem fyrir er en aö leita
á ný mið og stækka markaðinn.
Einnig er talaö um að ferðaskrif-
stofumenn taki traustataki ferða-
áætlanir keppinautanna og bjóði
erlendis sem sínar, en bara á lægra
verði. (Tökum hliðstætt dæmi og
hugsum okkur að minjagripasali A
vildi spara sér tíma og peninga með
því aö taka upp mynstur og snið af
vinsælli hettupeysu sem minjagripa-
sali B hef ur framleitt og færi að selja
hana á lægra veröi. Þetta væri bæöi
Sælir eru frið
flytjendur
Mikiö er það áhættusamt að taka
málstað friðar og réttlætis þessa
dagana. Oflugustu fjölmiðlar landsins
ráöast á menn með þjósti og afgreiða
þá sem „kommúnista” og niðurrifs-
menn af versta tagi. Þetta er reyndar
engin nýjung, en það þýðir ekki að við
eigumaötakaþaðsemeölilegan, jafn-
vel sjálfsagðan hlut. Nú hefur gagn-
rýni tekiö aðra stefnu. Friðarsinnar
mega ekki láta í ljós skoðanir sínar um
nokkurt mál og hvergi hreyfa andmæl-
um án þess aö vera sakaðir um að
valda ófriði.
Þannig fara Dagfari (27.2. ’84) og
seinna formaður fræösluráðs Hafnar-
fjarðar (4.3. ’84) aðþvíaösvaranokkr-
um punktum sem ég tók saman um
vandamál sem upp komu í Flens-
borgarskóla. Fyrir aö hafa látið í ljós
friðarviðleitni viröist ég hafa fyrir-
gert rétti mínum til að segja frá erfið-
leikum sem skapast hafa á vinnustað
mínum. En er þetta ekki að snúa held-
ur ' gróflega út úr friöarhugtakinu?
Telst það að viðhalda friði að banna
öörum að greina frá málum? Það er
eins og að útrýma fátækt með því að
bannabetl.
Það er eins og mig minni að það
standi einhvers staöar í biblíunni að
„allt, sem þér gjörðuð einum minna
minnstu bræðra, það hafið þér gjört
mér." Það er ef til vill gamall og úrelt-
ur siður aö finna til samkenndar með
öðrum. En ég er bara þannig innrætt
aö mér finnsf heimurinn vera minn
heimur og óréttlætið, sem allt of marg-
ir jarðarbúar verða aö búa viö, mál
sem kemur mér við. Lái mér þaö hver
sem vill. Þetta hefur maður upp úr
sunnudagaskólagöngu. Og ég hef ekki
trú á að okkur muni takast aö koma á
varanlegum friði í heiminum án þess
að sbkur friður grundvallist á réttlæti
milii manna og milli þjóöa. Sennilega
er þaö enn allt of f jarlægur draumur.
Að jafna deilur
En til þess að slík heimssýn geti
nokkum tíma orðið að veruleika verö-
um við að hafa hana að leiðarljósi í
daglegu lífi. Það stoðar lítið að vera
friðarsinni þegar rætt er um heimsmál
og leyfa eða beita ofbeldi á heimavelli.
Og ofbeldi tekur á sig margar myndir.
Við eigum iitla von um að geta lifað öll
á þessum hnetti ef við lærum ekki að
umgangast hvert annaö á jafnréttis-
KENEVA KUNZ
KENNARI, FLENSBORG.
grundvelli og jafna deilur án valdbeit-
ingar.
Þess vegna þykir mér það leitt að
formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar,
Páll Daníelsson, skyldi sjá sig knúinn
til að svara lýsingu minni á ritvélar-
máb Flensborgarskóla með því að
skamma mig fyrir aö blanda mér inn í
málið. Því fer fjarri að ég telji mig vita
allan sannleikann í máiinu en betra
hefði verið að benda einfaldlega á það
sem hann hafði aðra vitneskju um en
reyna að hæðast að mér og skoðunum
mínum. Eg vil taka það fram að ég hef
aldrei þekkt umræddan formann
fræðsluráðs nema að góöu og held að í
skrifum mínum hafi alls ekki komið
fram nein ásökun í hans garð. Þvert á
móti tel ég aö hann hafi í einlægni gert
það sem í hans valdi stóð til að miöla
málum. En, sem sagt, telur formaður
fræðsluráðs það óviðeigandi að ég, sem
tel mig til friðarsinna, leggi orð í belg
um þetta mál? Og, að vísu, hefði
auöveidlega mátt finna á kennarastofu
Flensborgarskólans oröheppnari
menn, ekki má bera á móti því. En ég
hef veriö áheymarfulltrúi kennara á
fundum fræðsluráðs, sem fjalla um
málefni skólans, í tæp þrjú ár (að visu
var mér meinað að sitja síðasta fund
þegar fjallað var um téða vél). Þannig
að mér fannst ég bera ákveöna skyldu
gagnvart samkennurum mínum.
Að friðarsinnar, eða hver sem er,
eigi að láta óréttlæti eða valdníðslu á
öllum sviðum ekki skipta máli er
algjör rökleysa. Og viö eigum síður en
svo að líða persónuníð, jafnvel hreinan
mannorðsþjófnað, eins og stundað er í
íslenskum fjölmiðlum. Það er slæmt
ástand þegar fólk þorir varla að fylgja
samvisku sinni af ótta við sbka árás.
Vandamálin leysast ekki með því aö
þegja yfir þeim. Ef við stöndum ekki
öll vörö um þau lýðræðislegu réttindi
og vinnubrögð sem manneskjur eiga
heimtmgu á missum við þau fyrr eða
síðar.
A „Að friðarsinnar, eða hverjir sem er, eigi
að láta óréttlæti eða valdníðslu á öllum
sviðum ekki skipta sig máli er algjör rök-
leysa.”