Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984. Bílar Bílar Bflar Bflar Bflar Já, já. Það er líka hægt að fá Charade með turbo og sóllúgu! Fyrir fimm árum kom Daihatsu Charade inn á íslenska bíla- markaöinn eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram aö því heföi lítiö þýtt aö spyrja mann á íslenskri götu hvaö Daihatsu væri. Hann heföi sjálfsagt giskaö á japanska sjálfs- varnarlist, en aðeins misseri síöar vissu allir Islendingar svarið, svo góöar viötökur fékk þessi bíll. Þessar viðtökur voru verðskuld- aöar, því aö mikil þörf var fyrir slíkan bíl, ódýran, traustan, mjög sparneytinn en þó snarpan og lipran. Fyrr en varði haföi Daihatsu klipiö væna sneið af kökunni, sem íslenskir bílainnflytjendur bítast um. Japönsk sjálfsvarnarlist við dýrtíðinni A þeim árum sem liðiö hafa hefur orðiö gífurleg samkeppni bilafram- leiöenda um forystuna i bensín- sparnaöi og hvert metið af ööru verið slegiö. Svo aö danska blaðið Bilen sé tekiö sem dæmi komu sífellt sparneytnari bílar fram í reynsluakstri Rogers Sögaard en blaðið mælir eyöslu í blönduðum akstri eftir formúlu sem er ekki ólík mælingum, samkvæmt EBE-staðli. I sumar setti Nissan Micra nýtt met í mælingum blaðsins, eyddi 5,2 Iítrum aö jafnaði í blönduöum akstri. En það liðu ekki nema þrír mánuðir, þar tii nýr Daihatsu Charade bætti um betur: eyöslan í blönduðum akstri mældist aöeins 5,13 lítrar. Niöurstööur blaðsins voru þessar: A70kmhraöa: 3,831 /100km. A 90 km hraöa: 4,871 /100 km. A llOkmhraða: 6,191. Ibæjarakstri: 6,351. Micra haföi eytt aöeins meira á jöfnum hraða, en minna í bæjar- akstrinum, þar sem eyðslan var 6,191.. Danska blaðið hefur ekki reynsluekiö Suzuki A 310, svo aöekki er vitað, hvort hann heföi komist enn neðar. Samkvæmt EBE-staðli eyöir hann eitthvaö minna en Charade og Micra; og Fiat Uno ES er bka meö dropateljara-eyðslutölur, en þessi ES-gerð er sérstök sparneytnisút- gáfa af Uno og því dýrari en venju- legi bíllinn. SA KREISTIR KRAFTINN UR DROPUNUM ÓMAR REYNSLUEKUR DAIHATSU CHARADE Eyöslutölur fara mjög eftir aöstæöum og aöferð viö mælinguna, og í þessari ofurhöröu samkeppni veltur á ýmsu hjá mismunandi bíla- blöðum og mælingaraöilum. Niöurstaöan, hvaö snertir Charade, er þó ótvírætt sú aö hann er í allrafremstu röö sparibaukanna á bílamarkaðnum, japönsk sjálfs- varnarlist á fjórum hjólum i dýr- tíöinni. Og þessi göfuga sjálfsvarnarlist hefur síöur en svo náö fullkomnun á kostnað spretthörku og frískleika. Þvert á móti hefur Charade vmninginn í sínum stæröar- og veröflokki og er viðbragösfljótari en Micra á öllum hraöasviöum og sjónarmun sneggri en Suzuki SA310, ef marka má þær tölur sem fyrir hendi liggja. Charade-eigendur ættu því aö fá nóg af frískleika út á dropa- teljaraeyðsluna. Þriggja strokka galdurinn Nokkrum árum áður en Charade kom fyrst á markað, haföi bíll af mjög svipaöri stærö, Honda Civic, komið fram á sjónarsviðiö. Meö árunum hafði Civicinn hins vegar fariö stækkandi eftir því sem nýjar gerðir tóku viö af þeim eldri og Civic haföi raunar færst upp um einn stærðarflokk. Daihatsu Charade var valrnn bíll ársins í Japan, áriö, sem hann kom fram. Mikil sparneytni átti stóran þátt í því en hún fékkst meðal annars meö því aö hafa þriggja strokka vél í bílnum í stað fjögurra strokka vélar. Hönnuöir Charade bentu á aö heppilegasta rúmtak hvers strokks í bílvél væri í kringum 330 rúmsentí- metrar og af því leiddi aö þriggja strokka bílvél með heildarrúmtak um 1000 sm3 ætti samkvæmt þessari kenningu aö vera hagkvæmari en f jögurra strokka vél meö sama heild- arrúmtaki. Galli viö þriggja strokka vél er hins vegar ójafn gangur og titringur, en hönnuöir Charade réöust til atlögu viö þetta vandamál meö því að koma fyrir sérstökum ás, titringsjafnara, í vélinni. Vitanlega veröur gangur í þriggja strokka vél seint jafnþýöur og í fjögurra strokka vél en engin ástæöa er til þess aö kvarta yfir gangi Charadevélarinnar. Hún er nægilega hljóölát og enda þótt bilaáhugamenn heyri aö þetta séu ekki fjórir strokkar er þetta ekki munur sem neitt þarf aö set ja f yrir sig. Enda hefur þaö sýnt sig að aðrir framleiöendur eru famir út á sömu braut og hafa komið fram meö þriggja strokka vélar en aörir hafa Daihatsu Charade Micra Suzuki SA310 Fiat Uno Þyrtgd 670 625 680 700 Lengd 3,55 3,65 3.59 3,65 Breidd 1,55 1,56 1.55 1,55 Hæó 1,43 1,40 1.35 1.43 Hjólhaf 2.32 2.30 2,25 2,36 Sporvidd 1.34/1.31 1,35/1.33 1,33/1,30 1.34/1,30 Innanbreidd 127 1,28-1.30 1,30 1,32 Farangursrými 120 1521 ca 135 178 Hæó frájörðu. ' einn um borð. ca 17 sm 17 sm 16 sm 16 sm Vél, strokkar, rúmtak 3/993 4/988 3/993 4/903-1118 Afl/snún. 52/5600 50/6000 50/5800 45 eða 55 Tog/snún. 7.6/3200 7,4/3600 7,6/3600 6,8eða8,8 Vióbragð O—IOO km ca 15,4 sek. 19 sek. 15,9 sek. 17,5 eða 15 Hámarkshraði 143 145 145 140 eöa 150 Fyðsla, 90/120/bær. 5,2/7,716,8 4,916.6/6,5 4.216,716,4 4,3/5,816,4 eða 4,816,4/7,8 Snúningshringur 9,4 m 8,8 m 9,2 m 9,8 m Veró: 259-269þús. 247- 257þús. 230-255þ-is. 225—265þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.