Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984.
11
„ÖGRANDI
AÐ SKIPTA
UM
STARr
— segir Þorvaldur S. Þorvaldsson nýr
forstöðumaður borgarskipulags
Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt
veröur næsti forstööumaöur borgar-
skipulagsins og mun hann taka við
því starfi einhvem tíma í apríl. Hann
var spurður hvort hann hlakkaöi til.
,,Já, mér finnst þetta spennandi
starf aö fara í, aö fá aö taka þátt í að
móta framtíðarmynd borgarinnar,”
sagöi Þorvaldur.
Forstööumaður borgarskipulags-
ins er embættismaður sem heyrir
beint undir borgarstjóra. En hvaö
skyldi þessi embættismaður gera ?
„Hann á að hafa frumkvæöi aö
skipulagsmálum í borginni, annaö-
hvort upp á eigin spýtur eða sjá til
þess að þau veröi unnin og leggja þau
fyrir skipulagsnefnd.”
Mikið af skipulagsverkefnum
borgarinnar hefur verið unniö af
arkitektum úti í bæ og sagðist Þor-
valdur vona aö svo yröi áfram.
Þorvaldur var spuröur hvort hann
kæmi með einhverja ákveðnar hug-
myndir um borgarskipulag inn í
starfið.
„Það verður bara aö sýna sig
hvernig ég fer inn í málið. Maður
verður að láta verkin tala.”
— Ert þú á því að það eigi aö hafa
sérstaka svefnbæi, eins og í mörgum
borgum erlendis?
„Nei. Eg held að þaö sé ákveðin
stefna hér að blanda saman á eðlileg-
an hátt íbúðarbyggö og verslunar- og
iðnaðarsvæðum.”
— Þú heldur að sú stefna verði
ekki ofan á?
„Nei, ekki ef við lærum af
mistökum annarra. ”
— Verður það ekki töluverður
munur að fara úr starfi sem arkitekt
á stofu og yfir í embættismannakerf-
ið?
„Jú, vafalaust. Við Manfreð
Vilhjálmsson höfum rekið hér stofu i
mörg ár, en ég held aö allir hafi gott
af því að skipta um starf. Þaö er
dálítiöögrandi.”
— Muntu teikna eitthvað meðfram
nýjastarfinu?
„Nei. Þetta er áreiðanlega fullt
starf.”
— Kemuröu ekki til með að sakna
þess að handfjatla ekki blýantinn og
teikna hús?
„Jú, vafalaust, en ég mun nota blý-
antinn. Það er ekkert minna
skapandi starf að vera þátttakandi í
DV-mynd E.Ó.
aö skapa borg,” sagði Þorvaldur S.
Þorvaldsson.
Þorvaldur er kvæntur Steinunni
Jónsdóttur, starfsmanni Bygginga-
þjónustunnar, og þau eiga þrjú upp-
komin böm. -GB.
Hornafjörður:
Afmælisveisla hjá
Karlakómum Jökli
Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á
Hornafirði.
Karlakórinn Jökull á Hornafirði
heldur upp á 10 ára afmæli sitt á þessu
ári. Af því tilefni gekkst kórinn fyrir
menningardögum í Sindrabæ á
föstudag og laugardag fyrir rúmri
viku.
Stúdentaráð
mótmælir$kýrslu
umLIN
Stúdentaráð Háskóla Islands mót-
mælir harðlega hugmyndum sem
koma fram í skýrslu um Lánasjóð
íslenskra námsmanna, sem unnin var
fyrir menntamálaráðuneytiö, í þá veru
að námslán verði á sömu kjörum og
fjárfestingarlán, um skerðingu á
félagslegri aðstoð, um aukin námsaf-
köst, að 1. árs nemar fái ekki lán fyrr
en þeir hafa sýnt námsárangur og að
eftirspurn eftir lánum byggist á mati
einstaklings á því hvort nám hans hafi
það gildi að geta boriö kostnaðinn við
lánið.
Stúdentaráð er ósátt við vinnubrögð
Við vinnslu skýrslunnar og telur að
megnið af henni sé sett fram á
neikvæðan hátt í garö námsmanna. Þá
telur það í hæsta máta óeðlilegt aö ekki
skuli hafa verið rætt við aðila á borð
við LIN, SHI, SINE og BKN. -GB.
Kaupmátturinn
rýrnar um8y5%
— samkvæmt
endurskoðaðri spá
Kaupmáttur kauptaxta mun minnka
um 8,5% á þessu ári samkvæmt endur-
skoðaöri spá Þjóöhagsstofnunar þar
sem tekið er tillit til nýgerðra kjara-
samninga. I fyrri spá Þjóöhags-
stofnunar frá því í janúar síðastliðnum
var gert ráð fyrir 10,5% minnkun kaup-
máttar kauptaxta á árinu.
Þessar upplýsingar koma fram í
fylgiskjali með nefndaráliti um
frumvarp um tekju- og eignaskatt. Þar
segir ennfremur aö ráðstöfunartekjur í
heild muni minnka á árinu um 6%
miðað við fyrra ár en minnkun
ráðstöfunartekna á síðasta ári er áætl-
uð nema 11,7%. Kaupmáttur
kauptaxta er áætlaður hafa minnkað
uml7,5%ásíöastaári. -ÖEF.
A föstudagskvöld söng kórinn undir
stjórn Sigjóns Bjarnasonar og blásara-
kvintett frá Sinfóníuhljómsveit Islands
skemmti. Operusöngvararnir Elín
Sigurvinsdóttir og Sigurður Björnsson
sungu einsöng og tvísöng við undirleik
Agnesar Löve. A laugardag kom Há-
skólakórinn og söng íslensk þjóðlög og
ný íslensk lög undir stjórn Árna
Harðarsonar.
A laugardagskvöldið bauð Kaupfé-
lag Austur-Skaftfellinga kórfélögum,
mökum þeirra og öllum sem komu
fram á skemmtunum til mikillar veislu
í hótehnu. Síðar um kvöldið var stór-
dansleikur í Sindrabæ, „dansleikur
ársins,” sagði einn kórfélaganna.
Sfðar á árinu verður meira gert í
tilefni afmælisins. -GB.
UOSRITUN
Getum boöió allar
stæröir, allt frá A3 og
nióur úr! Þaó er fátt sem
viö ráöum ekki viö á þeim
vettvangi. Einnig bjóöum
viö offsetfjölritun,
vélritun, pappírssölu,
blokkir og minnismióa,
skurö og bókband,
silkiprent á ýmsa hluti,
litglærur fyrir myndvarpa
ofl.
Lítiö viö og kynniö ykkur
þjónustu okkar.
Byggjum á reynslu og
þekkingu á þessu sviói.
VIÐ ERUM
MIÐSVÆÐIS
jnsson
9A -25410
Kvenfélagið Gleym-mér-ei í Grundarfirði hélt góugleði sína fyrir skömmu. Karlmennirnir voru ekki látnir sitja
heima, og eins og sést á meðfylgjandi mynd ríkti mikil kátina á skemmtuninni. DV-mynd Bæring Cecilsson.
Er hægt að tvöfalda verðmæti þess tak-
markaða afla sem að landi kemur með
nýjum framleiðsluaðferðum?
Og hvað ef hægt væri að framkvæma
slíka verðmætaaukningu á ótrúlega hag-
kvæman hátt?
Hafið þið athugað möguleikana með
gámafrystingu?
ÚTGERÐARMEIMIM
Væri hugsanlegt að hægt væri að fjár-
magna fjárfestinguna með framleiðslu?
Við höfum frystigámana, geymslugám-
ana og flutningagámana.
Hafið samband og ræðum þessar
spurningar, það getur borgað sig.
UPPGERÐIR GÁMAR FYRIR KÆLI-
og frystivörur LEIGA EÐA SALA
FRYSTI-OG KÆLBGÁMAR hf. SKÚLAGÖTU 63RVK. S.25880