Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 5. APRIL1984. 5 Ingibjörg fyrir framan fiskvinnslu- húsiö á leið í bankann með dagleg skjöl ogpappira. DV-mynd: GVA Ingibjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Hólaness á Skagaströnd: „Hleypíþetta til bráðabirgöa” Ingibjörg Kristinsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórn fiskvinnslu- fyrirtækisins Hólaness hf. á Skaga- strönd. Sem kunnugt er hætti fyrrver- andi framkvæmdastjóri skyndilega vegna meints misferlis sem nú er í rannsókn. Ingibjörg gjörþekkir rekstur fyrir- tækisins þar sem hún hefur unniö á skrifstofu þess í allmörg ár. „Eg er alls ekki að sækjast eftir þessu til frambúðar,” segir Ingibjörg og gerir lítiö úr stöðunni.” Eg tók þetta aðeins aö mér á meðan viö erum að bíða eftir nýja framkvæmdastjóranum.” Það verður Lárus Ægir Guðmunds- son, sveitarstjóri á Skagaströnd. Hann hefur gegnt því starfi i 12 ár og færir sig ekki yfir í Hólanes fyrr en eft- irmaöur er fundinn og settur inn í starfið. Hólanes er nýhætt skelfiskvinnslu þar sem vertíðin er búin en þessa dagana er unnið úr afla skuttogarans Arnars sem landaði 160 tonnum á sunnudaginn var. -GS. Óven julegt mál hjá Lífeyrissjóði VR: FÆR EKKIMAKALIF- EYRIÞAR SEM HÚN ER AÐEINS 39 ÁRA Nokkuö óvenjulegt mál er komiö upp hjá Lífeyrissjóði verslunar- manna og hefur stjóm sjóðsins skipað nefnd til að f jalla um málið. Forsaga þessa máls er sú að maður, 45 ára að aldri, lést og lét eftir sig 39 ára gamla eiginkonu og þrjú böm, hiö yngsta þeirra nýorðið 18 ára. Maðurinn hafði greitt í líf- eyrissjóð VR í 26 ár. Þegar ekkjan ætlaöi að sækja makalífeyri í sjóðinn var henni tjáð að hún ætti ekki rétt á þeim greiðslum þar sem hún væri ekki fædd fyrir 1940. Greiðslur, þær sem maðurinn hefði innt af hendi við sjóðinn, var sagt að rynnu til sjóðsins og væm nú hans eign. „Þetta er fyrsta dæmið þar sem sjóðfélagi lendir rétt undir þeim mörkum sem sett em til veitingar makalífeyris hjá okkur og við emm að athuga það núna,” sagði Pétur Blöndal, forstjóri Lífeyrissjóös VR í samtali við DV er við spurðum hann um þetta mál. Hann sagði að samkvæmt reglu- gerð sjóðsins hefði viðkomandi kona átt rétt á að fá makalífeyri og bama- lífeyri hjá sjóðnum ef yngsta barn hennar hefði ekki verið orðiö 18 ára gamalt og hefði hún átt rétt á þeim greiöslum þar til yngsta barnið væri orðið 23 ára gamalt. Hvað makalífeyrinn varðar segir í reglugerð sjóðsins m.a. um réttindi til greiðslna að; „Maki sjóöfélaga er fæddur fyrir 1940. Þó skal maka- lifeyrir.. . skerðast um 2% fyrir hvert ár sem makinn er fæddur eftir 1. janúar 1920 og um 6% að auki fyrir hvert ár sem hann er fæddur eftir 1. janúarl930.” Hvað þessa grein reglu- gerðarinnar varðaði sagði Pétur að honum væri ekki kunnugt um að nein bamlaus kona sem fædd er eftir 1940 sæti heima fullfrisk og sæi um heimilishald. Nánast allar þeirra væru famar að vinna úti og afla sér lífsviðurværis sjálfar. Pétur sagði einnig að þessi grein væri þannig tilkomin aö á sínum tíma hefðu margar eiginkonur sjóð- félaga, sem féllu frá, ekki haft annað til að lifa af en makalifeyrinn en upp úr stríðsárunum heföi þetta tekið miklum breytingum með aukinni þátttöku kvenna i atvinnulífinu. Hvað varðaði þetta sérstaka dæmi sem hér er fjallað um þá þyrfti að koma til reglugerðarbreyting til að breyta því og slikt tæki nokkum tíma. Fyrst þyrftu þau samtök sem stæðu að sjóðnum að fjalla um og samþykkja slíka breytingu og síðan þyrfti fjármálaráöuneytið að staðfesta hana. Þetta gæti tekið nokkra mánuði. Hvað það atriöi varðaöi að þetta væri kona sem í hlut ætti sagði Pétur að hjá þeim ríkti algjört jafnrétti kynjanna og gætu þeir ekki brotið þá reglu í þessu einstaka tilfelli. — „En ef reglugerðarbreytingin gengur í gegn fær hún væntanlega leið- réttingu sinna mála,” sagði hann og nefndi sem dæmi að hugsanlegt væri að borga t.d. bamalífeyrinn til 20 ára aldurs yngsta barnsins þótt það hefði þegar náð 18 ára aldri. Einnig væri til i dæminu aö konan fengi borgaðan óskertan makalíf eyri i eitt ár. Hér er ekki um háar upphæöir að ræða. Bamalífeyrir hjá sjóönum er nú að meðaltali 800 kr. á mánuði og makalífeyririnn 3400 kr. á mánuði. Þetta er þó háð þeim tekjum sem sjóðfélagi greiddi af til sjóðsins. „Rétt er að benda á að tilveru- grundvöllur sjóðsins er greiddur af sjóðfélögum í heild og huga þarf vel að því hvað menn vilja tryggja,” sagði Pétur. -FRI FLENSUFARALDUR í STYKKISHÓLMI Frá Róbert Jörgensen, fréttaritara DV í Stykkishólmi: Flensufaraldur geisar nú í Stykkis- hólmi. Svo rammt kveður að flensunni að f jarvistir í grunnskólanum eru allt upp í 50 prósent i einstaka árgöngum. Flensan virðist frekar leggjast á börn og unglinga en fullorðna. Að minnsta kosti harka þá þeir fullorönu það frekar af sér, séu þeir eitthvað slappir. Fólk hér í Hólminum segir um flens-, una að það muni vart eftir öðrum eins veikindum og nú her ja á Hólmara. Þess má geta að fyrirhuguðum, skíðaferðum barna og unglinga í grunnskólanum hefur verið frestað. -JGH SKEIFUNNAR). AÐSMIBJUVEGI6:KÓPAVOQ1 tHÚS MÓSQA-QNAVWIStOI l'fjillill' T^M • Eldhús-, baðinnréttingar og fataskápar frá STAR og MARBODAL; • Eldhústæki frá BLOMBERG • Innihurðir frá IDÉ • Inni- og útihurðir frá SVENSKA DÖRR JI-TE og SCADANIA DÖRE • Parketfrá KÁHRS og JUNCKERS • Futura — handföngin frá ROSTI Vönduð vara við vægu verðL tmmmmmmmmmmmmm■ mmmmmmmmmmmmmm iiiiiiiiiiiiiiiiim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.