Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Duvall og Shirley MacLaine f engu hvort sinn óskar Kvikmyndin „Terms of Endearment” verðlaunuð fyrir bestu leikstjórn og handrit ■ II.UUILI.U ló\’ Robert Duvall í hlutverki „countrysöngvarans” í myndinni „Tender Mercies’ sem færði honum loksins óskarinn. Linda Hunt fékk óskarinn fyrir túikun sina á ljósmyndara (karlkyns) sem tekur stríðsfréttamyndir í kvik- myndinni „The Year of Living Danger- ously ”. — Er það í fyrsta sinn sem leik- kona hlýtur verðlaunin fyrir að leika karlmann. Verkfall vofir yf ir í Vestur-Þýskalandi Leiðtogar öflugustu verkalýðssam- taka Vestur-Þýskalands koma saman í Frankfurt í dag til að ákveða hvort boða skuli til verkfalls í málmiðnaöin- um til að fylg ja eftir kröfum um styttri vinnuviku. I „IG Metall” eru um 2,7 milljónir meðlima, sem starfa í stáliðnaðinum, bílaframleiðslunni og málmvinnslu og er það í fylkingarbrjósti nokkurra verkalýösfélaga sem vilja stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stund- ir. Atvinnurekendur og ráðherrar hafa skoraö á verkalýðsfélagið um helgina að halda áfram samningaviðræðum, en þær sigldu í strand í byrjun ársins. Segja þeir að verkfall mundi gera að engu efnahagsbata V-Þýskalands. „Næstu fjórar vikurnar munu skera úr um það hvort batinn muni endast eöa duga skammt,” sagði Norbert Blum atvinnumálaráðherra. „Þaö er betra aö sitja helmingi of lengi við samningatilraunir heldur en fara í verkfall of snemma.” Ef til verkfallsins kemur yrði það hiö stærsta í Vestur-Þýskalandi þar sem ríkt hefur friður á vinnumarkaðn- um aö mestu síöan 1978 en þá var 6 vikna verkfall í stáliðnaðinum þegar IG Metall baröist fyrir sömu kröfunni og nú. Náði hún þá ekki fram að ganga. Atvinnurekendur hafa ekki viljaö taka í mál að stytta vinnuvikuna um þaö sem nemur matmálstímum en bjóöa í staðinn smávægilegar launa- hækkanir, lækkun eftirlaunaaldurs og sveigjanlegri vinnutíma. Óánægðir með sumarleikana Sovétmenn hafa sakað Bandaríkin um að hafa ólympíusáttmálann við undirbúning sumarleikanna í Los Angeles og láta að því liggja að svo kunni að fara aö sovéskt íþróttafólk verði ekki sent á leikana. Undirbúningsnefndin í Los Angeles ber á móti því að hún eða bandarískar stofnanir hafi brotið nokkrar reglur ólympíuhugsjónarinnar. En Sovét- menn hafa gagnrýnt ýmis atriði við undirbúninginn. I síðasta mánuöi neitaöi bandaríska utanríkisráðuneytið að veita Oleg Yermishkin, sem Moskva hafði skipað sendierindreka vegna ólympíuleik- anna. Var sagt að hann stæði í tengslum við KGB-leyniþjónustuna. Ueberroth, formaður undirbúnings- nefndar Los Angeles, segist ekki trúaður á að Rússar hætti viö að senda íþróttalið því að þeir haldi áfram að senda greiðslur upp í sín þátttökugjöld og gæti þess að greiða löngu fyrir gjalddaga. I yfirlýsingu í Moskvu í gær hélt sovéska ólympíunefndin því fram að í Bandaríkjunum væri rekin áróðursherferð gegn sovésku íþrótta- fólki og reynt að spilla fyrir þátttöku þess. Sviðsmynd úr „Fanny og Alexander” sem hlaut fjórar viður- kcnningar og þar á meðal valin besta erlenda myndin (og sennilega síð- asta kvikmynd Ingmar Bergmans). Bergman-mynd fékk 4 verðlaun Fyrir bestu kvikmyndatökuna fékk óskarinn Sven Nykist frá Svíþjóö fyrir Bergman-myndina „Fanny og Alexander” en hún var um leið verðlaunuð sem bcsta erlenda kvik- myndin. (Ingmar Bergman hafði látið að því liggja að þetta yrði kannski hans síðasta k vikmynd.) — Þessi mynd fékk einnig óskarsverðlaun fyrir listræna útfærslu og sömuleiöis fyrir leik- búninga (hönnuður Marik Vos). Jack Nicholson og Shirley MacLaine í hlutverkum sinum í myudinni „Terms of Endearment”, þar sem hann fékk sín önnur óskarsverðlaun en hún sín fyrstu. leikarinn fyrir leik sinn í myndinni „One flew over Cuckoo’s Nest”. Hann, Jack Lemmon og Robert de Niro eru einu leikararnir sem hlotið hafa óskarsverðlaun fyrir bæði aðal- hlutverk og aukahlutverk. hann hlaut einnig óskarsverðlaun fyrir handrit unnið upp úr öðrum fjölmiðli. Sem besta handrit skrifað beint fyrir kvikmynd var verðlaunað hand- rit Horton Foote að myndinni „Tender Mercies”. Right stuff 4 verðlaun Kvikmyndin „The Right Stuff”, sem byggð er að miklu leyti á geimfaraævi John Glenns öldungadeildarþing- manns (sem keppti um forseta- framboð demókrata), fékk tvenn óskarsverðlaun fyrir hljóðupptökur og vinnu og þriðju verðlaunin fyrir klippingu en fjórðu verðlaunin fékk lagaútsetjarinn Bill Conti fyrir sinn þátt í myndinni. og Jack Nicholson f ékk óskar fyrir besta aukaleik í myndinni Um 500 milljónir manna í 76 löndum horfðu á afhendingu óskarsverðlaunanna í Los Angeles í nótt í sjónvarpinu þar sem Robert Duvall og Shirley MacLaine voru verðlaunuð sem bestu leikarar ársins. Verðlaunaveiting Duvalls kom ekki á óvart því að hann hefur um nokkurra ára bil þótt einn allra besti og vand- virkasti leikari Hollywood, eða allar götur frá því að hann vakti fyrst athygli í kvikmyndinni „Guðfaðirinn”. — Að þessu sinni hlaut hann verðlaunin fyrir túlkun sína á drykk- felldum „countrysöngvara”. Erþetta í fyrsta sinn sem Duvall hlýtur óskars- verölaunin þótt hann hafi nokkrum sinnum verið tilnefndur til þeirra. Shirely MacLaine fékk verðlaunin fyrir túlkun sína á móðurhlutverkinu í kvikmyndinni „Terms of Endearment”, en hún hefur fimm sinnum áður verið tilnefnd til óskars- verðlauna en aldrei hlotið þau. Aukahlutverkin Jack Nicholson fékk óskars- verðlaunin fyrir besta leik í aukahlut- verki karla en Linda Hunt fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna. Fékk Nicholson sín verðlaun fyrir túlkunina á drykkfelldum fyrrverandi geimfara í myndinni „Terms of Endearment” og eru þetta önnur óskarsverölaunin sem hann hlýtur. — 1975 fékk hann verðlaunin sem besti Nicholson var spurður í nótt hvað hann hygðist fyrir til hátíðabrigða og trúr hlutverkinu sem hann var verðlaunaður fyrir sagðist hann ætla að,,dettaíþað”. Enn einu sinni fékk „stjörnustriös- mynd” verðlaun fyrir tæknibrellur en það var myndin „Retum of the Jedi”. Besta stutta heimildarmyndin var valin kanadíska heimildarmyndin „Flamengo kl. 5:15”, en önnur lengri var einnig verölaunuð, „He makes Me feellika dancing”. Leikstjórinn James Brooks hlaut óskarsverðlaunin fyrir leikstjórnina á myndinni „Terms of Endearment”, og Kvikmyndin „The Right Stuff” vann til nokkurra viðurkenninga þótt hún sé talin hafa spillt fyrir John Glenn fyrrum geimfara í forkosningunum. SPARIÐ 70% RAFORKU MEÐ BEKA HRAÐSUÐUPOTTI Gufusuða tryggir lágmarksfjörefna tap. Minni kryddnotkun. Tvöfalt yfirþrýstingsöryggi. Lok læst undir þrýstingi. Vestur-þýsk gæðavara. 10 daga skilréttur. Póstsendum. Verð: 31 kr. 2830,- 61 kr. 3655, 4.5 I kr. 3225,- 8 I kr. 3940, ASTRA SÍÐUMÚLA 32. - SÍMI 86544.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.