Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984a Frá æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans Skólaárið 1984—1985 veröur boðin fram kennsla fyrir 5 ára nemendur sem búsettir eru í skólahverfinu eins og verið hefur undanfarin ár. Innritun fer fram í skólanum til 30. apríl nk. SKÓLASTJÓRI Styrkir til háskólanáms eöa rannsóknarstarfa á ítalíu Itölsk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu nokkra styrki til háskólanáms á Italíu háskóla- áriö 1984—85. Styrkirnir eru ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsóknarstarfa að loknu háskólaprófi. Umsóknum skal skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 25. apríl nk., á sérstökum umsóknareyöublöö- um, sem þar fást. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 5. apríl 1984. MftLWIWGAR VÖRUR INGÓLFSSTRÆTI 5 - SÍMI 29660 / Málning með 20% afslætti VERÐLISTA OKKAR VERÐ: VERÐ: 10 1 mött 659 528 100 Imött 6200 4960 10 I kópal tón 1130 904 100 I kópal tón 10300 8240 IwaVLNINGAR VÖRUR INGÓLFSSTRÆTI 5 - SÍMI 29660 / ST0RUTSALA STÓRÚTSALAN PRJ0NAGARNI STENDUR ÚT ÞESSAVIKU. Af því tilefni ve'itum við 10% afslátt aföllum útsaumsvörum SJÓN ER SÖGU RÍKARI PÓSTSENDUM DA GLEGA HOF - INGÓLFSSTRÆT11 Sími 16764 Menning Menning Menning GLÆSILEGUR HÁPUNKTUR - FLAT- NESKJULEG 1 FNfllR Kammertónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Gamla blói 5. aprfl. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Joseph Ognibene. Efnisskrá: Jean Phillippe Rameau: Les Indes Galantes; Wolfgang Amadeus Mozart: Horn- konsert nr. 2 í Es-dúr KV 417; Gabriel Fauré: Pelléas et Mélisande, op. 80, Sergei Prokofieff: Sinfónia nr 1, op. 25 (Klassíska sinfónían). Fjóröu og síöustu tónleikarnir í röö Kammertónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar á þessu starfsári hófust meö því aö minnst var nýlátins fyrsta konsertmeistara hennar, Bjöm Olafssonar. Ætlunin mun aö minnast hans á næstu reglulegu tón- leikum hljómsveitarinnar og helga þá minningu hans. 1 upphafi lék hljómsveitin lokakafla, sorgarljóö, úr svítu Faurés, Pelléas og Mélisande. Þetta varö enn frekar til aö styrkja þá mynd sem Jacquillat mál- aöi meö hljómsveitinni af þessum tveimur löndum sínum úr tónskálda- stétt, Rameau og Fauré. Á þeirri mynd uröu þeir furðu líkir. Nærri hálf önnur öld skilur garpana aö og því hefði ég ætlaö aö þá bæri aö túlka hvorn meö sínum hætti. En vera má aö Jacquillat hafi fundið meö þeún einhvern samnefnara í franskri tón- listarsögu og ekki dettur mér annað í hug en aö hann viti manna best hvemig túlka beri músík sinnar eigin þjóöar. Stórkostlegur hornleikur Eitt var þaö atriöi á tónleikum þessum sem valdið hefur því aö til þeirra hef ég hlakkaö meir en annarra í allan vetur, einleikur Josephs Ognibene í öörum Hom- konsert Mozarts. Þegar hljómsveitin okkar fór Mið-Evrópuför sína um áriö fékk hún léöan þennan frábæra hornleikara og hefur haft vit á aö Nákvæmnina skorti Síðasta verkefniö var Klassíska sinfónían, eitt alvinsælasta verk Prokofieffs. Sjálf ur kynntist ég henni sem ballettverki og hún er sannar- lega skemmtileg sem slík, ef vel tekst til. Það er kannski þess vegna sem í mér situr þessi haröa krafa um nákvæmni í leik hennar, nákvæmni sem vantaði í leik hljómsveitarinnar okkar þetta kvöldið. Og þá fer fyrir mér sem fleirum aö þykja lítið púöur í þessu annars afar hressilegu verki. Einkanlega kom þetta fram í loka- kaflanum, molto vivace, og þótt betur tækist til þegar hann var endurtekinn sem aukalag þá verkaöi þaö nánast sem yfirklór. Þar meö fengu þessir tónleikar, meö sínum glæsilega hápunkti, heldur flat- neskjulegan endi — því miöur. EM. gleyma aö skila honum aftur. Leikur Josephs Ognibene í Hornkonsertin- um var stórkostlegur. Hann, meö sinn undurfagra tón og frábæru tækni, beitir hárfínum „dyna- Tónlist Eyjólfur Melsted miskum” blæbrigöum af næmi sem samboöiö væri hverjum ljóöasöngv- ara. Viö megum vera stolt af aö annar eins öndvegisblásari skuli telja sér samboðið aö leika í hljóm- sveitinni okkar. Flautur og fiðlur Tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju f Hallgrímskirkju 3. aprfl. Fiytjendur: Þórhallur Birgisson, Kathleen Bearden, Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nardeau, Guðrún Þórarinsdóttir, Inga Rós Ingótfsdóttir, loan Stupcanu, Elfn Guömunds- dóttir. Efnisskrá: Heinrich Franz Biber: Sonata no. XV í C-dúr f. fiðki og bassocontinuo; Georg Philipp Telemann: Dúett f G-dúr f. flautu og fiðlu; Michel Blavot: Sónata f g-moll f. flautu og bassocontinuo; Georg Friedrich Hfindel: Konsert f D-dúr f. tvœr fiðlur; Antonio Vivaldi: Konsert f C-dúr f. tvœr flautur og strengi. Þegar fréttist af stofnun Listvina- félags Hallgrímskirkju rak marga i rogastans og sýndist sitt hverjum. Sumum fannst þaö bera vott um tilgerð, án þess að nánari skýringar fylgdu. öðrum fannst þaö hreinasti óþarfi og enn öðrum skaölaust, en áttu erfitt meö að sjá þörfina og tilgang- inn. Líkast til eiga menn erfitt meö aö sjá tilgang meö félagi sem á sér ekki fyrirmynd (aö minnsta kosti ekki hérlenda). En hvað um þaö — félagiö hefur nú veriö viö lýöi í um þaö bil ár og hefur stutt viö bakið á Tónlist Eyjólfur Melsted margs kyns listastarfsemi í Hallgrímskirkju. Oft eru tónlistar- viöburöir félagsins nátengdir helgi- haldi og því ekki beinir tónleikar. En nú réöst hópur á vegum félagsins, eins konar fjölskyldufyrirtæki, í aö halda baroktónleika þar sem flautur og fiölur báru hitann og þungann. Sérstætt efnisval Efnisvabö varö því nokkuð sér- stætt á tónleikum þessum og einkar ánægjulegt að fá aö heyra verk eftir nánast alóþekkta menn, eins og tékk- neska tónskáldið Franz Biber og hinn sjaldheyrða Miehel Blavet. Það er athyglisvert hvemig Biber notar scordadura, þ.e. breytta stillingu, í kirkjusónötum sínum. (Scordare þýöir eiginlega aö vanstilla.) En erfitt hlýtur slík stilling aö gera flytjandanum fyrir. Hann verður aö varpa sínum lærðu gripum fyrir borð oghlustasigframúrnýjum. Sónat- an um krýningu Maríu hljómaði ljómandi vel í flutningi Kathleen Bearden. Annars er varla rétt aö taka eitt fram yfir annaö á tónleikum þessum. Þar var valinn maöur í hverju rúmi — og þó get ég ekki stillt mig um aö geta sérstaklega leiks Martinals Nardeau í Blavetsónöt- unni — þar var blásiö af mikilli snilld. Þetta voru aðrir merkistónleikar Listvinafélagsins á skömmum tíma og um tilgang þess þarf enginn lengur að fara í grafgötur. Standi félagiö jafnvel aö baki öörum listum og tónlistinni má ætla að fullgerð veröi Hallgrímskirkja ein stóreflis listamiöstöð. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.