Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 10
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Frá Martila. Ástandið er sagt hafa versnað þar mikið á aiira siðustu árum og götubörnunum fer fjöigandi. Ef nahagskreppan á Filippseyjum dregur dilk á eftir sér: liriMII ICI AIICID nomiuoLMu^iii SMÁKRAKKAR SEUA SIG Á GÖTUM MANILA DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APREL1984. Smákrökkum sem selja sig og hópum bama sem ráfa betlandi um göturnar fer stööugt f jölgandi. Þaö er ófögur mynd sem frétta- maður sænska dagblaösins Dagens Nyheter dró af ástandinu í Manila, höfuöborg Fillippseyja, og efnahags- kreppunni þar. Fréttamaðurinn var þarna á ferö í þriöja sinn fyrir skömmu og segir áberandi hversu ástandiö hafi versnaö mikiö frá fyrri feröum hans til Filippsey ja. Ástandiö sem blasir viö á götum Manila er aðeins hluti af stærra mynstri, sem einkennist af því aö milljónir Filippseyinga selja líkama sína eöa vinnu sína í atvinnugreinar sem fæstir vilja koma nærri. Þeir eru hluti af því vinnuafli sem þróunar- löndin leggja iönaöarlöndunum eöa olíulöndunum til. Þúsundir stúlkna frá Filippseyjum eru keyptar sem eiginkonur af bandariskum, evrópskum og áströlskum karlmönnum. Aörar eru ráönar á vændishús í Japan. Tugþúsundir annarra stúlkna, sem teljast heppnari, eru ráönar sem vinnustúlkur á heimili í Hong Kong eöa í Miöausturlöndum. Milljónir til útlanda Karlmennirnir eru margir hverjir verkamenn í landbúnaöinum í Bandarikjunum, byggingarverka- menn í oliulöndunum eöa sjómenn. I Bandaríkjunum er ein milljón inn- flytjenda frá Filippseyjum. I Mið- austurlöndum er ein og hálf milljón verkamanna frá Fiiippseyjum. tbúar Filippseyja eru 53 milljónir og fá lönd eru ofar á töflunni yfir út- flutning vinnuafls en einmitt Filipps- eyjar. I Pagsanjan, litlum feröamanna- bæ í tveggja tíma fjarlægð frá Manila, lifa margar fjölskyldur á kynhverfum karlmönnum sem keypt hafa syni þeirra og búa meö þeim þar. Ein þeirra sem séð hefur hvernig heimilislausum bömum fer stööugt fjöigandi í Manila er Josephine Gutierez hjúkrunarkona. Tvö kvöld í viku starfar hún í „björgunarsveit” eöa „miðnætursveit” sem leitar uppi börnin á götunum og gefur þeim mat, lyf og Biblíuorö. I þremur afmörkuðum hverfum í miöborginni (Quiapo, Avenida og Luneta) eru um þessar mundir um 300 heimilislaus börn, einkum drengir. Aöeins um fimm prósent glæpamenn,” segir Jeosphine „En þeim á eftir að fjölga vegna þess aö ástandið er svo slæmt,” segir Jospehine. „Flest þessara barna koma frá fá- tækum eöa uppleystum fjölskyldum. Þau lifa af því að betla. Ef þau fá ekki hjálp enda þau sem vasaþjófar, morðingjar eöa einhvers konar glæpamenn,” segir Josephine enn- fremur. Börn í fangelsum Oft lenda þessi börn í fangelsum lögreglunnar. Þaö er þá gjarnan vegna þess aö lögreglan fær skipun um aö „hreinsa til” í miöborginni, til dæmis ef halda á þar eitthvert stórt alþjóölegt þing. I fangelsinu fá börnin lélegan mat og hætta er á aö glæpamenn, sem þar eru fyrir, misnoti þau. Yfirvöldin reikna með einum pesó sem dag- legum skammti fyrir barn í fangelsi. Þaö er sjötti hluti þess sem einka- heimili fyrir yfirgefin böm telja aö séalgertlágmark. Þá komast börnin betur' af úti á götunum, a.m.k. svo lengi sem þeim tekst aö halda sig frá þeim mönnum sem lifa á því að skipuleggja þjófnað og vændi drengjanna. Sum bamanna betla, önnur selja dagblöö eða sæl- gæti í bílaröðunum eöa minjagripi um stjórnarandstööuhetjuna Benigno Aquiano þegar mótmæla- fundir em haldnir. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson þiö haldið ykkur frá „rugby” (efni sem börnin „sniffa”) og aö þiö fáiö aö sameinast fjölskyldum ykkar á ný,” segir vel klæddur, ungur maður viö bömin þegar í samkomustaöinn er komið. Minni börnin eiga í erfiðleikum meö aö halda sér vakandi. Fimm strákar liggja sofandi hver utan í öörum. Þetta er eins og spilahús sem hefur hmniö saman. Eldri drengirnir, flestir á táningsaldri, sitja aftast og hlýöa á. „Allir hafa möguleika... Jesús dó fyrir ykkur á krossinum,” segir sá vel klæddi. Sá er boðskapinn flytur mun sjálfur einhverju sinni hafa veriö einn úr hópi slíkra götubama. Flest börnin taka undir bænalesturinn, hátt og skýrt. Klukkan er komin fram yfir ellefu þegar þau fá matarpakka sína meö hrísgrjónum og dálitlu af kjöti og grænmeti. Síöan bíöur alvaran. „Miönætur- sveitin” keyrir Avenidabömin „heim” til gatna þeirra. „Annars yröu deilur við Quiapo-bömin,” segir einn úr sveitinni til skýringar. „Margir af drengjunum hér sjá fyrir sér á heiðarlegan hátt meö því aö selja notuö dagblöö til þeirra sem liggja úti,” segir Dough nokkur Nichols. Nichols þessi er bandarískur trú- boöi í hreyfingunni „Christ of Great- er Manila” sem rekur „miönætur- sveitina” og barnaheimili meö fram- lögum velgerðarfélaga í Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann segir aö jafnvel þó vandamálin eigi eftir aö aukast á Filippseyjum sé ástandiö engan veginn eins slæmt og iKalkútta á Indlandi. Eftir aö börnin hafa fengið aö heyra orö úr Biblíunni og fengiö matarpakkann sinn halda nokkur þeirra á róluvöllinn fyrir neöan hiö íburöarmikla Manila-hótel. Einn úr hópnum gekk rakleitt aö runna þar og dró þaðan plastpoka sem hann haföi geymt þar yf ir daginn. Heimilislaus börn Bamaheimiliö „Home of Joy” tekur á móti yfirgefnum börnum og bömum sem hlaupist hafa aö heiman. „Takmark okkar er aö reyna aö sameina þau fjölskyldum sínum á nýjan leik,” segir Nerissa Moldez forstöðukona heimilisins. „Viö auglýsum í dagblöðum og höldum uppi fyrirspurnum í sjón- varpi. Viö keyrum um meö börnin til aö komast aö því hvort þau kannist viö sig einhvers staöar. Viö sjáum úr hvers konar umhverfi þau koma, pappahúsum þar sem grundvallar- þörfum þeirra er ekki fullnægt. Á götunni geta þau borðaö meira. Þau venjast því þar aö hafa peninga,” segirNerissa. „Manila er lokkandi borg. Margar fjölskyldur úti á landsbyggðinni selja allar eigur sínar til aö komast þangaö og hafna síðan í fátækra- hverfunum þar,” segir hún ennfrem- ur. Börnin eru í slæmu ástandi þegar þau koma á bamaheimilið. Flest þeirra eru vannærö og óeðlilega smá- vaxin. Mörg hafa einnig skaðastand- lega eöa tilfinningalega. Þau einangra sig, gráta úti í horni og viljaekkiborða. Margir foreldranna, sem barna- heimilin höföu uppi á, vilja í fyrstu ekki viðurkenna aö þeir eigi viö nein vandræöi aö stríða. Síöan veröa þeir oftast glaðir yfir að fá tækifæri til aö ræða viö einhvern um vandamálin og erfiöleikarnir koma þá fram í dags- ljósið. „Þaö kemur fyrir aö foreldrarnir vilji fá bömin aftur en aö börnin vilji ekki til þeirra. Þá er þaö alltaf mjög erfiö spurning aö svara hvort viö eigum aö láta börnin af hendi eða ekki,” sagöi Nerissa Moldez for- stöðukona. Fréttamaöur Dagens Nyheter slóst í för með „miðnætursveitinni” sem safnar saman börnunum frá Quiapo og Avenida og keyrir þau aö litlum samkomustaö í húsnæöi sem mest líkist bílskúr. Björgunarstarf „Við biðjum þess aö þiö getið breytt lífi ykkar. Viö biöjum þess aö m---------------> nierissa Moiez, forstöðukona barnaheimilisins „Home of Joy", ásamt tveimur barnanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.