Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984. DÆMALAUS VeRÖLD DæMALAUS V’ERÖLD Dæmalaus Veröld LEIÐARLJÖS TAXI Islendingar eru bílaþjóð. Það skal ekki dregið í efa. Þar af leiðandi einnig bensín- þjóð, hjólbarðaþjóð «g við- gerðaverkstæðaþjóð sv« eitthvað sé nefnt. En Islendingar eru ekki leigubíiaþjóð og hafa aldrei verið. Einhverra hluta vegna hefur það verið innprentaö í þjóðina að það sé dýrt aö ferðast í leigubílum og reynd- ar flokkast slíkt undir óþarfa lúxus í hugum flestra sem annars eyða mörgum árs- tekjum í það að fjárfesta í glænýrri lúxuskerru og þykj- ast spara stórfé með því að stíga helst aldrei upp í TAXA. Staðreynd málsins er aftur á móti sú, og getur hver kynnt sér sem vill, að Ieigu- bílar á Islandi eru hræódýrir og þá er ekki átt við vagnana sjálfa heldur gjaldið sem bíl- stjórarnir taka fyrir viövikið. Það er hægt að ferðast yfir nær því alla borgina fyrir rúmar hundraö krónur og ef reikiiingurinn er kominu upp í 250 þá cr ferðin orðin löng — likari ferðalagi cn skottúr. Bíiaþjóöiii hefur vaðið reyk aill of lengi. Þjóðtrúin um leigubílinn, lúxusinn og bruðlið afsannast best í því að fleiri og fleiri fyrirtæki sjá sér einfaldlega hag í því að notfæra sér þjónustu sendi- bifreiða, sem keyra á svip- uðum taxta og lcigubílar, í stað þess að reka eigin scndi- bíl. Forráðamenn fyrirtækja myndu ekki gera slíkt ef það væri ekki ódýrara — og í þvi dæmi er verið að hugsa um peninga. Þjóðin ætti líka að fara að hugsa um eigið fé, hætta að uíða niöur þaim skynsama minnihlula sem hefur vit á því að notfæra sér einhverja þá ódýrustu þjónustu á ferða- málasviðinu sem sögur fara af, selja lúxuskcrrur sínar og panta bíl. Notkun leigubíla er kjara- bót. I ieigubílnum felst lausn fyrir margar aðþrengdar fjölskyldur. Lcigubíllinn er alltaf laus. Taxi! -EIR. Annie Lennox og Dave Stewart mcðan allt lék í lyndi: Grænmetið setti strik í reikninginn. Lennox giftist grænmetisætu Annie Lennox í Eurythmics gekk ný- lega í þaö heilaga án þess að hátt færi. Sá útvaldi var ekki gítarleikarinn Dave Stewart, sem lengi hefur verið fylgdarmaður hennar, heldur fyrrver- andi Hare-Krisna meðlimur, Rahda að nafni, sem verið hefur kokkur hljóm- sveitarinnar svo mánuöum skiptir. Rahda er enginn venjulegur kokkur því að hann eldar eingöngu græpmetis- mat og þykir gera þaðvel. Alla vega hefur Lennox komist á bragðiö svo um munar. Rjúpnaveiðar og hjónamál „Ætíð er sultur og seyra í því búi sem mikið er veitt af rjúpum,” segir meðal annars í Islandspóstinum, blaði Islendinga sem búsettir eru í Svíþjóð. Ekki er þetta útlistaö nánar enda birt í dálki sem merktur er Kreddur. Þar er ýmislegt annað þjóðlegt tínt til, eins og t.d. þaö að aldrei skuli kona búa um rúm manns síns hið fyrsta kvöld sem hann er aö heiman því að það þýöi ein- faldlega að þau fari ekki í eina sæng framar. Þá segir: — Ef borin er út sæng hjóna á sunnudagsmorgni til að viðra hana verður hjónaskilnaður. — Ef maöur situr auðum höndum situr maður undir sjö djöflum og hampar þeim áttunda. — Mikil undirhár eru auðsmerki. — Ef Reykjavíkurtjöm er íslaus fyrir sumarmál er von á ískasti eftir þau. — Þegar maöur sker neglur sínar eða klippir skal ævinlega skera hverja nögl, klippa eða bíta í þrennt, því ann- ars eykur fjandinn saman úr þeim heilt umfar í náskipiö. Lítill kassi meö frystu sæði úr pandabirninum Chia-Chia, sem á heima í dýragarðinum í London, er nú á leið til Kína með flugi. Tilgang- urinn er sá aö reyna til hins ýtrasta aö bjarga pandabjarnastofninum i Szechuan-f jöllunum í Kina en hann á undir högg aö sækja vegna fæðu- skorts. Hefur pandabjömum þar fækkaö verulega að undanfömu og vonast er tii að sæðið úr Chia-Chia komi nú aö gagni. Pandabirnir í dýragörðum hafa átt í erfiðleikum með aö fjölga sét eins og kunnugt er af fréttum en þó fæddis Shao-Shao sonur í dýrágarö- inum í Madrid fyrir 2 árum og var honum gefið nafnið Chu-Lin. Kom hann í heiminn eftir gervifrjóvgun þar sem sæði Chia-Chia kom einmitt við sögu. Hópur bandarískra og breskra dýralækna vinnur nú aö því baki brotnu aö bjarga pandastofninum í Szechuanf jöllunum sem fyrr var frá greint. Pandabirnir eiga í erfiðleikum meö að f jölga sér og fæöuskortur í Szechuanfjöllunum í Kína ógnar nú heilum stofni þeirra. Sæðið úr Chia- Chia á að bjarga honum. Reagan og Thatcher í klámmynd Breska lögreglan stendur ráðþrota í máli sem vægast sagt er pínlegt. Oprúttnir náungar, sem ekki virðast vandir að virðingu sinni, dreifa nú við miklar vinsældir klámmyndum þar sem Ronald Reagan og Margrét Thatcher fara með aðalhlutverk. Er því þannig fyrir komið að klám- leikaramir skila hlutverkum sinum íklæddir gúmmígrímum sem eru nákvæm eftirlíking andlita þjóöhöfð- ingjanna. Að sögn þeirra sem séð hafa ósköpin eru atriöin trúverðug í meira lagi og ekki eyðileggur gamanið að fleira frægt fólk með gúmmigrímur kemur við sögu. I einu atriðinu birtist sjálfur Yasser Arafat og truflar sam- farir þeirra Reagans og Thatchers meö miklum látum og margt fleira fy lgir í svipuðum dúr. Þetta er dæmalaus filma. PANDASÆÐI TIL KÍNA Brúðkaup þeirra Trudeauhjóna vakti heimsathygli á sínum tima: Forsætisráðherra kvænist hippa hét það í blöðunum i þá daga. Geir Hallgrimsson kom þar ekkert við sögu. Þannig líta þær út, gúmmígrímurnar af þeim Reagan og Thatcher. Loksins: TRUDEAU SKILINN VIÐ MARGRÉTI Tilkynnt hefur verið í Toronto í Kanada aö Pierre Trudeau forsætis- ráðherra sé loks skilinn við Margréti eiginkonu sína, en þau iijúin hafa ekki búið saman í 6 ár. Brúðkaup þeirra vakti heims- athygli á sínum tíma, ekki síst fyrir þá sök að brúðguminn var 30 árum eldri en brúðurin. Forsætisráðherra kvænist hippa hét það í blöðunum. Trudeáu hefur haft umráðarétt yfir þrem sonum þeirra hjóna frá því þau slitu samvistum í maí 1977. Margrét starfar nú sem dagskrár- gerðarmaður hjá sjónvarpsstöð einni og býr í nágrenni við fyrrum eiginmann sinn óg syni. Sjálfur ætlar Trudeau aö segja af sér embætti for- sætisráðherra í júnímánuði nk. eftir 16 ára valdatíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.