Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 15
WSt.lTS^fA "i RUOACnJKITJM WT DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRlL 1984. ISLENDINGAR sofandi sauðir I dauöateygjum íslenska þjóöfé- lagsins hefur maöurinn alveg gleymst og hagvöxturinn er það sem allt snýst um. Þar er mönnum skipt niður í gæðaflokka, líkt og kartöflum og er metið eftir því hve miklum arði þeir skila af sér. Þeir sem eru „arð- bærir" fiokkast í „nýtir þjóðfélags- þegnar-hópinn" en hinir, sem ekki er hægt að græða á, eru flokkaðir ónýtir og eru faldir vel og rækilega, líkt og óhreinu börnin hennar Evu forðum daga. Margir hópar flokkast inn i vanda- málahópinn og er þar að nefna m.a. þroskahefta, sem eru ein af vonlaus- ustu arðlindum kerfisins. Þetta fólk er lokað inni á „dýragarðslegum" hælum og sem minnst spanderaö í aðhald þeirra mannabústaða. Með- höndlunin er likt og hjá dýrum og h't- ið gert til aö létta þessu fólki tilver- una. A opinberum stofnunum eru einn- ig þeir geymdir sem eiga við geðræn vandamál aö etja. Aö frátöldum þeim fáu tilfellum, sem eiga sér lít- fræðilegar orsakir, eru flestir þess- ara ógæfusömu einstaklinga veik- byggt fólk sem hefur brotnað undan ómennskum þrýstingi kerf isins. Á enn öörum opnberum stofnun- um er gamla fólkið geymt á meðan beöið er eftir dauðanum. Sparifé gamla fólksins er lö'ngu uppurið og ekkert hægt að græða á því lengur. Þrír áöurnefndir vandamálahóp- ar eru, vegna þess að vonlaust er að græða á þeim, smám saman að gleymast og jafnvel týnast í kerfinu. Þeir vandamálahópar, sem enn ekki hafa gleymst, eru þeir sem svæfa sig frá rútínunni til að koma í veg fyrir sturlun. Þar á ég viö áfengis-og eiturlyf jasjúklinga. Fórnarlömb Afengissjúklingar eru fórnarlömb „hins opinbera" sem er svo siðlaust að það bæði flytur inn og selur „lög- lega" vímugjafa og býður svo fórn- arlömbum sínum þjálfun á meðferð- arstofnunum ef neyslan verður meiri en „góöu hófi gegnir". Á meðferðar- stofnunum er fólk þvegið vel og vandlega og kennt aö verða góðir og nýlir þrælar íþjóöfélaginu. Síðaner fólkið sent aftur út í rútínuna og sum- ir koma aftur og aftur í hreinsun og þrælatamningu. Á eiturlyfjasjúklingum aftur á PALLH. AADEGAARD: LEIÐBEINANDI í SAMHYGÐ sjálfir. Hert tollgæsla kallar á enn meiri innf lutning og refsingar kalla á meiri hörku og fleiri glæpi hjá „lög- brjótunum". Og meðferð áfengis- sjúklinga gerir þá að þrælum kerfis í stað vímugjafaþræla. Þessar úreltu og heimskulegu lausnir verka ekki vegna þess að þær ráðast ekki að rót vandans. Kýli hverfur ekki með því að þekja það plástrum. Tilgangslaus tilvera Sá sem svæfir sig frá raunveru- leikanum, á löglegan eða ólöglegan hátt, gerir það ekki af því að það er gaman heldur vegna þess að honum finnst tilveran tilgangslaus og leiðin- leg. Hann notar vimugjafa til að þora að eiga samskipti viö aöra. Hann treystir hvorki eigin getu né 9 »við þurfum að byggja upp nýtt þjóð- félag, þjóðfélag sem vinnur fyrir mann- inn en notar hann ekki fyrir hagvöxtinn." móti er ekki tekiö með sömu silki- hönskunum þar sem svæfing þeirra er ekki lögleg, auk þess sem hiö opin- bera getur ekki grætt á þeirri neyslu vegna þess að hass og sprautur eru ekki seldar í „RIKINU". Heimkynni þeirra er gatan og ef þeir þvælast of mikiö fyrir velsæmiskennd rútinu- borgaranna fá þeir að eyða elli sinni í grjótinu eöa á hælum, þ.e.a.s ef þeir hafa þá ekki áður látið undan þrýst- ingi kerfisins og tekið sitt eigið lif. Eiturlyfjaneysla og þá s.í.l. neysla unglinga hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og margar ráðstefnur hafa verið haldnar um löglega og ólöglega vímugjafa. Suli- ast hefur verið í afleiöingunum en engin lausn virðist í sjónmáli frekar en fyrri daginn. Bráðabirgðalausn- irnar virðast samt vera enn í tísku til þess að sýna fram á að ráðstefnurn- ar hafa verið haldnar. Aukin starf- semi um skaðsemi, hert tollgæsla, fleiri hasshundar og harðari refsing- ar eru oröin svo þekkt fyrirbæri að þau gætu komið í staö stillimyndar- innar í sjónvarpinu. Engir vita betur hvaða áhrif eitur- lyfjaneysla getur haft á heilastarf- semina en eiturlyfjaneytendurnir öðru fólki og notar vímugjafa til að verakaldari. Hann kvíðir framtiðinni og þving- ar sig í vinnu af ótta við að missa hana. Honum finnst þjóöfélag sitt kalt og miskunnarlaust. Svo hann flýr. Þjóðfélagið í dag á heima á haug- unum likt og annað úrbrætt drasl sem hætt er að verka. Viö þurfum að byggja upp nýtt þjóöfélag, þjóðfélag sem vinnurfyrir manninn en notar hann ekki fyrir hagvöxtinn. Þjóðfélag sem byggir á frjálsum og einlægum samskiptum í stað einangrunar, öryggi í staö ótta, trú manna á eigin getu í stað van- trausts, friði i stað ofbeldis, tilgangi í stað tilgangsleysis og vakandi til- veru i stað sofandaháttarins sem tröllríður öllu í dag. I slíku þjóðfélagi kynni fljótlega að þykja heimskulegt, ef ekki barna- legt að svæf a sig, því hvers vegna að flýja spennandi og skemmtilega til- veru? Hættum þessum sofandahætti og opnum augun fyrir varanlegum lausnum og gerum þaö strax. VOKNUM. „EKKITALIÐ SÆMANDI" að nota hauskúpumerkíð á „svarta dáuðann" Vegna greinar Valgeirs Sigurðsson- ar í DV 5. þ.m., varöandi sölu á ís- lenzku brennivíni erlendis, vill undir- ritaður taka fram eftirfarandi: Fyrir nokkrum árum óskaði nefnd- ur Valgeir Sigurðsson eftir að gerast umboðsmaður Áfengis- og tóbaks- verzlunar rikisins fyrir íslenzkt brennivín í Luxemborg. Hann gerði þá kröfu að miðarnir á floskunum yrðu merktir Black death og einnig að þeir yrðu „skreyttir" með hauskúpu. A þetta vildi Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins ekki fallast. Varð þess vegna ekkert af þeim við- skiptum. Ástæðan til þess að ekki var gengið að kröfum Valgeirs um merki- miöann var sú, að ekki var talið sæm- andi að gefa neyzluvöru f ramleiddri af opinberu íslenzku fyrirtæki nafn mannskæöustu og hörmulegustu drep- sóttar, sem nokkru sinni hef ur her jað á íslenzku þjóöina og margar fleiri þjóð- ir Evrópu. Auk þessa „smekklega" nafns átti síðan að gefa því frekari H/ETTUFLOKKUR X »H»t/J STERKT EITUR 1 ÍLOKRSMIÍRI X IIOKKS "máekkiflytjaeoageyma INNAN UM AÐRAR VOBUB_ _ VABIST AD B~B«TA UMBOO.R~A« (iUÁT.N). EF P*« ^W^u EOA M6NGAOAB AF I™_____________ HÆTTUFLOKKUB _A_ ""mÁ^ekkTflytja EÐA GEYMA 1NNAN UM MAT OG FÖÐURVORUR U E»TUR HORHSMWII VKRHftÐhRMEOKI t "0R«S Úr auglýsingu i stjórnartiðindum þar sem hauskúpumerkid er eiturmerki, áherzlu með mynd af stórri hvítri hauskúpu á svörtum grunni, en haus- , kúpan er eiturmerki. Svona verzlunar- »3öí3í3^S^3í3e3C3í3í3«3í3e3^3í3í3í3e3e3í3«3«^^ ACH múrt>éttingarx^& j^ sprunguviðgerðir^ ¦ háþrýstiþvottur Við fíjúgum án tafar- innanlands sem utan LEIGUFLUG SverrirÞóroddsson REYKJAVÍKURRJUGVELU ® 28011 rw^wwwwww^wwwwwwwww^w^ww^wwwwww^i TILBOÐ W^^^^^FI^1] LITIR: PERLUHVÍTUR EÐA JÁRNSVARTUR. DOMUSTÆRÐIR. VERÐ AÐEINS KR. 450, ÚTIBÚIÐ, LAUGAVEGl 95, SÍMI 14370. t OPIÐ W- 12-18 virka daga, laugardag kl. 10-12. hætti taldi Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins ósæmandi á sínum tíma. Sú skoöun er óbreytt. Jóii Kjartansson. LETTAÐU TIL FAGMANNSINS Nú hafa félagsmenn Úrsmiðafélags íslands sett upp félagsmerki sitt, í verslunargluggana. Þar sem merkið er, getur þú notfært þér þekkingu og reynslu fagmannsins þegar kaupa á fallegt og vandað úr. Úrsmiðurinn tryggir einnig varahluta- og viðgerðarþjónustu. TRYGGIR GÆÐI OG RJONUSTU MERKI URSMIÐAFÉLAGS ÍSLANDS TRYGGIR GÆÐI OG PJÓNUSTU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.