Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Qupperneq 34
34 DV. MEÐVKUDAGUR 2. MAl 1984. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Birgir Þór Borgþórsson er vel fimur, þrátt fyrir aö hann keppi í 100 kílóa flokki í lyftingum. Leikandi létt fer hann flikk flakk og heljarstökk. „Aö visu titrar jörðin þegar maöur lendir. En það gerir ekkert til,” bætir hann glaðhlakkalega viö. Hann er skemmtilegur viömælandi. Hress og snar í svörum. Viö erum ekki í neinum vafa um aö kappinn er sterkasti gjaldkeri landsins. Sjálfur brosti hann aöeins er viö impruðum á þvi viöhann. Byrjaði sem smápeð „Eg byrjaöi í lyftingum sem smá- peö, 13 ára gamall,” sagöi hann er við litum inn í „Jakaból”, hrörlega æfingaraðstöðu lyftingamanna á Reykjavíkursvæöinu. ,3ólið” er i Laugardalnum og þar hófu lyftinga- menn æfingar áriö 1977. — En hvers vegna lyftingar, Birgir Þór Borgþórsson? „Það vildi þannig til aö nokkrir frægir lyftingakappar unnu í auka- vinnu á sama stað og móöir mín. Eg hitti þá stöku sinnum og þeir sögöust vera aö leita aö mönnum í léttari flokk- ana. Þaö varö úr aö ég fór aö æfa. En samt byrjaði ég ekki fyrir alvöru fyrr en ég var oröinn 18 ára. Síöan hef ég veriö í þessu alveg á fullu.” Þau ár eru nú orðin sjö talsins því Birgir er 25 ára aö aldri. Þetta meö sterkasta gjaldkerann. Hann vinnur í Utvegsbanka Islands í Kópavogi. Og þaö eru ekki einu gjaldkerastörfin. Hann er gjaldkeri í stjórn Lyftinga- sambands Islands. A meðal lyftingamanna er þaö al- talaö aö hann sé ein aöaldriffjöörin í málum lyftingamanna hérlendis. Ahugi hans á íþróttinni er algjör. Og þaö er einmitt hann sem er hvað Birgir Þór Borgþórsson, 25 ára, formaöur Lyftingadeildar KR og gjaldkeri í vegsbankanum í Kópavogi. Hann segir skemmtilega frá því í viðtalinu þegar stjórn Lyftingasambands íslands. Hann starfar jafnframt sem gjaldkeri hjá Út- hann hóf sín fyrstu afskipti af lyftingum. „Byrjaði sem smápeð, 13 ára gamall.” Jörðin titrar er hann lendir fremstur í flokki í byggingu nýs íþróttahúss fyrir lyftingamenn, sem verið er aö reisa á KR-svæöinu viö Frostaskjól. Upp skal húsið „Okkur gengur ekki sem best að reisa þaö. Gamla vandamálið, vantar peninga. Grunnurinn er kominn og viö erum nokkrir sem erum harðir á því aö upp skuli húsiö. Viö verðum að fá nýtt hús í staö „ Jakabóls”. Það er í þannig ásigkomulagi núna aö ef á aö gera það upp þá verður hreinlega að smiöa nýtt hús utan um þaðfyrirof fjár.” Undir þessi orð tekur Dægradvölin. Húsið er vægast sagt aö niðurlotum komiö. Tvisvar á síðasta ári kviknaöi í því. Lyftingamenn hafa gert þaö upp i bæöi skiptin, en þó svona meira til að geta haft einhverja aðstöðu. Þetta er kumbaldi, í orösins fyllstu merkingu. Söfnun er í gangi vegna nýja hússins á KR-svæðinu. Þegar þaö veröur komiö upp veröur þaö örugglega mikil lyftistöng fyrir íþróttina. „Þaö sem vantar er fyrst og fremst aö keppnismenn í lyftingum og þeir sem æfa, en eru ekki komnir langt í íþróttinni, geti æft saman. Var alltaf troðfullt í Jakabóli Þegar byrjaö var aö æfa í „Jaka- bóli” á sínum tíma var þar alltaf troö- fullt. Trimmarar æföu þar innan um keppnismennina. Og þaö varð til þess aö þeir fengu oft áhuga á lyftingum sem keppnisíþrótt. Þeir sáu hvaö það er sem heillar viö lyftingar og tóku því þáttímótum. Eftir aö heilsuræktarstöövarnar risu upp hafa þær tekið við trimmurunum aö vissu marki. Og nú er svo komið að fleiri vantar í keppni. Nýja húsinu okkar er ætlaö að snúa þessu dæmi viö. Fá fleiritilaðkeppa.” — Nú eru margir sem tala um lyft- ingar sem hættulega íþrótt. — Hvað er tilíþví? „Já, þaö eru margir sem halda aö svo sé. En ég er þó ekki á þeirri skoðun. Reynslan hefur sýnt aö þaö er furöanlega lítið um slys i iyftingum. I bandarískri könnun um slys i íþróttum Hér sýnir Birgir okkur hvernig komiö er fyrir Jakabóii. Stutt í að þessi veggur molni í gegn. Og í rauninni má segja að Jakabólið í Laugardalnum sé þeirra „f jár- lagagat” því léleg húsakynni hafa orðið til þess að lyftingamenn eru nú byrjaöir að reisa nýtt hús á KR-s væöinu. sýndi þaö sig aö lyftingar eru aftarlega á blaöiyfir „slysamiklar” íþróttir. Lenti á skurðarborðinu Eg játa þó að fyrir einu og hálfu ári varð ég fyrir því aö meiöast á hné og lenda á skurðarboröinu, Þaö breytir því samt ekki aö í öðrum íþrótta- greinum eru til dæmis hnémei$sli mun algengari. Þaö er vitaö aö margir knattspyrnumenn, sem keppa í 1. deild, eiga í vandræðum vegna hné- meiðsla.” — Hversu margir helduröu aö iöki lyftingar hér á landi? „Eg held aö þaö séu eitthvað rétt innan viö hundraö. En það eru samt fleiri sem koma nálægt þessu. Þeir keppa hins vegar ekki.” — Hver er helsta skýringin á því aö áhugi manna á lyftingum minnkar? „Mín skoðun er sú aö þaö þarf margra ára vinnu til að ná árangri. Árangurinn kemur hægt. Menn þurfa aö sýna biðlund. Það þarf tíma til að æfa upp tæknina. Og þaö er einmitt á þessumtíma sem flestir gefast upp.” Sem flestir lendi í lóðunum En aö lokum, Birgir, áhuginn ekkert aöminnka hjáþér? „Nei, ekki er það. Eg eyði nánast öllum mínum frístundum í þessa íþrótt og svo veröur örugglega áf ram á næstu árum. Hún hefur veitt mér mikiö. Eigum viö bara ekki aö segja aö vonandi lendi sem flestir í lóðunum. Þetta er heljarinnar upplyfting.” -JGH. — rætt við sterkasta gjaldkera landsins, Birgi Þór Borgþórsson lyftingamann Jakabóiiö hefur gert sitt gagn frá því það var tekið í notkun árið 1977. „Bólið” er að niöurlotum komiö. Það eru hins vegar ekki þessir lyftingamenn. Þeir lyfta sér upp í því og iöka æfingar á fullu. Nýja iþróttahúsiö á KR-svæöinu skal risa. Til merkis um að húsið eigi eftir aö veröa íþróttinni hin mesta lyftistöng, var þessum lóðum hampaö. Taliö frá vinstri: Torfi Ólafsson, Óskar Kárason og þeir Ólsenbræður, Báröur og Daníel. DV-myndir Einar Ólason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.