Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR10. MAl 1984. 5 Niðurstaða könnunar Hagvangs um af stöðu f ólks til opinberrar þ jónustu: Miklu fleirí telja þjónustuna betri i höndum einkaaðila Mikill meirihluti, um 90 prósent, tel- ur opinbera þjónustu veröa mun betri og gefa aukna þjónustu ef einkafyrir- tæki tækju viö þeirri þjónustu. Meiri- hluti telur þó minna félagslegt öryggi fylgja því. Voru svipaðar niöurstööur hjá opinberum starfsmönnum og hinum. Þetta kemur meðal annars fram í niöurstöðum könnunar um afstööu fólks til opinberrar þjónustu. Þaö var Hagvangur sem framkvæmdi könn- unina, 6. til 18. apríl síðastliðinn, vegna óska Stjómunarfélags Islandsþarum. Urtakiö, þúsund manns, var valið af handahófi úr þjóðskrá hjá Reiknistofn- un Háskólans aö fengnu leyfi Tölvu- nefndar 'og Hagstofu Islands. Var spurt í gegnum síma. Náöist í 860 manns, þar af svömöu 92 prósent. Það voru 18 ára og eldri sem spurðir voru. Voru niöurstööumar birtar í gærdag. Allmargar spumingar vom lagðar fyrir fólk varöandi þetta mál. Meöal annars var spurt, hvort fólki þætti það góö eða slæm hugmynd aö ákveðnir hlutar af rekstri hins opinbera yröu boðnir út. Þótti 82,2% þeirra sem svöruöu það góö hugmynd, 12,4% slæm, en 5,3 prósent sögöust ekki vita það. Voru niðurstöður þessar flokk- aðar og eftir kyni, aldri, menntun, búsetu og tekjum heimilis og var lítill munur þar á. Þá var og spurt meö til- liti til atvinnugreina. Voru þar og svipaðar niðurstöður, nema hvaö þeim í MINNINGU COUNT BASIE Big Band FÍH. Loka jamsession Jassklúbbs Reykjavíkur á vetrinum verður haldin í Þórskaffi fimmtudaginn 10. maí í samvinnu viö Jassvakningu. Fjöldi bestu jassleikara þjóöarinnar mætir og má vænta margra jasssveita og stíltegunda. Aöalatriði kvöldsins veröur Big Band FIH sem ekki hefur komið fram um nokkurt skeiö, en mun að þessu sinni heiöra minningu hins nýlátna sveiflukóngs Count Basie meö ljúfum laglínum úr foröabúri hans. Þá koma fram Trad-Companíiö, Kristján Magnússon og félagar, tveir ókunnir pianistar, Sigurbjöm Ingþórs- son og félagar og fleiri. Inngangseyrir er 100. Ríkissjóði gertað greiða 11 milljónirfyrir fjölföldun efnis í skólum: Fénu hefur ekki enn veríð skipt málsins af hálfu höfunda var Sigurður Reynir Pétursson, en auk hans Magnús Sigurösson fyrir Blaðamanna- félagið, Guðmundur Ingvi Sigurðsson fyrir bókaútgefendur og Birgir Sigurðsson fyrir Rithöfundasamband- iö. Málflutningsmaöur menntamála- ráðuneytis var Asmundur Vilhjálms- son. Gerðardóminn, sem kvað upp dóminn, skipuðu Gaukur Jörundsson, Magnús Thoroddsen og Ragnar Aðal- steinsson. -KÞ „Fénu hefur enn ekki verið skipt og því ekkert ákveðið í hvað þessir pen- ingar íara. Við lögmennimir munum koma saman til fundar í dag þar sem þessi mál verða rædd,” sagði Magnús Sigurðsson, lögmaður Blaðamannafé- lags Islands, aöspurður hvað gert yrði við þær ellefu milljónir sem ríkissjóði var gert að greiða vegna fjölföldunar efnis í skólum. Mál þetta var höfðaö á grundvelli tveggja samninga sem samtök Blaða- mannafélags Islands, Félags íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambands Islands, Tónskáldafélags Islands og Sambands tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar, STEF, gerðu við mennta- málaráðuneytið 6. maí 1983. Þar var kveðið á um skipun gerðardóms „til aö úrskurða gjöld fyrir ljósritun og hlið- stæða eftirgerð rita í skólum sem rekn- ir em af islenska ríkinu eöa styrktir af aimannafé.” Dómur þessi var kveðinn upp síöast- liöinn föstudag. Aöalflutningsmaöur er starfa að iönaði þótti hugmyndin áberandi best eða 93,8 prósentum. Líf- eyrisþegum þótti hugmyndin þó áber- andi verst eöa 42,9 prósentum. Þá var spurt, hvort viðkomandi þætti æskilegt eða óæskilegt að gera það á hinum ýmsu sviðum og svo talið upp: opinber mötuneyti, viðhald á ópinberum byggingum, rekstur al- menningsvagna, sorphreinsun, ræsting opinberra stofnana, Póstur og sími, dagvistarheimili fyrir börn, bókasöfn, rannsóknarstofnanir, elli- og hjúkrunarheimili aldraðra, slökkviliö og sjúkraflutningar, sjúkrahúsrekstur og skóla- og menntastofnanir. Flestum þótti æskilegt að einka- aðilar tækju við rekstri á opinberum mötuneytum eða 82,1 prósenti en flestir vildu láta ríkið sjá áfram um slökkvilið og sjúkraflutninga eða 76,4 prósent, um sjúkrahúsrekstur eða 76,0 prósent, og um skóla- og menntastofn- anir eða 81,2 prósent. Voru svipaðar niðurstöður hjá opinberum starfs- mönnumoghinum. -KÞ. Svona leit Aðalstræti út áður en Morgunblaðshöllin breytti svip götunnar. Reykjavíkurkvikmynd Lofts Guðmundssonar Reykjavíkurkvikmynd Lofts Guðmundssonar, sem hann gerði á árunum 1943—1944, án þess þó aö fullklára, verður sýnd aimenningi í Austurbæjarbíói á sunnudaginn kl. 14 og endurtekin sunnudaginn 23. maí á sama tíma. Er aðgangur ókeypis að þessum sýningum. Þaö er mikil óhappasaga á bak við' þessa kvikmynd. Eftir að Loftur hafði fullklárað að kvikmynda í Reykjavík, fór hann til New York með filmuna til að fá hana framkall- aða. Kópía af f ilmunni var send til Is- lands í október 1944 með Goðaf ossi til að hægt væri að gera texta sem Loft- ur ætlaði síðan að setja inn á film- una. Kópia þessi komst þó aldrei á leiðarenda því að Goðafossi var sökkt 10. nóvember 1944. Loftur sendi aðra kópíu í ársbyrjun 1945 með Dettifossi, en það fór á sömu leið, skipinu var sökkt. Þriðja kópían komst á leiðarenda í apríl 1945, en aldrei var þó endanlega gengiö frá myndinni. Það er nú með stuðningi Almennra trygginga sem myndin hefur verið fullgerö og geng- ið frá henni til sýninga. Meðal þess sem sýnt er í Reykja- vikurmynd Lofts er gatnagerð í bæn- um, götuvaltari og veghefill í notkun, grjótnám, holræsagerð, sjúkrahús í byggingu, leikvellir í Reykjavík, sundlaugarnar gömlu, Þvottalaug- amar, borun eftir heitu vatni, gatna- hreinsun og fleira. HK Sinfóníuhljómsveitin, Pólýfónkórinn og einsöngvarar að æfingum, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Kórtónverka tónleikar I dag heldur Sinfóníuhljómsveit Islands tónleika í Háskólabíói og hefj- ast þeir kl. 20.30. Þetta eru aukatón- leikar og á efnisskránni eru Ave verum, eftir Mozart, Te deum, eftir Verdi og Stabat mater eftir Rossini. Flytjendur auk hljómsveitarinnar eru Denia Mazzola, sópran, Claudia Clarich, alt, Paolo Barbacini, tenór, og Carlo de Bortoli, bassi, auk Pólýfón- kórsins. Stjórnandi er Ingólfur Guöbrandsson. Öþarft er aö kynna Pólýfónkórinn eöa stjórnanda hans fyrir tslendingum en frá því kórinn var stofnaöur, fyrir 29 árum, hefur hann undir stjórn Ingóifs flutt stærstu og veigamestu kórverk tónbókmenntanna innan lands sem utan og hlotið fyrir frábæra dóma. Einsöngvararnir koma gagngert frá Italíu til að taka þátt í þessari upp- færslu. Allt eru þetta frábærir söngvarar og hefur Denia Mazzola sungiö hér áður, titilhlutverkið í Lucia di Lammermoor í mars sl. -óbg s^100 TITLAR TÍMAFHtÚwÍ^^1 Fáanlegir allt að 3000 titlar í sérpöntun. Tökum við áskriftum í sima 86780. Öll tima- rit koma með flugfrakt ásamt metsölu- bókum í vasabroti. Seljum einnig dönsk og þýsk timarit. Bilar: Car b Drivor Car Crafl Cars Motor Trend Road „Track" Hot Rods Pop Hot Rodding Off Road Four Wheeler Popular Cars Pickup V4 Vans & Trucks P.son 4 Wheeler Heilsurækt: Bodybuilder Muscle & Fitness Rex Bátar: Boating [Motorboat Sail Kvennab/öd: Cosmopolitan Vouge Glamour Madamoiselle Family Circle McCalls Baazar Mótorhjól: Cycle Easy Rider Cycle World Dirt Bike Motorcycle Skytteri: Sports Afield Hunting Heilsuvernd: Cosmo Diet Exer. Shape Weight Watchers Muscular Develop 30% afsláttur af mars tímaritum Herrablöð: Penthouse Playboy Hustler High Society Club Cheri Gallery Velvet Genesis Club Inter. Chic Qui Astarsögur: Modern Screen True Story True Confession Matreiðsla: Gourmet Bon Appetit Cuisine Great Receipies Byssur: Guns ít Ammo Guns Shooting Times Gun World Veiði: Outdoor Life Field & Stream Fly Fisherman Red Book Good Housekeeping Hair and Beauty Guide Modern Bride Visindi: Scientific America High Technology Omni Science Digest Discover Háð: Mad Mad Super Special Heavy Metal Mads Dan Martin Cracked H/jómlist: Stereio Review High Fidelity New Sounds Hús: House Beautiful House & Garden BH Garden Golf: Golf Digest Golf Golf lllustr. Flug: Flying Plane b Piolt Wings Air Power Private Pilot Air Progress Air Classics Aviation Verklegt: Popular Mechanics Popular Science Mechanics lllustr. Science Mechanic Radio Electronics Amateur Radio C0 Táningar: Seventeen Rolling Stones Myndbönd: Video Review Video Electro Games Computer Fun Tölvur: Popular Computing Computers ft Electronx Money Special Creative Computing Ljósmyndir: Popular Photography Modern Photography Annað: Readers Digest Time Newsweek (NÆSTA HÚS VtO SJ0NVARPfOÍ. E Aðrir utsölustaðir: Penninn, Hallarmúla. Mikligarður við Sund. Penninn, Hafnarstrœti. Flugbarinn Rvikflugvelli. Hagkaup, Skeifunni. Bókabúö Jónasar, Akureyri. Draifing: Þortl Johnton hf. Bókbær, Hafnarfirði. Laugavagi 178. aimi 88780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.