Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR10. MAI1984. Frjáls innflutnmgur á grænmeti og einnig kartöflum er leikur einn, segir Gísli V. Einarsson hjá Eggerti Kristjánsyni og co. Þessi mynd er tekin í pökkunarsal Grænmetisverslunarinnar þar sem verið er að flokka hinar margumræddu finnsku kartöflur. DV-mynd Loftur. Frjáls innf lutningur á grænmeti: Hafa kartöflur sérstöðu? Kartöflur hafa verið í sviösljósinu nú undanfarið. I ár hefur þurft aö flytja inn mikið magn af kartöflum vegna uppskerubrests hjá innlendum framleiðendum á síðasta ári. Gæði þessara kartaflna hafa veriö ærið mis- jöfn og keyrði um þverbak þegar kom í ljós að mikill hluti þeirra gat varla tal- ist mannamatur. Grænmetisverslunin, sem hefur einkarétt á þessum innflutn- ingi, hefur lofað því að kartöflumar verði flokkaðar eftir strangari reglum en gert hefur verið fram að þessu. Margir hafa bent á að gæði kartaflna gætu verið mun meiri ef inn- flutningur þeirra væri frjáls. Hér á landi eru margir aðilar sem em í góðum viðskiptasamböndum við aðila erlendis sem selja kartöflur. Þessir innlendu aðilar hafa sagt að það sé hægur vandi að flytja hingaö til lands- ins kartöflur sem em í mun betra ásig- komulagi en þær sem hér hafa verið í boðstólum. Verslunin Hagkaup hefur farið þess á leit við landbúnaðarráð- herra að hann heimili henni að flytja inn kartöflur. Frjáls innflutningur Sumir hafa bent á að frjáls innflutn- ingur sé ekki framkvæmanlegur nema hann bitni á innlendri framleiöslu. Forstjóri Grænmetisverslunarinnar telur að það sé hæpið að leyfður veröi frjáls innflutningur á kartöflum. Það verði mjög erfitt að takmarka hann við þann tíma sem innlendar kartöflur em ekki hér á markaði. Kartöflumar geymist í langan tíma og því hugsan- legt að hér verði mikið magn af kartöflum þegar hinar innlendu koma ámarkað. Kjartan Stefánsson, blaðafulltrúi Verslunarráðs Islands, sagði að það væri ljóst að kartöflur hefðu nokkra sérstöðu hvað frjálsan innflutning varðaði, samtökin sem fjplluðu um þessi mál hafa ekki tekið þennan vanda sérstaklega fyrir. En Kjartan sagði þó að líklega yröi auövelt að finna viðunandi iausn á því máli. Flest annað grænmeti en kartöflur væri vandalaust aö flytja inn tímabundið í frjálsri samkeppni. Grænmeti flest hefur takmarkað geymsluþol þannig að ekki væri hægt aö flytja inn mikið magn hverju sinni og geyma í langan tíma. Leikur einn „Eg vil meina að það sé leikur einn aö hefja frjálsan innflutning á græn- meti hingað til landsins og tæknilega séð eru kartöflur ekkert vandamál,” sagði Gísli V. Einarsson hjá Eggert Kristjánsyni og co þegar við spurðum hann hvort það væri einhver jum vand- kvæðum bundiö að flytja inn kartöflur fremur en annaö grænmeti. Gísli sagði að það þyrfti aö sjálfsögðu aö afnema alla einokun í þessum málum. Ekki bara á innflutningi heldur einnig á sölu innlendra afurða. Það kæmi af sjálfu sér að þeg'ar innlend framleiðsla kæmi á markað myndu heildsalar kaupa kartöflur af innlendum framleiðend- um. Það þurfa að vera ákveðnar leik- reglur og þær sömu fyrir alla. Verslun með kartöflur var frjáls hér áður fyrr og seldi fyrirtæki hans þá kartöflur. Það væri heldur ekkert vandamál að hefja þennan innflutning því allmargir aðilar hér á landi stæðu í góðum við- skiptasamböndum við aöila sem sæju um að selja grænmeti og einnig kartöflur. APH. SGÖGN f stofuna, garðhúsið 7 W jr . _m_ ■ ro og sumamústaðmn HUSCAGNAVERSLUN RElKJAVÍKURVEGI 64 S. 54499 GARÐASTRÆT117 S.15044 Urval ÚRVALSEFNI VIÐ ALLRA HÆFI ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Reykjavík: 91-31615/86915 Akureyri: 96-21715/23515 Borgarnes: 93-7618 Víðigerði V-Hún. 95-1591 Blönduós: 95-4136 Sauðárkrókur: 95-5175/5337 Siglufjörður: 96-71489 Húsavík: 96-41940/41229 Vopnafjörður: 97-3145/3121 Egilsstaðir: 97-1550 Seyðisfjörður: 97-2312/2204 Höfn Hornafirði: 97-8303 interRent Um f rjálsan innf lutning á grænmeti: Orelt fyrirkomulag og of háir tollar „Um langt skeið hefur ríkt megn óánægja með tilhögun á sölu græn- metis en litlar úrbætur hafa fengist, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Gagn- rýnin hefur fyrst og fremst beinst að úreltu fyrirkomulagi í sölumálum og of háum tollum á innflutt grænmeti. Þá hefur verið bent á að neysla grænmetis á Islandi er of lítil miöaö við hollustu þessa fæðuflokks.” Á þessa leið hefst bréf sem Hús- mæðrafélag Reykjavíkur, Mann- eldisfélag Islands, Neytendasamtökin og Verslunarráð Islands hafa nú sent til landbúnaðarnefndar Alþingis, landbúnaöarráðherra, viðskiptaráð- herra og flutningsmanna frumvarps sem nú liggur fyrir Alþingi þar sem gert er ráð fjrir að innflutningur á grænmeti verði gefinn frjáls á þeim tíma sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þessi samtök hafa unnið að því markvisst að gerðar verði gagngerðar breytingar á sölumálum grænmetis hér á landi. I janúar sl. héldu þessi samtök fjölmennan fund þar sem skor- að var á stjómvöld að gefa innflutning frjálsan á grænmeti en þó ekki á þeim tíma sem næg framleiðsla er hér á landi. Einnig var skorað á stjómvöld að fella niöur tolla á grænmeti og einnig aðflutningsgjöld og sölugjöld af rekstrar- og fjárfestingarvörum garðyrkjubænda. Breytingartillögur við frumvarpið Bréfi þessu sem samtökin hafa sent frá sér fylgir umsögn um það frum- varp sem gerir ráð fyrir að einkaréttur ríkisins til aö flytja inn kart- öflur og nýtt grænmeti veröi afnum- inn. Samtökin lýsa yfir stuðningi við frumvarpiö í megindráttum, en óska jafnframt eftir því að tekið verði tillit til nokkura breytingartillagna. Meginbreytingartillögur samtak- anna við fyrirliggjandi frumvarp eru: — Sölumál grænmetis heyri undir viðskiptaráðuneytið, en undir landbúnaðarráðuneytið heyri fram- leiðslumál eingöngu. — Verslun í heildsölu jafnt með inn- lent og innflutt grænmeti verði gefin frjáls. — Um verðmyndun gildi almenn lög um verðlagsmál en í núverandi frum- varpi er gert ráð fyrir ákveðnu há- marksverði í heildsölu og smásölu í stað endanlegs verðs eins og nú er. Samtökin hafa komið með ýmsar aðrar breytingartillögur við frumvarp- ið, m.a. er gert ráð fyrir að ráðgefandi aðilar um innflutning á grænmeti verði Samband garöyrkjubænda og Neyt- endasamtökin. En ekki eru gerðar neinar grundvallarbreytingar á frum- varpinu og megininnihald þess stendur sem fyrr. Og það er að innflutningur á grænmeti verði gefinn frjáls á þeim tíma sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Meö því álita samtökin að tryggt verði aö nægt grænmeti verði hér á markaði og neysla þess aukist enda mikil þörf á því að s vo verði. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.