Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 36
LEIÐARLJÓS Jack Nicholson og Anjelica Houston, kærustupar í 11 ár. Charles Manson. LIVERPOOL: Óánægja með bítlastyttu Liverpoolbúar halda áfram að heiöra minningu The Beatles. nú síðast með risastj'ttu sem valinn hefur verið staður í Mathewstræti þar sein Cavernklúbburiiin stóð forðum og Bítlarnir hófu feril sinn. Gallinn við styttuna er bara sá að menn þekkja ekki John frá Paul og George frá Hingo. Eða eins og gamall umboðsmaður hljómsveit- arinnar. Sain Leaeh, sagði: „Eg þekkti Ringo vegna þess að hann situr með trominukjuða í hendi. DV. FIMMTUDAGUR10. MAl 1984. ■ ■■d meðan Róm brann Eins og kunnugt er af gömlum fréttum spilaði Neró á fiðlu meðan Róm brann. Það sama verður ekki sagt um forstjóra Grænmetis- verslunar ríkisins. Á meðan for- stjórinn sat á fundi með fulltrúum heilbrigðiseftirlitsins, sem kröfð- ust þess að allar kartöflur á landinu yrðu kallaðar inn vegna þess að þær væru ekki manna- matur, bjuggu aðrir starfsmenn stofnunarinnar sig undir það að þvo og ryksuga bíl forstjórans. DV-mynd Loftur. Annars er þaö skrýtið með lóuna. Alitaf birtist hún um leið og fyrsta vorrigningin hefst. Að vísu neita fugla- fræðingar því, en grunur leikur á að fuglinn sé drykk- felldur því annað en vætu hefur hann ekki hingað að sækja. Vorið Vorið er komið og allt sem því fylgir. Birta, lóa og regn. Það er hverjum manni unun eftir iangan og strangan vetur að standa í dagsbirtu, þó að kvöld sé, og hlusta á dirrindí í léttu regni. Upp á slíkan lúxus er ekki boðið annars staðar á jarðarkringl- unni. Landsmenn! Njótum úrkomunnar á meðan hún er því eftir þetta sumar kemur vetur og þá hættir að rigna þegar allt vatnið frýs. Eða eins og skáldið sagði: Regnið er komið að kveða burt ísinn / að kveða burt ís- inn / það getur það... Móðir í vegi Mansons Charles „Tex” Manson, sá er myrti leikkonuna Sharon Tate og 6 aðrar árið 1969, gengur illa aö fá náðun þrátt fyrir 15 ára setu í fangelsi. Eru það mótmæli frá móöur Sharon sem valda þar mestu en hún segist harma það að maðurinn hafi ekki verið tekinn af lífi fyrir löngu. Sjöttu umsókn Mansons um náðun var hafnaö fyrir skemmstu og mun hann því • sitja inni um ófyrirsjáanlega framtíð. Ödæði Mansons og félaga hans vakti heimsathygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að Sharon Tate var ófrísk og bar barn leik- stjórans Roman Polanski undir belti er hún var myrt. Manson, sem að sögn geölækna er frábær- lega vel gefinn, hafði komið sér upp klíku sem fylgdi boðum hans og bönnum í einu og öllu. Mátti helst líkja félagsskapnum við sér- trúarflokk og Manson var guöinn. Af skýrslum geðlæknanna má einnig ráöa aö menntunarskortur og slæmt uppeldi hafi komið Manson á óheillabrautir og gert hann að þeim ógæfumanni sem hann nú er. Sharon Tate. Það fer ekkert á miili mála, þegar hitastigiö skríður yfir 6 gráður og regn- iö lemur andlit jafnt sem glugga, að vorði er komið, grundirnar grænka og stíg- vélin hlaupa með eigendur sína milli bíla og húsa. Bleyta er ekki böl. Það er gaman í rigningu, sérstak- lega í sundi. Jack Nicholson hlær aö sportidíótum: „Þeir hafa ekkert ímigadgera” Jack Nicholson byrjar ekki dag- inn á því að hlaupa 2 mílur, hann syndir ekki og vUl helst ekki hreyfa sig. Enda er magabeltið farið aö láta á sér kræla en það breytir engu um aö kvenfólk er vitlaust í hann og tekur hann framyfir tággranna stráka sem eyða hálfum deginum í það aö halda séríformi. „Þeir hafa ekkert í mig að gera þessir sportidíótar,” segir Jack, alls óbanginn, og bætir því við aö kyntöfrar komi innan frá en felist hvorki í stæltum magavöðvum né brúnumhúðlit. Annars er Nicholson búinn að eiga sömu kærustuna í 11 ár. Sú heitir Anjelica Houston og er dótt- ir þess heimsfræga leikstjóra, John Houston. Dæmalaus Veröld Dæmalaus Veröld Dæmalaus Veröld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.