Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 17
198’4.' Lesendur Lesendur Lesendur Málamiðlun íbjómum: Bjór aðeins seldur ákrám — ogþæropnar í stuttan tíma DCV Selfossi skrifar: Einu sinni enn er bjórinn á dagskrá hjá háttvirtum alþingismönnum, áfengisvamarfélögum og almenningi. Spumingar dagsins í dag em. Á aö leyfa bjór? I hve miklum mæli? Og hvaráaðseljahann? Hjá þeim sem ekki vilja hafa bjór á boöstólum em helstu rökin þessi: 1. Aðdrykkjaunglingaaukist. 2. Aö svokölluð vinnustaöadrykkja stóraukist. 3. Að fólk komi til með að nota bjórinn sem upphitun áður en byrjað er á einhver ju sterkara. 4. Að bjór veröi notaður sem meðal, daginn eftir drykkju til að lendingin niður í raunveruleikann verði mýkri. 5. Að reynsla annarra þjóða hafi sýnt að bjórdrykkja auki vínneyslu hjá fólki og f jölgi áfengissjúkiingum. Þeir sem vilja að bjór verði leyfður á íslandi hafa eftirfarandi rök fram aö færa: Bréfritari er með tillögu i bjórdoðunni. 1. Að banna bjór sé skerðing á mann- réttindum. 2. Að þjóðin sé að plata sjálfa sig með því að leyf a sölu á bjór á Keflavíkur- flugvelli, leyfa áhöfnum flugvéla að kaupa bjór og með sölu á erlendu bjórdufti. Því þá ekki að leyfa öllum hinum að kaupa hann. 3. Að það sé betra að leyfa unglingum að kaupa bjór, svo að þeir fari síður út í það að þamba úr vodkaflösku. Og einnig segja þeir að ef bjórinn sé nógu dýr verði ekki keypt mikið af honum. Báðir þessir aðilar hafa eitthvað til síns máls. Eg vil taka það fram að ég er fylgjandi sölu á bjór á Islandi en við verðum að fara varlega í fyrstu, og taka tillit til reynslu annarra þjóða. Því staðreyndir skrökva ekki. Tillaga min til að miðla málum er: Aö bjór verði hvorki seldur í áfengis- verslunum né Hagkaupi eða Mikla- garði, aðeins á veitingastöðum, skemmtistöðum og bjórkrám, í glösum. Með því að selja bjór á þennan hátt komum við í veg fyrir ÖU vandamál sem áfengisvarnarfélög færa fram sem rök. Ekki kæmust unglingar í bjórinn því aldurstakmark yrði á þessum stöðum og ekki yrði um vinnu- staöadrykkju að ræöa. Bjórstofur yröu opnar frá 20—22.30 á virkum dögum, kannski lengur á föstu- dögum og um helgar, og ekki opið í hádeginu nema á laugardögum og sunnudögum. Þessi tiUaga er mála- miðlun um bjórsölu á Islandi. Eg tek fram að þessi hugmynd kæmi aðeins tU með að gUda í stuttan tíma, kannski 1—2 ár. Þá mætti endurskoða reglurnar eftir þennan reynslutíma. Við þurfum að taka reynslu annarra þjóða tU athugunar en við þurfum ekki að fara eins að og þær. Hugmyndir um verð bjórsins eru ekki réttlátar, verð hans hlýtur að fara eftir tegund og gæðum því það vita aUir að því sterkari sem bjórinn er þeim mun dýrari veröur hann og ég er ekki viss um að það yrði heppUegt að selja aðeins sterkan bjór. 17 0! Iðnaðar- og auglýsingaljósmyndun Hvers konar eftirtökur Stækkanir í lit og svart/hvítu Litskyggnuframköllun E 6 framköllun á eftirtöldum filmum: Ektachrome Agfachrome Fujichr ome llfochrome Sakurachrome 3 M Co/orSlide Filma komin til okkar kl. 1400 tilbúin samdægur^ ' ' " MYNDIÐN við Miklatorg, sími 10690, pósthólf 5064, 125 Reykjavík Tcekní um allcart lieím ITT ITT Ideal Color 3304, -fjárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. Vegna sérsamninga við ITT verksmiðjurnar í Vestur Þýskalandi, hefur okkur tekist að fá takmarkað magn af 20' litasjónvörpum á stóríækkuðu verði. 23.450. VERÐ A 20" ITT LITASJÓNVARPI ST.GR Sambærileg tæki fást ekki ódýrari ITT er fjárfesting í gæðum. mmwm SKIPHOLTI 7 SÍMAR 20080 8c 26800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.