Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 34
DV. FIMMTUDAGUR10. MAl 1984. 34 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „AF ÞVÍ AÐ AMMA MÍN GERIR ÞAД Steinþór örn Gunnarsson, 11 ára, og býr á Seitjarnarnesi. Hann heidur hér á baritonhomi, senn reiðubúinn að gefa frá sér rétta tóninn. segir Steinþór Örn Gunnarsson í maltauglýsingunni og hann hef ur líka f rá ýmsu að segja við Dægradvölina Þaö óvænta veröur stundum ofan á. Þannig var þaö í atriðinu hans Stein- þórs Arnar Gunnarssonar, 11 ára pilts- ins, sem leikur í maltauglýsingunni. Ovænt atvik henti í einni upptökunni sem varö til þess aö sú upptaka varö fyrirvalinu. ,í)g var að boröa rúgbrauð með smjöri eins og ég átti aö gera. En óvart tók ég of stóran bita. Þaö varö til þess aö þegar ég fékk mér sopa af maltinu á eftir fór það upp í nefið á mér og byr jaöi síðan að leka niöur. Þetta var hálfvandræðalegt en ég þurrkaði það. bara í burtu og svaraði Önnu: „Af því aö amma mín gerir þaö.” Eg hélt aö þessi taka heföi mis- heppnast en þeir sem geröu auglýsing- una uröu hrifnir og ákváðu aö nota þessa upptöku.” Hlæjandi segir Steinþór Om okkur frá þessu óvænta atviki sem henti hann fyrir þremur árum er unnið var að gerð maltauglýsingarinnar. Og svo skemmtilega segir hann frá að þaö virkar eins og allt hafi þetta gerst deginumáöur. Steinþór er sonur þeirra Sesselju Guðrúnar Kristinsdóttur og Gunnars H. Pálssonar. Fjölskyldan býr úti á Seltjarnamesi og kappinn er í 10 ára bekk í Mýrarhúsaskóla. „Eg átti heima áöur á Háaleitis- braut en flutti hingaö á Nesið rétt áöur en auglýsingin var tekin upp.” „Mig vantar leikara" Þetta með aö hann léki í auglýsing- unni. Þaö bar að með skemmtilegum hætti. Kunningi hans, sonur Halldórs Guðmundssonar hjá auglýsingastofu Gísla B. Bjömssonar, var staddur í Vatnaskógi og gat ekki leikiö. ,dlalldór hringdi þá í mig og sagði: „Ja, nú er illt í efni Steinþór, mig vantar leikara. „Nú, til hvers vantar þig leikara, spurði ég. Hann sagði mér Fjarbuskapur og leiklist Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Loftur Ásgeirsson Maður verður nu að slappa vel af i sófanum þegar Dægradvalarmenn eru i heimsókn. „hlú er illt i efni, Steinþór, mig vantar leikara?" Nú, hvers vegna vantar þig leikara, spurði ég tii baka. D V-myndir Loftur. hvaö væri um að vera og ég var strax tilíþetta.” Ekki er hægt aö segja annað en Steinþór hafi komist vel frá þessu fyrsta hlutverki sínu fyrir framan kvikmyndavélina. Og kíminn segir hann okkur f rá viðbrögðum skólafélag- anna. „Annars hefur mér verið svolítið strítt meö þessari auglýsingu í skólan- um. Þegar auglýsingin birtist fyrst í sjónvarpinu voru skólafélagamir fljót- ir aö gefa mér nafn. Þeir kölluöu mig einfaldlega Malta. En þaö nafn heyrist sjaldannúorðið.” Á heimilinu er heljarmikill lúður, barítonhom. Við spurðum hvort hann fengist eitthvaö viö að blása í hann þennan. Svo reyndist vera. „Eg er að læra í Tónlistarskóla Seltjamar- ness. Byrjaðiþaríhaust.” — Ertueitthvaðífótbolta? „Jú, jú, ég geri nokkuð að því. Held með Gróttu, en er einnig mikill aðdá- andi KR, enda em mamma og pabbi bæði vesturbæingar og þar er víst skyldaaðveraíKR.” En svona að lokum, áttu von á því aö þú verðir bmggari hjá ölgerðinni, þegar þú verður orðinn stór? „Nei, ég held aö það verði nú varla.” -JGH Læröi búfræði en lenti í blikkinu — Nú er Sveinn A. Sæmundsson, f orstjóri Blikksmiðjunnar Vogs í 35 ár, orðinn f járbóndi í f rístundum Sveinn er í fjárbúskapnum ásamt tengdasonum sínum tveimur, þeim (t.v.) Jóni Inga Ragnarssyni og Burkna Dómaldssyni. Það er ávallt mikill handa- gangur í öskjunni þegar þeir taka upp brauðið. Var ckki líka einhver sem sagði að 50 brauðsneiðar á dag kæmu heilsunni í lag? orðinn 67 ára.” Þetta var sagt með orðum atorkumannsins og af mödu lát- leysi. Gamall draumur En hvemig bar þaö til að hann gerðist fjárbóndi siðastliðið haust. „Þetta er búið aö vera gamall draumur en ég hef aldrei látið verða af því að framkvæma hann fyrr en í haust. Ætli ástæðan sé ekki sú að þegar aldurinn færist yfir gengur maður í barndóm. Og er þá ekki upplagt að snúa sér að æskudraumnum? ” — Þú kannski sérð eftir því að bafa farið í blikkið? „Nei, ég hef aldrei séö eftir neinu sem ég hef gert.” Skjótur var hann til svars í þetta skiptið sem oftar. — Nú ert þú með tengdasynl þina með þér í fjárbúskapnum. — Hvemig tókst þér að fá þá í þessa dægradvöi þina? „Eg hóf að ræða þetta við þá í hálf- gerðu gríni og aö lokum tókst mér að plata þá út í þetta. Eg held bara að þeir sjái ekki eftir þessu. Ekki enn að minnsta kosti." Þeir félagar fengu inni fyrir búpeninginn hjá Geir í Lundi i Kópa- voginum og alls eru þeir með tuttugu kindur, 9 ær, 9 gemlinga og tvo hrúta. Tengdasynirnir eru báöir iönaðar- menn eins og tengdapabbinn. Þeir Sérdeilis látlaus og viðkunnanlegur maöur Sveinn A. Sæmundsson, „blikkari”, búfræðingur og fjárbóndi í frístundum. Hann stofnaði ásamt tveimur öðrum Blikksmiðjuna Vog árlð 1948. Allt fram á síðasta ár starf- aði hann sem forstjóri þess fyrirtækis. „Er kominn á lögaldur, orðinn 67 ára.” DV-myndir Loftur. heita Jón Ingi Ragnarsson málara- meistari og Burkni Dómaldsson húsa- smiður sem starfar nú sem matsmað- ur hjá Fasteignamati ríkisins. Reyndar er Jón Ingi öllu þekktari sem Breiðabliksmaöur. Hann hefur unniö frábært starf þar í knattspyrnudeild- inni. Mála fjárhúsiö aö innan ? Er við göntuöumst með þaö hvort iðn þeirra kæmi ekki að notum við f járbú- skapinn svaraði Burkni: „Ja, Jón hefur lofað þvi að mála fjárhúsin að innan næsta ár.” Jón tók þessu glott- andi eins og sönnum bónda sæmir. Þeir eru léttir í lund, fjárbændumir i Kópavoginum i sauöburöinum. Þeir hafa í nógu að snúast. Fjórum sinnum á dag fara þeir í fjárhúsin. Burkni klukkan sjö á morgnana, Sveinn í hádeginu og Jón og Sveinn um kvöldmatarleytið og undir miðnætti, svona eftir því hvemig stendur á. Fyrstu lömbin hjá þeim komu í „Eg segi oft að ég sé sá eini sem hefur sungið sig inn í blikkið,” svaraöi Sveínn A. Sæmundsson brosandi um leið og hann gaf á garöahn. Víð vorum staddir í fjárhúsinu hjá honum og höfðum svona verið að forvitnast um þaö hvernig hann, lærður búfræöingur- inn, hefði lent í bbkkinu. Og var nema von að við spyrðum því Sveinn hefur verið forstjóri einnar stærstu blikksmiðju á landinu í 35 ár, Blikksmiðjunnar Vogs i Kópavogi. Þá hefur hann verið formaður Félags blikksmiðjueigenda um tíma og vara- forseti Landssambands iönaðarmanna. ,,En í fyrra dró ég mig verulega í hlé við stjómvölinn í blikksmiðjunnl. Enda er maður komínn á lögaldur, „Hvernig er það, vinan, viltu meira brauð?” gæti Sveinn verið að segja á þessari þrælskemmtilegu mynd. „Nei, ég gleymdi bara að segja takk.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.