Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 35
MwrtiHfl nr smnfcrrrrMtATn ''tt DV. FIMMTUDAGUR10. MAl 1984. 35 ULLW „ Var hræði- lega feimin” — Anna Kristín Axelsdóttir varaðeins4ára er hún lék í maltauglýsingunni „Amma, af hverju drekkurðu svona mikið malt?” Þessa sakleysislegu spurningu lítillar hnátu, Onnu Kristínar Axelsdóttur, kannast allir ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur við. Slík er einlægnin í rödd Önnu er hún segir þessi orð í maltauglýsingunni. Það var fyrir þremur árum sem auglýsingin var tekin upp. Anna var þá aðeins 4 ára að aldri. I sjálfu sér var hún ekkert aö leika fyrir framan myndavélina. Einlægnin er hennar aðalsmerki. „Jú, ég man ennþá vel er auglýsing- in var tekin upp, ég var svo hræðilega feimin,” sagði Anna er við heimsóttum hana suður í Hafnarfjörö þar sem hún býr ásamt foreldrum sínum og systkin- um. Hún var nýstigin upp úr tveggja vikna veikindum, hafði fengið hettu- sótt og flensuna margumtöluðu. Hún er nýflutt til Hafnarfjarðar. Bjó áður á Flateyri í eitt ár, þar áður átti hún heima á Laugarnesveginum í Reykja- vík. Pollamir á Flateyri Iétu hana vita af því að maltauglýsingin félli þeim vel í geð. „Strákarnir höfðu það til siðs að stríða okkur stelpunum með því aö taka af okkur skólatöskurnar og henda þeim útíbuskann. Þegar kom aö mér höguöu þeir sér ööruvísi. Þeir létu mína tösku vera. Sögðu að auövitað mætti ekki snerta þessa tösku, hvað þá henda henni, þvi hún væri f ull af malti. ” — Hvernig finnst þér sjálfri auglýsingin vera? „Eg veit það ekki, held samt að hún sé ágæt. En mér finnst þó alltaf hálfasnalegt þegar ég er að kíkja á maltið í lokin. öðrum f innst það samt allt í lagi. ” Foreldrar Onnu eru þau Sigurður Axel Axelsson og Kolbrún Sandholt. Hún er lík þeim báðum en sennilega ,,á” pabbinn örlítið „meira í henni” eins og stundum er sagt. En hvað gerir svo hnátan fyrir utan það að vera í 7 ára bekk Lækjarskóla í Hafnarf irði og leika í auglýsingu? „Það er margt. Eg er stundum í snú snú, þegar það er gott veður og svo hjóla ég líka talsvert um.” Og ekki má gleyma að minnast á dúkkurnar hennar sex, þær fá sína um- önnun. — Gefurðu þeim oft malt? „Nei-iii”. Feimin var hún er hún svar- aði þessu. Um þaö hvort hún spyrði ömmu sína oft að því hvort hún drykki malt, sagð- ist hún ekki gera það. Svo kann samt að verða í sumar. „Eg fer kannski í sveit til afa og ömmu austur í Sog.” — Ferðu þá bara ekki klyfjuð malti austur? „Eg veit það ekki.” Og síðan með bros á vör: „Það getur vel verið.” -JGH „Amma, afhverju drekkurðu svona mikið mait?" Artna Kristín er nú orðin 7 ára og varekkii vandræðum með að setja brosið fræga upp fyrir okkar. Hún bjó á Fiateyri í fyrra og þá fékk hún svo sannarlega að vita að drenghnokkarnir þar hefðu séð auglýsinguna. ' { fl : ; 1 1 1 -1 [ " ^ 'i p- | pg-:. ; 8 j s Sveinn sýnir okkur hér eina mórauða í hópnum. Ærin sú hafði borið um klukkustundu áður en við komum. Eins og sjá má á myndinni er sauðburður í fullum gangi í Kópavoginum. heiminn sunnudaginn 29. apríl. Falleg lömboghraust. — Nú minntist þú á það, Sveinn, aö þú værir sennilega sá eini sem heföi sungið sig inn í blikkiö. — Hvemig bar þaðtil? „Já, eftir að ég lauk prófi frá Hvann- eyri var ég þar fjósameistari á skóla- búinu í tvö ár. Þaðan lá leiðin síðan norður í Bárðardal en eftir þaö fór ég til ReykjavCkur. Við vorum fjórir Arnesingarnir sem tókum okkur þá til og stofnuöum kvart- ett. Sungum víöa á skemmtunum. Einn félagi minn í þessum kvartett var að læra blikksmíöi og þannig kom áhuginnáfaginu.” Sveinn er alinn upp i sveit, austur i Biskupstungum, á bænumStórafljóti. — Búfræðin heOlaði en kom aldrei neitt annað til greina? „Nei, það gerði það ekki þá. Og ég hafði áhuga á að gerast bóndi en f jár- ráðin leyfðu það ekki. Maður átti enga peninga til að ráðast í þaö." — En ertu á leiðinni út í stórbúskap? „Nei, þetta er ekki hugsað sem stór- búskapur. Aðalatriðið er aö hafa ánægjuna af þessu. Slátrum svona fyrirokkursjálfa.” Sveinn státrar ongu Tengdasynimir hlógu við þessi orð kappans. „Sveínn slátrar engu, vertu viss,” skaut Jón að okkur. Og Burkni bættivið: „Við verðum orðnir stærstu f járbændur á Islandi innan skamms.” Sennilega hafa tengdasynimir nokk- uð til síns máls. Skjáturnar eru orðnar hændar að húsbændunum. Þær eru enda vel aldar, fá gott hey, lýsi og úr- valskornabrauð í ábæti. Og frekar em þær á brauðið. Þeim finnst það gott þó það sé ekki með ofanáleggi. Eitt er það sem blikkarinn og fjár- bóndinn er þekktur fyrir. Hann ku eiga Iftt með að setja saman visur. „Nei, blessaöur vertu. Eg hef nú hingað til ekki talið mig til skálda. En þó hef ég sett talsvert saman.” „Það eru til heilu stæðumar heima hjá honum,” bætti Jón Ingi við. Við ljúkum þessu með þvi að birta hér vísu er Sveinn setti saman i skyndi vegnaviðtalsins. „Ungurdýrumunni allvelstörfinkunni búskap bjó mig undir bjartar æskustundir. Orlög ýmsu breyta annarsvarðaðleita blikk ég síðan beygði bernskuþrána heygöi.” Segir þessi vísa ekki allt sem þarf að segja um fristundabóndann Svein A. Sæmundsson. -JGH. '''x Anna á alls sex dúkkur. Hér er hún með eina þeirra i fanginu. Ekki annað að sjá en dúkkan sú kunni vel við maltextraktið. DV-myndir Loftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.