Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1984, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR10. MAl 1984. Menning Menning Menning Menning Nýttum Laxness Ámi Sigurjónsson: Den politiske Laxness. Den ideologiske och estetiske bakgrunden till Salka Valka och Fria mön. Stockholm, 1984. Þetta doktorsrit Arna Sigurjóns- sonar er aö ýmsu leyti brautryðj- andaverk. Þaö skýrir margt í ferli og skáldsögum Laxness á fýrri Wuta aldarinnar, og eins hefur Arni safnaö saman afar miklum fróðleik um and- legar hræringar hér á millistríðs- árunum svo úr verður vísir að hug- myndasögu sem hann ritar vonandi fyrr en síðar. Ámi tekur sér fyrir hendur að bregöa ljósi á Sölku Völku og Sjálf- stætt fólk, þær skáldsögur Laxness sem einna helst má kenna við félags- legt raunsæi — hann er að draga fram bakgrunn þeirra, en ekki að greina þær sjálfar og þeirra innri lögmál. Slíkt hefur áður verið gert og má í þvi sambandi minna á rit Peters Hallberg og kver Vésteins Olasonar um Sjálfstætt fólk. Arni reynir því að tíunda flesta þá ytri þætti sem máli skipta hér: stjórn- málaþróun, efnahagsástand, umræð- ur menntamanna í blöðum, hug- myndir Halldórs sjálfs um listir og stjómmál, pólitík hans. „Sjá, hin ungborna tíð..." Þetta er heillandi og undarlegt timabil sem Arni fæst við. Þetta eru timar sóttheitrar ættjarðarástar, ís- lensku glimunnar, háleitra heit- strenginga, kröfugerðar um yfirráð yfir Græniandi, en jafnframt þegar líða tekur á, stéttaátaka og kreppu. Ámi rekur í fyrsta kaflanum efna- hags- og stjómmálaþróunina og hvernig staðnaður landbúnaður er á góðri leiö með að verða sá allsherjar vandræöagangur sem síðar varð og hvernig sá óæðri atvinnuvegurinn, fiskvinnslan, stendur undir þjóðfé- laginu að miklum hluta — hvort tveggja skiptir máli til skilnings á skáldsögunum tveimur; og í næsta kafla sjáum við hvemig þjóðfélags- hræringarnar — flóttinn úr sveitun- um — endurspeglast í umræðum há- skólaborgaranna í Reykjavík. Á þriðja áratugnum fer mest fyrir íhaldsmönnum sem lásu Hamsun og bentu þjóðinni á fordæmi Isaks — „fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði”. Þeir höfðu andúð á kapítal- ismanum og nýtísku í listum og vildu varðveita fomar dyggöir: þjóðbún- inginn, þjóðlegar fléttur í hári, þjóð- lega húsagerð, þjóðlega myndlist, þjóðlegar bókmenntir. Þetta breyttist svo þegar fasism- inn tók að fara með eldi um löndin, þá klofnar þessi fylking. Hinir frjáls- lyndari — svo sem Nordal — nálgast vinstri menn í einhvers konar hófleg- um þjóðlegheitum og hinir verða að nátttröllum. Halldór tók drjúgan þátt í þessari umræðu, málsvari upplýsingar og framfara gegn grillum fræðimann- anna og rómantík. Sjálfstætt fólk beinist þannig öðrum þræði gegn þessum íhaldssömu tilhneigingum í íslenskri menningar- og þjóðlífsum- ræöu og raunar Salka Valka líka, sbr. drengjakollinn á Sölku. Háttatal og expressjónismi Allt er þetta sett fram á skýran og læsilegan máta og að baki liggur mikil elja við að grafa upp gulnaðar blaöagreinar. Það hlýtur raunar að hafa reynst Áma allerfitt að draga skýrar línur í þessari kortagerð; þjóöfélagið íslenska og hugmyndir Bókmenntir Andri Thorsson þegna þess lúta oft á tíöum öðrum lögmálum en gerist með stóru þjóöunum. Hér var — og er — nánast engin hefð í heimspekilegri hugsun og sveitamenningin gamla með sin- um milljón rímnaháttum og þáttum af einkennilegum mönnum náði aldrei að tengjast farsællega við strauma tuttugustu aldarinnar held- ur dagaði uppi á kvöldvöku Ríkisút- varpsins. Þeir hugsuðir sem í byrjun aldarinnar vom að skrifa um bók- menntir og listir höfðu því ekkert innlent að byggja á, nema kannski Háttatal Snorra sem augljóslega dugöi ekki á Unglinginn í skóginum. Og ekki fer hjá því að maður undr- ist margt í þessum kafla: Einar Ben. — eitthvert torráðnasta himin- tunglaskáld íslenskt — aö heimta aö öll önnur skáld yrki eins og Guö- mundur frá Sandi um bóndann í Halldór Laxness. dagsins önn. Það er ámóta og ef Guðbergur færi að boða kvennabók- menntir. Það var einkum Guðmund- ur Finnbogason sem hamaöist gegn stuttu hári kvenna og nýjum ismum í skáldskap — engu að síður nálgast hann formskilning strúktúralisma og nýrýni í ritgerð sinni um Einar Ben. langt á undan samtíö sinni. Hjá Kristni E. Andréssyni fer saman ungmennafélagsleg rómantík, hrifn- ing á Nordal, áhugi á hlutverki tungumálsins i skáldskap, og svo aft- ur ströng kröfugerð um sósialiskan anda i verkum: hann var einhvers konar marx-lenin-nordalisti. Þannig blandast alþjóðlegir straumar inn- lendum oft á tíðum á óvæntan hátt. Stundum finnst mér Arni einfalda um of: ég held t.d. að Ásgrímur Jóns- son hafi átt fátt sameiginlegt með Einari Jónssyni í viðhorfi sínu til náttúrunnar og mér finnst hæpiö að nefna Jón Leifs i sömu andrá og Guðmund frá Miðdal — Jón var módernari í list sinni og hún var lítt við alþýöuskap. Mér þykir Arni gera of mikiö úr skyldleika Nordals við Nietzsche, því ég held að Nordal hafi einkum verið að velta fyrir sér ábyrgð einstaklingsins og þeim mörkum sem honum væru sett, bæði í ritdeilunni við Einar H. Kvaran og seinna í Lif og dauði. Laxness og pólitíkin En kaflinn um andlegar hræringar millistríðsáranna er einungis lítill hluti bókarinnar þó hér hafi verið mest skrafaö um hann. I seinni hlut- anum beinir Árni sjónum meira að Laxness sjáifum og vinstrimennsku hans. Hann rekur skiimerkilega hug- myndafræði Alþýðubókarinnar — ofurtrúna á nýjustu tækni og vísindi — og sýnir síðan hvernig þessar hug- myndir birtast í Sölku Völku með ótal spurningarmerkjum og erfiðum úrlausnarefnum svo sem vera ber í skáldskap. Hann skoöar nokkrar Sovétferðalýsingar og beitir aðferð- um strúktúralismans til aö sýna hvílíkt klisjuform þetta var, og í síð- asta kaflanum fjallar hann um póli- tíska þátttöku Laxness sem beindist einkum að því aö samfylkja sósíalist- um og prógressífum gúmanistum gegn fasismanum. Halldór virðist fljótlega hafa snúiö baki viö ofurrót- tækni Alþýðubókarinnar, þó hann verði Stalín lengi vel í utanríkismál- um. Þetta er ágæt bók. Hún er þrútin að efni, með sérlega vandaða bókfræði, það er snoturlega frá henni gengið og hún miðlar vel veröld sem var, því eftir seinna stríð hófst nýtt skeið — bæði hjá Halldóri Laxness og öðrum Islendingum. / Við viíjuni vekja atíiytjfi \úí)skiptavÍTui d piú að 1. nrní - 1. septemBer verður aðatsfuifstöfa jefagsins opin jra íu. BWinHBáTllrtllMIÍSUUIIK Laugavegur 103 105 Reykjavík Sfmi 26055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.