Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 8
TB DV.rMIÐVIKUÐAGUH 16.MAM984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bandarísk sjón- varpsstöð hefur áhuga á þátta- gerð um Treholt Treholt situr við skriftir í fangelsinu Ame Treholt situr í klefa sínum í umdæmisfangelsinu í Drammen og skrifar njósnaendurminningar sínar. Hverja lausa stund notar hann til þess aö skrifa. Bandariska sjónvarpsstööin ABC hefur látið í ljós áhuga á því aö kaupa handritiö og meö þaö í huga aö gera sjónvarpsþátt um njósnalíf norska diplómatsins. Þaö mun hafa veriö Pierre Salinger, fyrmm blaöafulltrúi í Hvíta húsinu í forsetatíö John F. Kennedys, en núverandi fréttamaöur ABC í París, sem hafði pata af skriftarstörf- um Treholts og frumkvæði aö því aö vekja athygli ABC á því. Sjónvarpsstöðin er sögö hafa byrjaö þegar þreifingar fyrir sér um aö fá minningar Treholts og er sagt aö þaö hafi haft þau áhrif á Norömanninn aö hann sitji stööugt aö skriftum þegar hann hefur lausa stund frá yfir- heyrslunum. Arne Treholt situr enn í einangmnarvaröhaldi, fær ekki heimsóknir, ekki póst. Hann sleppur ekki úr einangmninni fyrr en lög- reglunni þykir óhætt. Því má ABC sennilega bíða lengi enn áöur en hún getur hafist handa viö undirbúning framhaldsþáttageröar um sögu Treholts, hugsanlega allt þar til réttarhöid hefjast yfir honum fyrir njósnir í þágu KGB-leyniþjónustu Sovétríkjanna og í þágu Iraks. Engin lög banna Treholt aö skrifa endurminningar sínar, en norsk yfir- völd munu þó, öryggis Noregs vegna, kref jast þess að sjá handritið áöur en hann lætur þaö frá sér til ABC í New York. Má vera aö eitthvað veröi aö strika þar út, sem öryggisþjónusta Noregs telur ekki hollt aö komi fyrir almenningssjónir. Ame Treholt leiddur af lögregiumönnum til yfirheyrslu en hann er enn hafður í einangrun. Pierre Salinger, fymim blaöafull- trúi Kennedys, komst á snoðir um ritstörf Treholts og vakti athygli nú- verandi vinnuveitanda síns, ABC- sjónvarpsstöðvarinnar, á máiinu. ÞJODSTJORNIN REYNIRAÐ STÖÐVA BARDAGA Þjóöstjómin nýja í Líbanon kemur saman á ný til fundar í dag og mun þá reyna á hvers hún er megnug. Á fundinum í dag mun stjómin ræða leiðir tii að stöðva bardaga, umbætur á stjómkerfi landsins og sameiningu hersins. Fjögurra daga sprengjuregn yfir íbúöahverfi í Beirút hefur undirstrikað mikilvægi þess verkefnis sem hin nýja ríkisst jórn landsins stendur nú f rammi fyrir. En stjórnin var sem kunnugt er mynduð fyrir rúmum hálfum mánuöi undir forsæti Rashids Karami. STÁLIÐNAÐUR í VERKFALLI Bílaiönaöur V-Þýskalands er nú lamaöur um nokkurra daga bil vegna verkfalls stáliönaöarmanna, sem berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar niöur í 35 stundir. — Er búlst viö því aö verkfallið spilli sölu þýskra bíla nokkuö. Um 13 þúsund stáliönaðarmenn í Stuttgart og nágrenni hófu verkfalliö á mánudag, en fyrirhugaö er síðan annaö verkfall í Frankfurt og nágrenni ínæstuviku. BMW-bílaframleiðendur og bifhjóla- smiöir búast við aö loka verksmiöjum sínum á fimmtudag og Opel gerir ráö fyrir aö þurfa einnig að loka þrem verksmiðjum sínum innan fárra daga. Volkswagen-verksmiöjurnar segjast eiga varahlutabirgðir til einnar viku en þurfa síðan aö loka. Flokki Marcos spáð 53 prósent þingsætanna Oopinberar tölur úr þingkosningun- um áFiliipseyjum í gærkvöldi gáfu til kynna aö flokkur Ferdinands Marcos forseta myndi bera sigur úr býtum og halda meirihluta þrátt fýrir betra gengi stjómarandstöðunnar heldur en búist hafði verið við. Fréttaskýrendur segja að árangur stjórnarandstöðunnar síni aö Fillips- ejdngum hafi áunnist allnokkurt lýðræði á þeim þremur árum sem líðin eru frá því aö herlög voru afnumin í landinu. Namfrel-stofnunin, sem berst fyrir frjálsum kosningum í landinu og fylg- ist með þvi að allt fari rétt fram, sagöi eftir aö helmingur atkvæða hafði verið taUnn aö KBL-flokkur Marcos virtist ætla aö fá 53 prósent hinna 183 sæta þingsins auk þess sem forsetinn má út- nefna 17 þingmenn sjálfur. Engar opinberar kosningatöiur hafa þó enn verið birtar. Stjómarand- stæöingar segja að drátturinn á kosningaúrslitunum bendi tU þess aö sér í vil og segja aö það muni leiða til stjómin reyni aö hagræöa úrslitunum ofbeldis. Sakharov 14 daga í hung- urverkfalli Einn af fjölskylduvinum Sakharov- hjónanna sagöi í gær aö sameinaö átak þjóöarleiötoga þyrfti tU þess að bjarga nóbelsverðlaunahafanum frá dauöa. Natalya Hesses, sem er sjötug og fyrrrnn blaöakona, sagði á fundi meö blaðamönnum í Washington og með fulltrúum mannréttindanefndar þingsins að „faUa mundi blettur á æru sérhvers heiðarlegs einstaklings í heiminum” ef hinn 62 ára gamU Sakharov svelti sig tU dauös. — Hesse hefur þekkt eiginkonu hans í 30 ár og Sakharov sjáifan í 14 ár. Andrei Sakharov hefur nú verið fjórtán daga í hungurverkfaUi til þess aö fylgja eftir kröfum um aö sjúkri konu hans, Yelenu Bonner, veröi leyft að fara tU Vesturlanda að leita sér lskninga. Hesse flutti til Vesturlanda frá Sovétríkjunum í febrúar í vetur og sá Sakharov-hjónin síðast í desember þar sem þau dvelja í útlegðinni í Gorky. Hesse viU að þjóðarleiðtogar taki höndum saman og þrýsti sameiginlega á Sovétstjómina aö láta undan kröfu Sakharovs. Þaö eru aöallega bílhluta- verksmiðjur í Stuttgart og nágrenni og^ Daimler-Benzverksmiðjurnar semf munu sennUega stöövast vegna skorts á einstökum hlutum og sömuleiðis Porsche-verksmiðjumar. Þessar myndlr af Sakharov og Yelenu Bonner munu þau hafa tekið hvort af öðru í íbúð þeirra i Gorky. Myndunum var nýlcga smyglað vestur fyrir jórutjald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.