Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MAl 1984. Pæmalaus V ERÖLD Dæmalaus Veröld 37 t í f Dæmalaus VeRÖLD HUNDUR UNDIR STÝRI Köttur úti í mýri / setti upp á sér stýri / úti er œvin- týri . . . Þessi hundur kannadist ekkert við vísuna þegar hún var borin undir hann en kunni aðra sem hann sannprófaði á sjálfum sér. Hún er þannig: Hundur í Kringlumýri / settist undir stýri / og ók geltandi upp Suðurlands- brautina. . . Barn með hala Hann Iille Zuikarnaine fæddist á sjúkrahúsinu í Kuala Lumpur fyrir skömmu og var þá meö hala. Læknarnir vildu taka hann af en móðirin neitaði því það var bjargföst trú hennar að halinn táknaði hamingju. Sérfræöingar telja að orsök þessara óskapa sé gen sem ■ legið hafi í dvala frá þeún tíma er menn voru apar — eöa hvernig sem það nú var. Duran Duran stroknir og finir. Simon Le Bon er i miðjunní og á innfelldu myndinni má sjá hann i Persilauglýsingunni. Það er Simon til hægri. Sú var tíðin að breska þjóðin vorkenndi söngvara bresku hljóm- sveitarinnar Simon Le Bon vegna þess að... „mamma hans notaði ekki Persil þvottaefni” og því var hann alltaf í skítugri skyrtu. Þegar Simon var aðeins 5 ára kom hann nefnilega fram í sjón- varpsauglýsingu þar sem Persil þvottaefnið var auglýst á þann hátt að tveir drengir, annar í skín- andi hvítri skyrtu en hinn í skít- ugri tóku tal saman og svo'hljóm- aði textinn: „Það er augljóst að móðir annars notar ekki Persil”. Auglýsingin hitti í mark og Simon litli varð frægur meðal allra þeirra sem áttu sjónvarp. Og hon- um var vorkennt vegna þess að hann átti svo óþrifna móður. Nú er Simon Le Bon aftur á móti kominn í hreinar skyrtur en neitar að upplýsa hvort það sé vegna þess að noti Persil. r DURAN DURAN: SIMON LE BON VAR í SKÍTUGRISKYRTU Úrslitastundin runnin upp: Hrekkjalómafélagiö til Reykjavíkurf dag Ef veöur leyfir mun ein af Fokker Friendship flugvélum Flugleiöa hefja sig til flugs frá Vestmanna- eyjaflugvelli síödegis í dag og taka stefnuna á Reykjavík. Innanborðs verða 12 meðlimir Hrekkjalóma- félagsins, en eins og skýrt hefur ver- iö frá í fréttum DæVe hafa þeir i hyggju aö hrekkja endurnar á Tjörn- inni meö því aö gefa þeim brauð úr bakaríinu í Eyjum. „Við boöuöum til skyndifundar eft- ir aö greinin um Mömmuhrekkjara- félagiö birtist í DæVe fyrir helgina. Þar var látiö að því liggja að koma ætti í veg fyrir ráðageröir okkar og því álitum viö best að láta til skarar skríöa strax og fullreyna hvort för okkar verður heft,” sagöi Ásmundur Friðriksson, einn stjórnarmanna í Hrekkjalómafélaginu, í samtali við DæVe. Gat hann þess að einnig væri ætlun þeirra félaga aö heimsækja Al- þingishúsiö og m.a. afhenda Áma Johnsen boxhanska. „Viö verðum meö blaöamanna- fund á Reykjavíkurflugvelli við kom- una og munum þar skýra málstað okkar betur,” sagöi Asmundur skömmu fyrir brottför. Ekki reyndist unnt að ná í Ronald Michael Kristjánsson, formann Mömmuhrekkjarafélagsins, í gær- kvöldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir DæVe. -EIR HEIMSLJÓS Nauðungar- uppboð hjá MúhameðAli Fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, Múhameö Ali, stendur nú frammi fyrir því að hús hans í Pittsburg verði selt á nauöungaruppboöi. Ali er reynd- ar frægur fyrir að láta greiðslur dragast en nú þykir yfírvöldum nóg komiö. Ali skuldar 30.000 dollara i húsinu. Heróín íBúlgaríu Búlgarskir toUarar lögðu hald á 29 kUó af heróíni fyrir skömmu. Fannst þaö í „erlendum bil” eins og þaö er orðaö í bænum Kalotino nærri júgóslavnesku landamær- unum. Skotiðá snigla- veiðimenn Skotiö var á tyrkneska bændur sem af vangá höföu hætt sér yfir landamærin til Búlgaríu i leit sinni að sniglum og froskum. Tveir særðust alvarlega. Sveitar- stjórinn í Edirna-héraði í Tyrklandi hefur boriö fram opinber mótmæU vegna þessa. Kosninga- þátttaka 99,88% .JCosningaúrslitin sýna svo ekki verður um viUst stuðning þjóöarinnar viö Kommúnista- flokkinn,” sagöi Egon Kranz, for- maður austur-þýsku yfirkjör- stjórnarinnar, þegar ljóst var aö kosningaþátttaka i sveitarstjórn- arkosningum þar í landi var 99,88%. Aðeins 14.683 Austur- Þjóðverjar greiddu atkvæði gegn frambjóðendum flokksins, en þaö samsvarar0,12%. Reagan tilírlands Friðarsamtök írskra kvenna ætla sér aö reisa „friðarbúðir” í miðbæ höfuðborgarinnar, DubUn, þegar Ronald Reagan Bandaríkjaforseti kemur þangaö í opinbera heimsókn í júní. Fjöl- mörg önnur félagasamtök ráðgera mótmæli vegna heim- sóknarforsetans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.