Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR16; MAl 1984. Magnea Halldórsdóttir lést 9. maí sl. Hún var fædd á Dalvík 22. mars 1896. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Friðriksdóttur og Halldórs Jónssonar. Magnea giftist Guöjóni Jónssyni en hann lést áriö 1977. Þau hjón eignuöust níu börn. Utför Magneu verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Eivind Cbristiansen lést 13. mai sl. í Landssjúkrahúsinu í Færeyjum. Einar Helgason frá Bjarnabæ, Hóla- braut 8 Hafnarfiröi, andaöist á heimili sínu 14. maí. Arný Guðmundsdóttir, Brávallagötu 44, veröur jarösungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 13.30. Asgerður Sigríður Sófusdóttir, Reyni- mel 92, verður jarösun’gin frá Fríkirkj- unni fimmtudaginn 17. maí kl. 15. Ragnar Kristjánsson, Hátúni Djúpa- vogi, veröur jarösunginn frá Djúpa- vogskirkju laugardaginn 19. maí kl. 14. Sigurgeir Guðmundsson fyrrverandi skólastjóri veröur jarösunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 17.maíkl. 15. Sigríður K. Halldórsdóttir lést 9. maí sl. Hún fæddist áriö 1932 á Svartahamri í Alftafiröi viö Isa- fjaröardjúp, dóttir Rannveigar Benediktsdóttur og Halldórs Ásgeirs- sonar. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Þorvaröur Guöjónsson. Þau eignuöust þrjú börn. Utför Sigríðar veröur gerð frá Kópavogskirkju í morgun kl. 10.30. Tapað - fundið Kettlingur fannst í Kópavogi Svartur kettlingur með hvíta bringu og loppur tannst á lögreglustööinni í Kópavogi á föstu- daginn sl. Eigandinn er vinsamlega beðinn að hringja í síma 42390. SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA VIDGETUN IETT ÞER SPORIN OG AUDVEIDAD t>ÉR FYRIRHÖFN • Afsöl og sölutilkynningar bifreiða • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekið á móti skriflegum tilboðum Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá um að svarafyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi virka daga kl. 9—22 OPIÐ: laugardaga 9—14 sunnudaga kl. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMINN ER 27022. ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17 föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEiLD, ÞVERHOLT111, SÍMI27022. í gærkvöldi í gærkvöldi AF GJAFAGÖTUM Snákurinn hefur haldiö manni vakandi viö sjónvarpið fjögur undan- farin þriðjudagskvöld. Hann var spennandi frá upphafi en nokkuð flókinn. Það var mikil og góö til- breyting aö hlusta á itölsku þessi kvöld og hvíla sig á enskunni um stund. „Menningin vex í lundi nýrra skóga” kvaö Hannes Hafstein. Þaö kveöur alltaf aö Hákoni Bjamasyni þegar hann kemur fram, hvort sem er í ræðu eöa riti. Aö hugsa sér, hvaö hægt heföi verið aö gera fyrir skóg- rækt á Islandi ef fjárveiting heföi verið ögn ríflegri gegnum tíðina. En viö höfum alltaf þurft aö spara, þó aldrei eins og nú. Nú skal spara, spara, spara og spara og almenningur í landinu neitar sér um flest. Viö verðum þó að sjá sóma okkar í því að gefa frammámönnum okkar skammlaus- ar afmælisgjafir á stórafmælum og halda fyrir þá afmælishófin. Minna getur þaö ekki verið, þar hljóta allir aö vera sammála? Einhver tíma hlýtur skógræktin aö eiga afmæli, þá ættuö þiö, gjafagötin ykkar, aö gefa henni smáræöi, segjum svona álíka gjöf og til dæmis einum banka- stjóra? Utvarpsdagskráin í gærkvöld fór í eldhúsdagsumræöur eins og allir vita. Væri ekki mögulegt að útvarpa slíku á annarri rás svo þeir sem þess óskuöu þyrftu ekki aö hlusta? Kristín Þorsteinsdóttir. lón Þór Hannesson kvikmyndagerðarmaður: Morgunútvarpið það besta í mörg ár ,JEg hef veriö aö fylgjast meö italska framhaldsþættinum Snákur- inn en horfði ekki á hann í gær. Eg var einfaldlega búinn aö missa áhug- ann á þeim, þeir voru svo alltof lang- dregnir. Eg veit ekki vel hvað hægt væri aö fá í staðinn, það er svo mikið af evrópskum og bandariskum þáttum sem eru góöir. Eg sá þáttinn um skógræktina í gær og sá þáttur var ágætur sem slíkur en hann var mjög illa fram settur. Hulda Valtýsdóttir var þarna aö spyrj a kollega sem er aldrei gott. Fréttunum fylgist ég aö sjálfsögöu með, bæöi í sjónvarpi og útvarpi. Mér finnst fréttimar í útvarpinu hafa batnaö til muna en sjónvarps- fréttimar finnast mér í afturför. Mér virðist sem ekki sé lagt eins mikið í þær og áöur, enda tíðar manna- breytingar á stofnuninni. Af útvarpshlustun er þaö helst aö nefna aö ég hlusta alltaf á morgunút- varpið sem ég er mjög ánægöur meö, þetta er eitt það besta morgunútvarp í mörg ár. Rás 2 hlusta ég á öðru hvoru, aðal- lega á morgnana og svo eftir f jögur. Þættirnir þar eru upp og ofan eins og gengur, sumir góöir, sumir lélegir. Seðlaveski tapaðist fyrir utan Klúbbinn Svart seölaveski með ávísanahefti og skilrikj- um tapaðist fyrir utan Klúbbinn á laugar- dagskvöldið sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 76679 ákvöldin Mótorhjólahanskar töpuðust A mánudaginn sl. töpuðust stórir mótorhjóla- hanskar í strætisvagnaskýlinu fyrir framan Sjómannaskólann milli kl. 21—22. Upplýsing- ar í síma 26380 á daginn og 29132 á kvöldin. Ferðalög Ferðafélag íslands Helgarferð í Þórsmörk 18.—20. maí: 1. kl. 20. Þórsmörk — Eyjafjallajökull — Seljavailalaug. Gengið á laugardag frá Þórs- mörk yfir Eyjafjallajökul að Seljavallalaug. Fararstjóri: Snævarr Guðmundsson. 2. ki. 20. Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi. Fararstjóri: OlafurSigurgeirsson. Gistí Skagfjörðsskála. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Dagsferð sunnudag 20. maí — SÖLVAFJARA KL 10.30 — Stokkseyri — Knarrarósviti. Gengið um fjöruna austur af Stokkseyri að Knarrarósvita. I fjörunni verður hugað að sölvum undir leiðsögn Onnu Guðmundsdóttur húsmæðrakennara. Æskilegt að vera í stig- vélum og hafa með poka undir söl. Þetta er kjörin ferð fyrir þá sem hafa áhuga á fjöru- gróðri. Verðkr. 350,- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Ferðafélag Islands. Útivistarferðir Miðvíkudagur 16. maí. Astjörn—Urriðakotsvatn. Fuglaskoðun og létt kvöldganga. Verö 150 kr., frítt f. böm. Brottför frá BSI, bensínsölu. Sjáumst. Utivist. HELGARFERÐIR18.—20. maí. 1. Breiðafjarðarcyjar. Náttúruparadísin Purkey o.fl. Náttúruskoðun, gönguferðir, éggjaleit. Ný og einstök ferð, 2. Þórsmörk. Gönguferðir f. aila. Kvöldvaka. Gist í Utivistarskáianum góða í Básum. 3. Fimmvörðuháls—Eyjafjallajökull. Skiöa- og gönguferö. Uppl. og farm. á skrifst. Lækjarg. 6a,s. 14606. SUNNUDAGUR 20. maí kl. 13. 1. Hafnaberg—Reykjanes. Fuglaskoðunar- ferð með Arna Waag, einum mesta fuglasér- fræðingi okkar. Hafið sjónauka og fuglabók AB með. 2. Háleyjabunga—Reykjanes. Fjölbreytt strönd, jarðhitasvæði og gígar. Brottförí ferð- imar frá BSl, bensínsölu (í Hafnarfirði v. Kirkjug.). Verð 350 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Hvítasunnuferðirnar: 1. Snæfellsnes-Snæ- felisjökull - Breiðafjarðareyjar. Gist að Lýsu- hóli. 2. Oræfi-Skaftafell og snjóbilaferð á Vatnajökul. 3. Þórsmörk. Gist í Utivistaskálanum Básum. 4. Oræfajökull. Sjáumst. Utivist. Tilkynningar Blindrabókasafn íslands, Hamrahlíð 17 er opið alla virka daga frá kl. 10—16, sími 86922. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður haldinn í Skeljahelli, Skeijanesi 6, laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Mikið úrval af alls kyns nýjum og notuðum fötum og hlutum. Þeim sem standa í vorhreingeming- um og tiltekt er bent á að tekið er á móti nýtilegum hlutum og þeir sóttir heim ef óskað er. Upplýsingar á skrifstofunni hjá Stellu i síma 11822 og á kvöldin í síma 32601. Félagsstarf aldraðra, Sel- tjarnarnesi heldur félagsvist fimmtudaginn 17. maí kl. 20 að Melabraut 5—7 jarðhæð. Tölvublaðið, 1. tbl. 1984, er komið út. Þemaheiti ritsins að þessu sinni er „Skrifstofa framtíðarinnar”, en í samnefndri grein er fjailað um það allra nýjasta sem er að gerast á tölvusviðinu, s.s. gervigreind, fjarskiptakerfi, Ijóstæknileg viðtæki, fimmta kynslóð tölva o.fl. Gæsluvarðhald og geðrannsókn í hnífsstungumálinu Rannsóknarlögregla ríkisins hefur erx ráð fyrir 6 vikna gæsluvaröhaldi, lagt fram kröfu um gæsluvaröhald yfir eöa allt að 27. júní, en jafnframt var manni þeim sem stakk konu sina gerökrafaumgeörannsókn. tvisvar meö hnif á Bjarkargötunni á Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn veröur mánudaginn og sjálfan sig á eftir. Gert kveðinn upp síödegis í dag. -FRI. Fundir Kvenréttindafélag íslands minnir á hádegisfundinn í Lækjarbrekku 17. mai. Til umfjöllunar veröur fyrirhuguð kvennaráðstefna á vegum Sameinuöu þjóö- anna sem haldin verður í Naírobi í Kenýa í júlí 1985. Þriggja manna nefnd hefur starfað að undirbúningi af hálfu tslands. I henni eiga sæti Vilborg Harðardóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir og Elín Pálsdóttir Flygen- ring. Einhver þeirra mun mæta á fundinn og segja frá þeim hugmyndum sem á döfinni eru varðandi aðild Islendinga og ráðstefnunni. Aðalfundur handknattsleiks- deildar Fylkis veröur í félagsheimilinu miövikudaginn 23. maí, kl. 20. Stjórnin. Siglingar Aætlun Akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30* Kl. 11.30 Kl. 14.30 Kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00* Kl. 13.00 Kl. 16.00 Kl. 19.00 Kvöldferðir kl. 20.30 og 22.00. A sunnudögum í apríl, maí, september og október. A föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. BELLA Við höfum því miður ekki ráð á að fara í vetrarfrí á sólarströnd. Við verðum víst að láta okkur nægja að kaupa lítið glas af c-víta- míntöflum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.