Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MAl 1984. 15 Menning Menning Menning RÖDDÚR DREIFBÝUNU Tónleikar Kristjáns E. Jónassonar I Norrœna húsinu 12. mai. Píanóleikari: Vilhelmína Ólafsdóttir. Á efnisskró: Sönglög og arfcir eftir Áma Thorsteinsson, Giulio Caccini, Alessandro Scarlatti, Björgvin Guömundsson, Pjotr Tschaikowsky, Sigvalda Kaldalóns, Ludwig van Beethoven, Wolfgang Amadeus Mozart, Richard Wagner, Franz Schubert. Það gerist ekki oft, að söngvarar utan af landi komi til höfuðborg- arinnar til þess að halda einsöngs- tónleika, nema þá að þeir hafi dvalið við söngnám í höfuðstaðnum. Það vill fara fram hjá okkur sem á höfuðstað- arsvæðinu búum aö það hefur einnig orðiö vakning í músíkmálum utan þessarar þungamiðju þjóðlífsins. Þó ■ ekki sé langur vegur miúi Reykjavíkur i og Akraness er Skaginn í menningar- legu tilliti svo órafjarri að minnsta Ikosti i hugum flestra Reykvíkinga. En . ofan af Skaga kom Kristján Elís Jónas- ,son, Reykdælingur aö ætt og nýút- :skrifaöur úr Tónlistarskóla Akraness, i til að syngja í Norræna húsinu. Efnisskrá Kristjáns var næstum eins og útstillingargluggi, (en það er býsna algengt hér um slóðir) og bar kannski Tónlist Eyjólfur Melsted svolítinn keim af vali verkefna til prófs. Því var þar innan um að finna verkefni sem hann hefði líkast til ekki valiö saman til flutnings á tónleikum að öðrum jöfnu. Kristján hefur mjög geðþekka, breiöa og hljómmikla barý- tonrödd. Góð öndun og skýr fram- burður eru þættir sem honum eru sjédf- sagöir og tamir. Hann syngur hreint og söngur hans ber allur glöggt vitni þess að hann hefur hlotið staðgóða grunn- skólun á sviði söngsins. Nú liggur það næst fyrir aö slípast til og ná meiri snerpu og léttleika — sem sagt syngja sig frá skólanum. Þegar maður hlustar á Kristján syngja hefur maður á til- finningunni að hann beiti sér aöeins til hálfs og þori ekki, enn að minnsta kosti, að láta þann eld loga sem undir virðist vera falinn. Nú er mál að fara aðkynda og vonandi fær Kristján verk- efni og tækifæri til þess, þótt hann búi uppi á Skaga. Ekki skal svo við skilið að ekki sé getið hins frábæra undirieikara hans, Vilheimínu Olafsdóttur. Það var ekki aðeins að hún spiiaði Sdiubert söngv- ana, ,úr Maiarakonunni fögru, frábær- lega, eins og raunar allt hitt, heldur megnaði hún meira að segja að stökkva f imlega yfir þá gryf ju stífni og stirðleika sem píanóleikarar lenda nær undantekningalaust í þegar þeir eiga að spila Björgvin Guömundsson. Af lið- veislu hennar getur hvaða söngvari sem er talið sig fullsæmdan. -EM. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar kennarastöður. Lausar eru til umsóknar kennarastöður við eftirtalda skóla: Menntaskólann í Hamrahlíð, kennarastöður í ensku og sagn- fræði. Menntaskólann á Laugarvatni, kennarastaða í þýsku. Fjölbrautaskólann í Breiðholti, kennarastöður í eðlisfræði í raungreinadeild, kerfisfræðum í viðskiptadeild, tvær kennara- stöður í íslensku og ein í rennismíði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 5. júní næstkomandi. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. 1 1x2-1 |X2-1x2 35. leikvika — leikir 12. maí 1984 Vinningsröð: X11-12X-X11-212 1. vinningur: 12 réttir — kr. 215.000,- 57225(4/111 85645(6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir — kr. 8.000,- 863 19720+ 51374 87897+ 162720+ 19632+ 37198+ 52451+ 90374 19703+ 39720+ 86579 94251 + Kærufrestur er til 4. júní kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Hljómleikar Heiðrum Hauk Morthens á 40 ára söngafmæli í Háskólabíói fimmtudaginn 17. maí kl. 23.00. Haukur Morthens Big Band stjórnandi Poul Godske Lúðrasveit Laugarnesskóla Barnakór Fellaskóla Sigríður Ella Magnúsdóttir, óperusöng- kona Bubbi Morthens Lögreglukórinn, stjórnandi Guðni Guð- mundsson Hrönn Geirlaugsdóttir, fiðluleikur Eyþór Þorláksson, einl. á gítar The Mistakes, dans Björn Thoroddsen, jassgítar-sóló Melodíur minninganna með Hauki sextugum í Háskólabíóifimmtud. 17. maíkl. 23.00 Haukur aldrei betri Kynnir: Jónas Jónasson Miðaverð kr. 300 VWM'WmMJBXZmVJU1 » 9 « NY STQRKOSTLEG HAGRÆÐING VIÐ MÁLNINGARSTÖRF: Hand-Masker álimingartækin gera leik einn að þekja fleti sem þarf að verja fyrir málningu. Limbandið límist á kant pappírsins um leið og hann rúllast út af tækinu. Pappír fáanlegur í 6 breiddum: 3-6-9-12-15-18". TÆKIN HAFA 0RÐIÐ ÚTRÚLEGA VINSÆL Á N0KKRUM MÁNUÐUM rSÖLUSTAÐIR: höfn, hornafirði. iYKJAVÍK: Verzl. Sigurðar Sigfússonar. urinn, Síðumúla, SELFOSS: ikligarður v/Holtaveg. Kaupfélag Árnesinga - byggingavörudeild. AFJÖRÐUR: KEFLAVÍK: irzl. G.E. Sæmundsson. Dropinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.