Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MAl 1984. Óskum eftir fólki til að innheimta smáaugl. í Keflavík. Upplýsingar veita Sigurbjörg og Valgerður í síma 27022. iiim ÁSKRIFTARSfMINN ER 27022 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 22. og 24. tbl. Lögbirtmgablaösins 1984 á Reyni- völlum 7, Egilsstööum, tal. eign Unnars Heimis Sigursteinssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjáifri þriöju- daginn 22. maí 1984 kl. 14.00. Sýsiumaðurinn i Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbi. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Leifsgötu 3, þingl. eign Elínar B. Jensen, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdi. á eigninni sjálfri föstudaginn 18. maí 1984 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Skaftahlið 12, þingl. eign Daníels Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 18. mai 1984 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Þóru- felli 16, þingl. eign Ingunnar Ólafsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudaginn 18. maí 1984 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Kjartansgötu 3, þingl. eign Böðvars St. Bjamasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Kristjáns Stefánssonar hdl., Guð- mundar I. Sigurðssonar hrl., Áma Einarssonar hdl., Hákonar H. Kristjónssonar hdl, Jóns Ingólfssonar hdl. og Ólafs Ragnarssonar hrl. á eigninni sjálfri f östudaginn 18. maí 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Reykjahlíð 12, þingl. eign Hauks Hjalta- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 18. maí 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113., 117. og 120. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Þórufelli 6, þingl. eign Gunnars Þórs Óskarssonar, fer fram eftir kröfu bæjarfógetans á Akureyri föstudaginn 18. maí 1984 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Völvufelli 46, þingl. eign Gústafs Ásmundssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 18. maí 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Menning Menning Menning ferðir austur og vestur einar til að oma sér við. En trésmiðir virðast ekki kunna við sig í öldudalnum og samsöngvar kórsins nú vom gleðileg andstæða við frammistöðu þeirra í fyrra. Jöfnuður er ágætur meö rödd- unum og yfirbragö söngsins hið hressilegasta. Kórinn syngur þokka- lega hreint. Söngstjórinn heldur vel utan um sitt lið og velur því fram- bærileg verkefni sem það ræður vel við. Trésmiöakórinn syngur ekki lært og hann leggur að vonum ekki til atlögu við stórvirki tónbókmennt- anna, en hjá honum er að finna þá hjartans gleði og einlægni sem stund- um vill dofna eftir því sem listrænn metnaður kemst á hærra stig. Tré- smiöir hafa því enn veitt okkur sönnun þess að íslensk alþýðukúnst er langt f rá því að bera nokkur alvar- leg uppflosnunareinkenni. -EM. Tónleikar Samkórs Trósmiðafólags Reykja- víkur (Gamla b(ói 12. ma(. Stjórnandi: Guðjón Böðvar Jónsson. Píanóleikari: Lóra Rafnsdóttir. Á efnisskró: Skosk, þýsk, spœnsk og ensk þjófllög og sönglög eftir: Work, Kuhlau, Con- radi, Weyse, Pfeil, Taube, Andersen, Wemer, Ibsen, Schubert; J.S. Bach og Wade. Þau em fá stéttarfélögin sem halda úti músíkstarfsemi sem því nafni getur heitið. Lögreglan og Tré- smiðafélagið halda úti kórum. Verkalýðsfélögin í Reykjavík og Álþýöusambandið styðja við bakiö á Lúörasveit verkalýðsins. Eina verkalýðsfélagiö sem fært mun hafa verið talið um að mynda heila stór- sveit, eingöngu skipaða meðlimum, Félag bókagerðarmanna, hefur aldrei látið í slíkri sveit heyrast utan- félags. Því hafa trésmiöir haldiö á lofti alþýðlegri sönglist í nafni verka- lýðshreyfingarinnar. Það þekkja allir sem nálægt músíkstarfi áhugafólks hafa komið að misjafnlega gengur aö halda starfseminni úti. Byggist það oft á miklu og fómfúsu starfi örfárra og vill því gjarnan ganga í bylgjum. I fyrra var Samkór Trésmiðafélagsins í öldudal eftir að hafa siglt á öldu- toppum skömmu áður og farið í frækilega söngför allt austur í Kirjálabotna. Sum félög tekur það Tónlist Eyjólfur Melsted langan tima aö ná sér upp úr slíkum öldudal og sum gera það alls ekki, heldur tóra sem fámenn kjamaklíka sem hefur minningar um hljómleika- A f reglugerö nr. 185 Nýverið gaf Iðnaöarráðuneytið á Islandi út reglugerð, sem hefir þennan langa og skondna titil: „Reglugerð nr. 185, 4. apríl 1984 um breytingu á reglugerð um raforku- virki nr. 264, 31. desember 1971 með síðari breytingum.” Og þar sem ég undirritaður hefi talsverðan áhuga á náttúruvernd svo og aö kynna mér nýjungar, einkum frá því opinbera sér í lagi, var forvitni min vakin. Reglugeröarkorn þetta stafar frá þeim ráðherra Islandsmála sem þekktur er fyrir að láta sér ekkert fyrir brjósti brenna jafnvel þó hann sé rekinn i vörðurnar. Þá á hann til meö aö hef ja stafkrók einn, gamlan og örvasa, upp í hæstu hæöir meö löngum lofræöum meö tilheyrandi handapati, skólanemendumogÐestu almúgafólki til mestrar armsöu, enda litil þörf lengur ef þá nokkur fyrir staf þennan í Qóru islenskrar stafsetningar. Reglugerö þessi kveður á um ýmsa hluti tengda raforkuvirkjum, þ.á m. lagaheimildir, tilgang, stjómun og starfrækslu, eftirltt og kostnað af því, skilyrði til lög- gildingar A,B,C og D gerö, ítarlegri reglur og undanþágur frá reglum. Akvæði eru og um ábyrgð, sektir og eftirlit og athygli mín beinist að eftir- farandi klausu sem hefir að yfir- skrift: „Um skaðabótaskyldu”: „Þótt eftirlitsaðili hafi látið skoða raforkuvirki sem eru ekki þeirra eign, og leyft þau eða viðurkennt, eru þessir aðilar ekki skaðabótaskyldir vegna skemmda er kunna að verða á raforkuvirkjunum eða tjóns er þau kunna að valda beint eða óbeint.” Trúlega verður oft vitnaö í klausu þessa i dýrðlegum málaferlum á Islandi. Þá munu ófáir lögfræðingar hafa í nógu að snúast viö aö koma skaðabótaskyldunni yfir á einhvem, en svo sem ívitnuð klausa er orðuð væri nær að tala um ábyrgðarleysi eða eitthvað í þá áttina. Dæmalaus reglugerð I þessari dæmalausu reglugerð er dálítill texti, sem hefir aö yfirskrift: „Fagleg gerö, viðhald, útlit, náttúru- vernd”. Þar segir m.a.:., .Sérhvert raforicuvirki skal vera faglega gert og þannig frá þvi gengiö aö þaö veröi ekki að þarflaasu til lýta i umhverfi Kjallarinn GUÐJÓNJENSSON PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR. sínu", (auök. af mér). Þaö er gott og vel að setja svona ákvæöi í reglu- gerö, en hversvegna er haft oröalag sem í eðli sínu verður til að gera ákvæði reglugerðarinnar að þessu leytinu til að viðrini? Telur ráðherra orkumála á Islandi að náttúruvernd á Islandi sé gerður einhver greiði með svona vitaóþörfu orðalagi? Hér er augljóslega ekki um prentvillu að ræöa heldur þá viðleitni vissra afla í þessu þjóöfélagi að draga sem mest úr virkri náttúruvemd með nógu flatneskjulegu orðavali til að þeir sem telja sig þurfa, geti haft sem frjálsastar hendur. Og það er meira blóð í kúnni: „Framkvæmdum við raforkuvirki skal haga þannig að sem minnst mengun, tjón eða röskun á náttúru og umhverfi eða lýti hljótist af. Ef deilumál rísa um mat á mengunar- hættu, náttúruspjöllum eða lýtum skal haft samráð viö náttúru- verndaraðila eða skipulagsyfir- völd”, (auðk. af mér). Hér hefði þurft að kveða skýrt að, við hverja .jláttúruverndaraðila” á að hafa samráð, því að þeir eru allmargir og ekki alltaf ljóst hvert réttast er að múa sér. (Þetta orð „aðili” hefir átt óskiljanlegum vinsældum að fagna meðal kontórista á Isiandi og verður vcntanlega einhvem tíma að gera atlögu að þessu orði með aðstoð góöra móðurmálsmanna). Og skipulagsyfirvöldin? — Eru það þessi með reglustikurnar og óskapnaðarhugvitið? Ef átt er við embætti skipulagsstjóra ríkisins, samanber lög 19/1964, þá er það all- kyndugt því að undir það heyra nær eingöngu skipulagsskyld svæði, en þaö eru allir kaupstaðir, kauptún og þorp með 100 íbúum eða Qeiri. Líklega verða raforkuvirki aldrei nokkum tíma bústaðir fólks jafnvel þótt það kynni að vera einhvemveg- inn mögulegt. Ráðherra orkumála á Islandi, Anno Domini 1984, hefði gjarna mátt draga uppáhaldsbókstaf sinn fram og aftur um reglugerðaruppkastið, a.m.k. um þær setningar reglugerðarinnar sem hér hefir verið dokaö við. Þessi ákvæði munu líklega ekki koma náttúruvemdar- sjónarmiðum að neinu gagni, því að tÚ þess aö svo megi vera, verða þau að vera sett upp á einfaldan hátt svo að eigi verði unnt með útúr- snúningum að gera þau verri en engin. Vel ber að vanda sem iengi skal standa, rctt eins og raforkuvirk- in. Athugasemd Þar sem ég var fundarstjóri á aöalfundi Fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Reykjavík 10. apríl sl. sé ég mig neyddan til að skýra frá gangi mála og leiðrétta rangfærslur. Um leið og kosning hófst í stjóm Húsbyggingarsjóðs Framsóknar- flokksins tilkynnti ég að kjósa ætti tvo menn. Eftir að kosning hófst var spurt hvort seðillinn væri gildur þó aö aðeins væri skrifað eitt nafn. Valdimar segir að ég hafi svarað þessu játandi. Það er alrangt, ég sagðl aldrei já við þessari spumingu. Eg spurði Olaf Jóhannesson um þetta atriöi og hann sagði aö fundar- stjóri gæti ráöið þessu. Eg tilkynnti þá að seöillinn væri því aöeins gildur að tvö nöfn væm skrifuö. Enginn fundarmaðu{ gerði athugasemd við þennan úrskurð minn. Viö talningu kom í ljós að þrír seðl- ar vom aðeins með einu nafni og þeir gátu breytt úrslitum kosninganna. Nokkrir fundarmenn fullyrtu að þegar úrskurður minn kom, um að kjósa yrði tvo, hafi margir verið bún- ir að kjósa og byrjað að safna saman seðlum. Þessir sömu fundarmenn lögðu fast að mér að taka þessi at- kvæði gild. Eg tók þá ákvörðun að skera ekki úr þessu ágreiningsmáli á fundinum f.eldur vísa því til Framkvæmdar- stjórnar Framsóknarflokksins. Fundurinn stóð lengi eftir þetta og enginn mótmælti þessari ákvörðun minni. Þorsteinn Úlafsson, kennari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.