Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Page 11
DV.LAÚÖARÖÁGOR 9. JÚNÍ1984.
11
■v
Sendiboöi haföi náö aö komast til Pes-
hawar í Pakistan meö litla samanvööl-
aða pappírsörk og léreftsdulu sem
hann saumaði innan á aðra ermina á
skyrtu sinni þar sem á voru ritaðar töl-
ur um mannfall í liði Sovétmanna og
hve marga skriðdreka, brynvarða bíla
og flugvélar skæruliðar hefðu náð að
eyðileggja. Ekkert var sagt um áföll
skæruliða.
Samkvæmt skilaboðum höfðu
skæruliðar Masúds á Sólang svæðinu,
á átta daga tímabili eftir innrás Sovét-
manna í Panjshir, náð að eyðileggja 35
skriðdreka, 15 brynvarða bíla, 120 mis-
munandi farartæki, 90 bensíntankbíla
og drepið 250 Rússa og tekið til fanga
60 afganska stjómarhermenn. Ekki er
talað um að nokkur Sovétmaður hafi
verið handtekinn eöa stjórnarhermað-
ur drepinn. A Shomali svæðinu segjast
skæruliöar hafa eyðilagt 30 skrið-
dreka, fimm brynvarða bíla, 15 mis-
munandi farartæki og 50 eldsneytis-
bíla. Einnig segjast þeir hafa tekiö
tvær mikilvægar útvarpsstöövar og
drepið 100 óvini. I Khenjan sögöust
þeir hafa drepið 700 óvinahermenn.
mætti herliöinu er það stormaði inn
dalinn. Helstu áföllum Sovétmanna
ollu jarösprengjur sem höfðu verið
settar niður þar sem vænta mætti að
Sovétmenn færu um. Masúd hafði flúið
dalinn eftir aö uppvíst varð um morð-
tilraun gagnvart honum.
„Rússar fengu mann til að fara á
fund Masúds og drepa hann. Þeir létu
manninn, sem hafði sambönd i daln-
um, fá tvær skammbyssur með hljóð-
deyfum og sendu hann af stað. Einnig
sendu þeir þrjú önnur lið. Maðurinn
náöi tali af Masúd eins og til var ætlast
en í stað þess aö drepa hann sagði hann
honum frá því hvert erindið væri og aö
fleiri væru á ferli í sömu erinda-
gjörðum,” sagði Khalil.
Að sögn diplómatanna ákvað Masúd
aö Sovétmenn vissu of mikið um ferðir
sínar og yfirgaf dalinn 18. eða 19. apríl,
tveim eða þrem dögum fyrir atlögu
Sovétmanna.
Diplómatarnir sögöu einnig að i
árásinni hefðu Sovétmenn eyðilagt
kerfisbundið allt húsnæði, alla upp-
skeru og drepið öll húsdýr. En fólkið
var flest komið í burtu.
„Þetta svæði er fullkomið fyrir
herstöövar eða flugvöllinn eða þegar
Sovétmenn svöruðu í sömu mynt.
Stjómarhermenn voru fleiri á götum
úti en ven julega og húsleitir voru tíðar.
Arásarþyrlur sveimuðu yfir róstu-
sömum svæðum án ljósa til aö erfiöara
væri að sk jóta á þær.
Varla var nokkur einkabíll á
götunum því bensín var skammtað og
einungis opinber farartæki gátu fengið
eldsneyti. Nemendur í háskólanum og
tækniskólanum þurftu að gangast
undir vopnaleit áöur en þeir fengu að
fara inn á skólalóðimar. Einnig var
leitað á fólki sem var að versla og fólki
sem vildi fara inn í opinberar
byggingar.
Víða um landið réðust skæruliöar á
stöðvar Sovétmanna og tvær árásir
gerðu þeir á bílalestir sem voru að
koma með vistir frá Kabúl frá Sovét-
ríkjunum. Fimmtudaginn 26. ápríl hélt
afganska st jórnin upp á sex ára afmæli
byltingarinnar sem kom kommúnist-
um til valda tveim árum áður en Sovét-
menn réðust inn í landiö með hersýn-
ingu og skrúðgöngu. Fregnir frá Kabúl
herma að skyldumæting hafi veriö
fyrir ríkisstarfsmenn og skólakrakka
borgarhlutann. Ekki fengust frekari
upplýsingar um þessa árás en lýsing
hollensks blaöamanns á ástandi borg-
arinnar var nánast sagt hryllileg.
Hann var búinn að vera sex mánuöi á
ferð með afgönskum skæruliðum og
dvalið einhvers staðar nálægt Herat
borg í tvo daga. Eg ræddi við hann á
skrifstofu afgansks stjórnmálaflokks í
Peshawarí Pakistan.
„Það er ekki hægt aö trúa því sem
maður sér þama,” sagði hann með
áherslu. „Þetta er eins og að sjá
Hiroshima og það ótrúlegasta er að
fólk býr þarna ennþá. Og bærinn er
eintómarrústir.”
Af öllummorðtækjum Sovétmanna í
Afganistan eru þaö þyrlumar sem em
ógnvænlegastar. Heyra má sérstakan
hrylling í rödd þeirra sem hafa lent í
árás þessara fljúgandi eldspúandi
dauöavéla. Þær koma skyndilega og
óvænt og áður en tími gefst til að gera
sér grein fyrir komu þeirra eru flug-
skeyti þeirra búin að granda húsum og
fólki. Vélbyssuskothríð þeirra leitar
uppi hverja lifandi sálu. Þær sveima
yfir þorpum og uppi í fjallaskörðunum,
þar sem þorpsbúar og skæmliðar fela
„Við erum fjallafólk. Við þekkjum
fjöllin, dalina, felustaðina. Við getum
haldiö Sovétmönnum í skef jum á jöröu
niðri. En þeir hafa yfirráð í lofti. Þeir
eru konungar himinsins.”
Það sem gerir jujahedin skæm-
liöana aö þeim hörkubaráttumönnum
sem þeir eru er sú sannfæring þeirra
að þeir séu að berjast heilögu striöi
gegn guðleysingjum. Baráttuhugur
þeirra stafar frá trúarsannfæringu,
fööurlandsást og óbugandi vilja til að
reka Sovétmenn á afturlöppunum til
sínsheima.
I hvert skipti sem ég spurði þá hvort
þeir væm ekki hræddir stundum var
svarið á þá leið að guð gæfi þeim hug-
rekki og ef þeir yrðu drepnir þá yrðu
þeir drepnir sem hermenn trúarinnar
og það gæfi þeim öruggt sæti við hhð
Allah. Aðeins einn maður hikaði þegar
ég spurði hann þessarar spurningar,
Sayed Alem, yfirmaður herja eins
.stjórnmálaflokksins í Kabúl. Hann átti
að leggja af stað til Afganistan morg-
uninn eftir. Hann brosti örlítiö og
sagði: „Kannski.”
En síðan bætti hann við: „Rússar
Hinn 20 ára gamli Shingul biður
bara eftir að verða sendur til bar-
dagasvæðanna iA fganistan.
Þrir afganskir skæruliðar funda að næturlagi. Frá hægri: Masud Khalili,
Sayed Alem og óþekktur skæruliði. Sayed og Khalili eru að kveðjast áður
en sá fyrrnefndileggurafstað tilAfganistan.
— D V í flóttamanna -
búðiun Af gana
i Pakistan
Skólastofa i flóttamannabúðum Afgana i Pakistan. Margir foreldrar senda
ekki stúlkubörn i skóla af trúarástæðum.
Engin skýrsla var komin frá Panjshir-
dalnumsjálfum.
Vika í
Afganistan
Samkvæmt skýrslu vestrænna
diplómata (sem fréttamenn fá viku-
lega gegn því að segja ekki hverrar
þjóðar diplómatarnir eru) og lýsingu
Khalils á kringumstæöum á svæðinu
má púsla saman mynd af því sem
gerst hefur í lok apríl, og er enn að ger-
ast, í Panjshir dalnum.
Þann 16. apríl lagði stór brynvarin
hersveit Sovétmanna af stað frá
Ghazni borg áleiöis til Panjshir og degi
síðar lagði enn stærri fylking af stað
frá Jalalabad. I kringum 19. april sam-
einuðust þessar fylkingar við mynni
Panjshir dalsins og tveim dögum síðar
réðust þær inn. Aður voru flugvélar
búnar að varpa sprengjum á dalinn úr
mikilli hæð.
Það sem Sovétmenn vissu sennilega
ekki var að Masúd hafði farið úr daln-
um og komið flestum íbúum dalsins út
einnig. Það var því lítil mótspyma sem
skæruliða aö athafna sig á,” sagði
Khalili. „Þarna eru hundraö litlir dalir
á bak viö hvern stóran dal. Oteljandi
hellismunnar og aörir felustaðir. Ef
óvinurinn ræðst á þig í einum dalnum
þá ferðu yfir í þann næsta. Og næsta og
næstaog næsta.”
Afganar, sem ég hitti í Rawalpindi í
Pakistan og sögöust hafa barist i daln-
um, gáfu svipaðar lýsingar á kringum-
stæðum.
En þótt Sovétmenn hafi ekki fellt
marga skæruliða þá er kannski mikil-
vægara fyrir þá að hafa eyðilagt af-
komugrundvöll þeirra með því að út-
rýma húsdýrum og uppskeru íbúa
dalsins.
A meðan Sovétmenn réðust inn í
Panjshir voru þeir síður en svo stikkfri
annars staðar. Skæruliðar voru at-
hafnasamir í borgum og bæjum og á
vegum landsins á sama tímabili.
Mótspyrna jókst í Kabúl síðustu vik-
una í apríl samanborið við vikuna þar
á undan og var þó mikið um að vera!
þá. A hverri nóttu mátti heyra skothrið
og sprengingar er skæruliðar réðust á
og aö menn með nafnalista hafi fylgst
meðmætingunni.
Hátíöahöldin fóru friðsamlega fram
í Kabúl en í borginni Ghazni segjast
skæruliðar hafa ráöist á samkomur
með sprengjuregni og vélbyssuskot-
hríð.
1 Herat borg, nálægt írönsku landa-
mærunum, er þetta langdræga stríð
Sovétmanna gegn Afgönum einna
blóðugast. Sovétmenn, eða stjómar-
hermenn, varpa sprengjum á
sveitaþorp að meðaltali þrisvar eða
fjórum sinnum í viku. Flest þorpanna i
héraðinu eru i höndum mujahedin
skæruliöanna. I einu þorpi sem Sovét-
menn réðust inn í var íbúunum smalað
saman í verslanahverfinu á meðan
hermenn fóru ránshöndum um heimili
þeirra og stálu skartgripum og
eyðilögðu mat. Eftir á sögöu þeir
þorpsbúum að verra gæti gerst hættu
þeir ekki að styöj a skæruliöana.
Þann 24. apríl, tveim dögum fyrir
byltingarafmælið, umkringdi her
Sovétmanna vesturhluta Herat borgar
og byrjaði að hella sprengjum yfir
sig, eins og suðandi býflugur. Rifflar
og jafnvel vélbyssur eru léleg vopn
gegn slíkum vágesti. Númer eitt á
óskalista skæruliða eru gagnflugvéla-
skeyti til aö geta barist gegn þessum
helsta óvini.
Þekkjum fjöllin
Skæruliðar segjast fá um 60 til 70
prósent vopna sinna úr birgða-
geymslum Sovétmanna sjálfra. Um
tíma segjast þeir hafa fengið vopn frá
Egyptum og einn skæruhði sagði að
margir í sínum hópi hefðu kinverska
riffla. Látið sem ekkert kemur frá
Bandaríkjunum segja þeir, og það
veldur þeim greinilega vonbrigðum.
Það sem þeir fá ekki frá Sovétmönnum
kaupa þeir á svarta markaðnum.
„I Pakistan eru nokkrir staðir þar
sem kaupa má vopn á svörtu. Við fáum
fjárhagsaðstoð frá ‘ íslömsku
þjóðunum, til dæmis Saudi Arabíu,”
sagði Khalili.
eru dýr. Maður getur ekki verið
hræddurvið dýr.”
Alem hefur sínar höfuðstöðvar
innan Kabúl borgar í um þriggja kíló-
metra fjarlægð frá höll Babrak Kar-
mals. „Sumir bræðra okkar vinna
fyrir okkur innan herskrifstofa
Karmals,” sagði Alem.
Alem var í Pakistan til að ræöa við
yfirmenn flokksins og til að sumir
manna hans gætu heimsótt fjölskyldur
sínar. Einnig myndu þeir taka með
sér vopn ef þau byðust á svörtu.
Eilff barátta
Ljóst er að baráttan gegn Sovét-
mönnum og gegn stjóm Babrab
Karmals heldur áfram og mun verða
langdregin. Sovétmenn geta illa
dregið heri sína til baka og Afganar
munu aldrei gefast upp í baráttu sinni.
„Þetta verður langt stríð,” segir
Alem. „Og þetta verður blóðugt stríð.
Við verðum að vera reiðubúnir að taka
áföllum. Við veröum að vera reiðubún-
ir að berjast til eilífðar, annars munu
Rússar vera hér til eilífðar.”
Þórlr Guðmundsson,
Peshawar, Pakistan.