Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JOLI1984.
9
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
láta mörg tilleiöast og sjá ekki eftir því
síöarmeir.
Afgreiöslufólk hvað vera áberandi
meira aö gera rétt eftir mánaöamót en
10—15 dögum fyrir þau.
Algengt er að unglingarnir borgi inn
á flíkur og leysi þær síðan endanlega út
um mánaðamót. Viðskiptavinir, sem
hafa aldur til aö nota ávísanahefti og
kreditkort, nota þau óspart. Til eru
dæmi þess aö „gúmmítékki” sé lagður
inn og beðið um að hann sé geymdur til
mánaðamóta. Þá kvað nokkuð bera á
því að fleiri versluðu með kreditkorti
eftir miðjan mánuð en fyrri hluta mán-
aðar.
Margir eyða um efni fram. Eitt
dæmið enn er að fólk skrifi innstæðu-
lausa ávísun, biöji um að hún verði
geymd þar til viðkomandi geti leyst
hana út og þá jafnvel með kreditkorti.
Borið saman verð milli
verslana
Hvorki er hugsað um dýrtíð né gæði
þegar verslað er, meira er farið eftir
útliti þess sem keypt er. Þegar foreldr-
ar koma með unglingum, einkum mæð-
ur, sem algengt er að komi með 12—14
ára unglingum, þá vilja þær ekki endi-
lega að „bamið” velji sér ódýrari flík
heldur vandaðri. Ef það er ekki smekk-
ur unglingsins er oft ekkert keypt.
En eftir að heim er komið tekst þeim
mörgum að tala foreldrana til. Þeir
fara þá aftur í verslunina nokkru
seinna og kaupa óskafh'kina.
Fólk sem eitthvað „spáir” í verðið
ber þá einna helst saman verð milli
verslana.
Afgreiðslustúlka í skartgripaverslun
sagði: „Hingað komu tvær um daginn
með vöru sem þær vildu skila, því þær
sáu aðra alveg eins á öðrum stað, sem
var mikið ódýrari. Eg tók aftur við
vörunni og endurgreiddi þeim, þetta er
það vinsæl vara, hún selst hvort eö er
strax aftur.”
Unglingarnir kaupa eins og
félagarnir
Almennt er fólk mjög áhrifagjarnt
og sem fyrr segir vilja sumir unglingar
aðeins kaupa föt eins og félaginn notar.
Þá er það einnig algengt, eins og piltur
í herrafataverslun sagði, að strákarnir
komi inn og biðji um „sett” eins og í
glugganum. Utstillingar eru oft þess
eðlis aö ginur eru klæddar í flíkur sem
vel eiga saman og þaö er ekkert spurt
um upphæðir, bara beðið um eitthvað
þessu líkt.
Sumar starfsstúlkur í tískufata-
verslunum sögðust reyna aö hafa áhrif
á viðskiptavininn, benda honum á hvað
klæðir hann og hvað ekki. Sumir eru
þakklátir og láta þær alveg um þetta,
en aðrir taka þessu illa og segjast ekki
vilja láta þær hafa nein áhrif á valið.
Sjálflýsandi vörur „seldar
grimmt"
Sjálflýsandi hlutir hafa mjög rutt sér
til rúms í tískuheiminum og er þar stór
tekjulind fyrir framleiðendur en gagn-
stætt fyrir heimilin. Litirnir eru skærir
í bleikum, gulum, grænum og appel-
sínugulum tónum. Bókstaflega allt er
hægt aö fá í þessum litum, klæönað og
skart frá toppi til táar. Grifflur, eða
með öðrum orðum fingravettlingar,
sem klippt hefur verið f raman af, eru á
verðbilinu frá 140—180 krónur og selj-
ast þær alveg grimmt að sögn starfs-
manns einnar slíkrar verslunar. Gel í
hárið fæst í öllum litum, siðan er það
breikið sem ætlar allt um koll að keyra
og nú eru komnar breikbuxur og breik-
skór. Fyrrnefndu buxurnar kosta 1570
krónur, þær eru skræpóttar og víðar,
með uppbroti.
Þá eru það ultrabuxur, sem hafa
hvítan grunnlit og á þeim eru skærar
málningarslettur, ef svo má að orði
komast. Fyrir þetta greiða unglingarn-
ir 2.100 krónur. Skartgripir og fleira í
sjálflýsandi litum hafa víða selst upp
samdægurs, að sögn starfsfólks, og fá
færri en vilja, því heildsalar verða að
skammta vörumar til verslana.
Verð á því vinsælasta
„Sumir versla alltaf á útsölu og geta
jafnvel ekki keypt sér flik nema hún sé
á niðursettu verði,” sagði ein af-
greiðslustúlka, sem nýlega opnaöi út-
sölu til aö rýma fyrir haustfatnaði sem
hún kvaðst fá í ágúst. Þar vom buxur á
verðbilinu frá 800—1000 krónur. Jakk-
ar frá 900 allt í 2000, þó að þetta sé 30—
40% lækkun. Þegar litið var á tísku-
fatnað sem ekki var á útsölu vom bux-
ur á verðbilinu frá 900—2.200 krónur,
en jakkar frá 1.600 allt í 3.500 krónur.
Starfsmanni í hljómplötuverslun
varð þannig að orði: „Sumir puttar
sem rétt ná upp fyrir búðarborðið
koma til okkar og biðja um eina
„breikplötu”. Þeir fá plötu, hlusta ekk-
ert á hana, borga fyrir og fara.”
Platan í dag kostar 399 krónur eða 400
krónur og kvarta fáir undan því. Mest
er keypt af 12 tommu plötum. Það eru
stórar plötur á 45 snúninga hraöa. Á
þeim em 2—3 lög, hálfgerðar langlok-
ur, sem er mjög vinsæl tónlist á diskó-
tekum. Strákamir em mest fyrir þess-
ar plötur en stelpur biðja helst um
safnplötur. Tólf tommu plötumar
kosta 199 krónur.
„Þúsundkall" borgaður heim
Til em dæmi þess að unglingar hafi
jafnháar tekjur og faðir þeirra eða
móðir, sem er fyrirvinna heimilisins.
Þó mega margir unglingar ekki heyra
það nefnt að borga eitthvað reglulega
til heimilisins. Víða er þetta viðkvæmt
mál og vilja foreldrar ekki gera leið-
indi með því að biöja um pening frá
bami sínu, þó aöeins sé um lítiö að
ræða. Þeir unglingar sem borga heim
greiða almennt ekki meira en 1—2000
krónur á mánuöi þann tíma sem þeir
vinna úti. Finnst þeim það meira en
nóg og gera sér auðsjáanlega ekki
grein f yrir kostnaði heimilishalds.
-RR
KIWIMEÐ ÖLLUM MAT
Kiwi er kínverskur ávöxtur sem
fyrst var kynntur fýrir 78 árum. Þá
var hann nefndur kínverskt gæsaber
eða loðber (samanber gæsahúð sem er
loðin). Þá breyttist nafnið í grænt loð-
ber og að síðustu, árið 1959, var hinum
loðna ávexti gefiö nafnið kiwi, eftir
kiwifugli sem er þjóöarfugl Nýja-Sjá-
lands. Kiwiávöxturinn er brúnleitur að
utan en dökkgrænn að innan. Sé
ávöxturinn farinn aö linast örlítið er
hann nægilega þroskaður og safaríkur
til að neyta hans. Kiwi ætti að vera
mjúkur eins og þroskuð pera þegar
hann er borðaöur. Allt nema hýðiö er
borðað. I miðjum ávextinum em
margir smáir dökkir kjamar sem
borðast með, samanber banana.
Kiwiávöxtur er auðugur af C-víta-
mínum, eða um 120 mg í hverjum 100
grömmum, sem er nægilegt C-vítamín
fyrir mann á dag.
Ávöxturinn hefur nokkuð sérstaka
eiginleika. Ef honum er nuddað vel í
Ástríða en
I síðustu viku birtist á neytendasíðu
grein um á vöxt sem nefndur var guava
og honum lýst nákvæmlega ásamt
mynd. Eitthvað hefur skolast til í nöfn-
um og mun réttvera aö ávöxtur þessi
heitir ástríðu-ávöxtur (Passionávöxt-
ekki guava
ur). Hins vegar er guava grænmeti og
líkist í lögun smávaxinni gúrku.
Það fylgir líka að ástríðu-ávöxturinn
er, eins og nafnið bendir til, gómsætur
og af einhverjum ástæðum kostar
stykkiö sex krónur. APH
kjöt, þá verður það meyrt að 1—2 tím-
um liðnum. Kílóverð á kiwi er á
verðbilinu frá 180 krónum í 230 krónur,
hver ávöxtur vegur um 100 grömm.
-RR
Kiwisalat
400 g klwi
200 g gul og rauð paprika
1 meðalstór laukur
2 appelsínur, ca 200 g hvor
1 epli, ca 200 g
3 msk. salatolia
2 msk. sérríessens
5 msk. sojasósa
1 tsk. sykur
salt og nýmalaður pipar eftir smekk.
Gul og rauö paprika skorin í þunnar
ræmur, laukurinn skorinn í þunnna
hringi. Appelsínur, epli og kiwi skræld
og skorin í sneiðar, allt sett í skál.
Salatolíu, sherríessens og sojasósu
hellt yfir, sykur settur í og hrært vel
saman. Sett í salatskálar. Salt og pipar
stráð yfir eftir smekk.
Kiwi með öllum mat
Kiwisneiðar soðnar með matnum
eða þeim raðaö hráum ofan á réttinn,
sama hvort um er að ræða fisk- eða
kjötrétt. Ávöxturinn settur saman við
hvers konar salöt og borinn fram með
mat. Kiwi er ágætt innan í samloku
ásamt öðru áleggi. Þá er ávöxturinn
mikið notaður til skrauts á kökur og
eftirrétti, á ís og brauðtertur. Þá er
kiwi einnig mikið til prýði og bragð-
auka á ostapinnum.
Börnin eiga auðvitaö að vera í belt-
um eða barnabílstólum i aftursæt-
inu og barnaöryggislæsingar á
hurðum.
«læ
FEROAR
Mjog þægilegur hiti, ca 18—25°C.
8—15 daga ferðir, brottfarir
alla mánudaga.
Gisting á góðum hótelum í
2 verðflokkum.
EITTHVAÐ
nýtt
Yfir heit^íad^bjódum
enska badstrond i
Bournemoutn.
Verð frákr.
15.300
Starfsfólk Iceland Centre í London mun taka á móti farþegum og veröa þeim til halds og trausts í
öllum ferðum (íslenskt starfsfólk).
Sumarfrí í Bournemouth er fyrir unga sem aldna.
Badstrandarlíf, leikir, sport og skemmtanir.
Möguleiki á íslenskum barnfóstrum.
Boðið verður upp á eins dags ferðir og styttri skoðunarferðir, t.d. til Isle of Wight, um nágrenni
Bournemouth og verslunarferð til London. ÚTSÖLURNAR eru byrjaðar.
Reynið nýjan og mjög athyglisverðan ferðamöguleika
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899