Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Side 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 23. AGUST1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur — verslunareigandi á rétt á aukaferð frá Mjólkursamsölu ef vantar í pöntunina „Það fæst aldrei léttmjólk á mánu- dögum í versluninni KRON viö Lang- holtsveg,” sagði neytandi sem hafði samband við DV. Blaðamaöur hafði því samband við umrædda verslun og leitaði skýringa á léttmjólkur- skortinum. „Léttmjólkin er einfald- lega ekki til afgreiöslu á mánudags- morgnum þó að hún hafi verið pöntuð. Mjólkurbíllinn kemur á tímabilinu frá klukkan 9—12.30 og þá er oft engin létt- mjólk því aö hún hefur ekki verið til í Mjólkursamsölunni ’ ’. DV hafði því næst samband við sölu- deild Mjólkursamsölunnar. Létt- mjólkurmagnið er mismikiö á mánu- dagsmorgnum og fer það eftir því hve mikil léttmjólk var aflögu föstu- deginum áöur. Þegar fyrstu feröir fara frá Mjólkursamsölunni á morgnana þá er ekki farið að tappa á upp á nýtt og kemur þá fyrir að léttmjólk, rjóma og fleira vantar í afgreiddar pantanir. Ef verslunareigendur hafa pantað mjólkurvörur, sem ekki berast versluninni á mánudagsmorgni, þá eiga þeir rétt á að farin verði aukaferð síðar sama dag eða þegar vörurnar, sem á vantaði, eru tilbúnar til af- greiðslu. Ætti því ekki að koma fyrir að sérstakar mjólkurvörur vanti allan daginn í nokkurri verslun. -RR Oft var biðin iöng á gömlu póst- stofunni og ekki hefur afgreiðslan lagast með tilkomu nýju tollpóst- stofunnar, sagði bókamaður mik- itt sem hafði samband við DV og kvartar hann sáran yfir að þurfa að leysa út bókagjafir gegn greiðslu á söluskatti. IVú lækkar verð á grænmeti vegna offramleiðslu og ættu íslendingar þviað nota tækifærið og neyta grænmetis isem flest mál. Blómkál hefur þegar lækkaö í verði og er allt útlit fyrir að aðrar græn- metistegundir fylgi í kjölfarið. Ástæðan er offramleiðsla á grænmeti og sjá sér margir hag í því að kaupa nokkurt magn grænnetis, snöggsjóða og frysta. Við gefum hér upp suðutima á helstu grænmetistegundum bæði fyrir og eftir frystingu. En algengast er að snöggsjóða grænmetið í um 2 mínútur áður en það er fryst og 5-6 mínútur er suðutiminn áður en græn- metið er borið fram. Áöur en grænmetið er soðiö og fryst er ráðlagt að skera það niður í stóra bita, teninga, báta eða strimla. Grænmetið er hreinsaö undir rennandi vatni, látið í sjóðandi vatn sem rétt flýtur yfir matvöruna. Soðif samkvæmt suðutíma sem upp er gefin í í töflunni, síðan er grænmetið tekiö upp úr og snöggkælt, best er að nota klakavatn til þess. Vatnið er látið renna vel af grænmetinu áöur en það er fryst. Nýsoðið grænmeti er mjúkt og af- lagast gjarnan í frysti ef þröngt er um það. Til að það líti út sem fallegast er ráðlagt að raða því á fat, breiða plast eða álpappír yfir og láta standa í frysti í fáeinar klukkustundir. Því næst er þaö tekið aftur út og pakkað hverju fyrir sig í plastumbúöir, merkt og dag- sett, áður en þaö er fryst á ný. Þegar grænmetiö er síðan tekið út til neyslu er örlítið salt látið í suðuvatnið. Soðið grænmeti með öllum mat Soðið grænmeti á vel viö alla kjöt- og fiskrétti og það bragöast vel sé því blandaö saman við hrá grænmetis- salöt. Einnig má nera grænmeti á borð sem sjálfstæðan rétt og þá gjarnan með smjöri, kryddsmjöri eða hollandaissósu. Sósan er fáanleg i bréfum og auöveld í matreiöslu, inni- haldi pakkans er hrært saman við smjörlíki, mjólk og vatn. Einnig á þaö mjög vel við soðið grænmeti aö útbúa sósu samkvæmt þessari uppskrift: Hrárri eggjarauðu er hrært saman við örlítiö salt og pipar. Bragðbætt með Suðutími er noknurn veginn sá sami á helstu grænmetistegund- um en taflan gefur nákvæmar tölur. Það nægir að salta örlítið i vatnið þegar grænmetið er soðið eftir frystingu. graslauk eða persille. Ef til er kalt, soðið grænmeti, til dæmis frá deginum áður, er vel við hæfi að bera það fram í hveitijafningi. Ef til er grænmetissoð er ágætt að nota það í jafninginn sem samanstendur af smjöri eöa smjörlíki og hveiti sem er hrært saman í jöfnum hlutföllum. Rjóma eða mjólk er blandað saman við og kryddað meö fíntskornum kryddjurtum. Gratinerað grænmeti Soönu grænmeti er raðað í eldfast mót, gjarnan má bæta viö sveppum, lauk og öðru tilfallandi, jafnvel soðn- um kartöflum og fiskbitum. Tveimur eggjarauðum hrært saman ásamt kryddi og hellt yfir og rifnum osti stráð yfir. Hitaö upp í örbylgjuofni eða ofar- lega í bakaraofni í fáeinar mínútur við 225—250 gráða hita. -RR BÓKAGJAFIR AD UTANÞARFAÐ LEYSA ÚT GEGN GREIÐSLU „Nú er ekki hægt að fá sendar bókagjafir aö utan nema greiða af þeim skatt þegar tekið er við „gjöf- inni”. En sendandi bókanna liefur þegar greitt skatt af þeim erlendis”, sagði bókamaöur mikill sem haföi samband við DV. Þá sagði hann jafn- framt að ef verðmæti bókarinnar næmi meira er 250 krónum bæri mót- takanda að greiða skatt af þeirri upphæð sem þar er umfram. Kvað hann þetta vera hlægilega upphæð að miða við þar sem bækur eru dýrar i dag og fáar undir 250 krónum. Afgreiðslu á tollpóststofunni í Ar- múla kvað hann vera mjög sein- virka. Bið á hinni nýju póststofu fer upp i 40 mínútur og að hans mati er þetta mun verra en var á gömlu tollpóst- stofunni þó að oft væri það slæmt þar. Lét hann í ljós mikla óánægju með þennan sérstaka skatt á bókum sem ekki var áður. Því þá var ekki mannskapur til aö rífa upp bóka- gjafir og skattleggja þær. Ríkið hefur mestar tekjur af söluskatti og tollum Þá vísaöi hann á grein, sem birtist í Morgunblaðinu 12. ágúst síöastliðinn, undír yfirskriftinni „Staða rikissjóðs er góð”. Þar er rætt viö Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra og Ragnar Arnalds, formann þingflokks Alþýðubanda- lagsins. Þar segir Ragnar meðal annars: „Það liggur fyrir hvernig staðan er eftir fyrstu sex mánuði þessa árs og það kemur í ljós að toll- tekjur af innflutningi hafa verið óvenjulega miklar, en þær hafa hækkað um 52% fyrstu sex mánuði þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra svo og söluskattstekjur.” Þá segir hann einnig: „Þeir þættir sem rikið hefur mestar tekjur af, það er að segja söluskattur og tollar, hafa hækkaö meira en tvöfalt meira en launakostnaður.” „Söluskattsinnheimta hert eftír flutning Tollpóststofunnar” segir í fyrirsögn í sama blaði þar sem Bjöm Hermannsson tollstjóri er tekinn tali. Þar segir hann meðal annars: „Þær bækur, sem eru aö verðmæti 250 krónur eða meira, eru söluskatt- skyldar og þannig hefur það verið um allnokkurt skeið”. „Eina breytingin sem orðið hefur í þessum efnum er að þegar Tollpóst- stofan flutti fyrr í sumar inn í Armúla, þá byrjuðu tollverðir að vera viöstaddir upptöku á öUum pósti frá útlöndum og þaö eru þeir sem ákveða hvað er toilskylt eða söluskattskylt, en ekki póstmenn einsogþaðvaráður.” Hinn óánægði bókamaður, sem haföi samband viö DV, vildi benda á að föt hefði hann fengið send að utan án þess að þurfa að leysa gjöfina út með skattálagningu og því ætti sami háttur að vera hafður á um bækur þar sem er verið að taka við send- ingu sem þegar hefur verið greiddur skattur af erlendis. DV hafði samband við Björn Hermannsson tollstjóra og spuröist fyrir um hvort honum þætti raunhæft að greiða beri söluskatt af bókum sem eru dýrari en 250 krónur, þar sem fáar bækur eru undir því verði. „Þetta eru reglur sem við ekki setjum, það er stjórnarráðið. Eg legg því ekkert mat á það hvað er raunhæft og hvað ekki,” sagði Björn Hermannsson. -rr , SUÐUTIMl . ^iGRÆNMEflS fíkt&diMx Bí&ríh&teA Blomn&ut&tyn SC'Wfrá’ Gn&i'Mí úofrwtur 6 ?rrVfl s-e ~ 45 “ 4'sf 2-4 " 6 8“ a 10- W12~ Hmi! fteuökdi RósirM’ Óteft SvíJE ipie Stesmfci ÍM' y.f'kvsf ogGt,i"y‘siJ‘u> frystásoöiö | tV' "'ftVKU 2 4mm { 6 O’rth Fuifso&ó og kry&teió fynr byst&Kfu: 2 4 nmtorsíiös I S-Bmin 2 tvQn fetsw&í B&ö nffóð >/cp sumtir, srýx> < 2 3 •'»*» TfySfírtm>M Mánudagsmorgna þegar fyrsta ferð er frá Mjólkursamsölunni i Reykjavik er farið með það sem til er frá föstudeginum áður. Ef vantar vörur i pantanirnar eiga verslunareigendur rétt á að fá þær sendar síðar sama dag. Engin léttmjólk á mánudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.