Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Page 20
20
DV. FIMMTUDAGUR 23. AGUST1984.
(þróttir
íþrótti
íþróttir
(þróttir
lan Rush
meiddist
íDublin
— ogeftil villveröur
að skera hann upp
í Ármúla 19
Sexfélögíúrslita-
keppni4. deildar
Ian Rush, hinn marksækni ieikmað-
ur Evrópumeistara Liverpool, sem
skoraði 49 mörk sl. keppnistimabil,
missir af fyrstu leikjum Liverpool.
Rush meiddist á hné á mánudags-
kvöldið þegar LJverpool vann sigur, 3-0, í
vináttuleik gegn Homa Farm í Dublin.
Það er nú búið aö tappa af vatni sem
var á milli liða í hnénu og síðan mun
koma í ljós á sunnudaginn hvort
meiöslin eru alvarlegri og þarf að skera
hannupp.
Meiðsli Rush eru mikið áfall fyrir
Liverpool því að vöm félagsins á Eng-
landsmeistaratitlinum, sem þaö hefur
unniö sl. ár, hefst á laugardaginn í
Norwich.
•Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liver-
pool, sagðist vona að meiðsli Rush væru
ekki alvarleg — aðeins smátognun á
liðböndum en þaö getur farið svo að
meiðslin séu mun alvarlegri en
það, sagði Fagan. -SOS
— 38 þúsund kr.
í verðlaun á miklu móti
íbilljard sem fram fer
íÁrmúlal9
Hinn heimsfrægi billjardkennari,
Bob Willlams frá Englandi, kemur til
landsins í dag og mun næstu mánuði
kenna bllljard í billjardstofunni Ár-
múla 19. Er hér um að ræða tækifæri
sem áhugamenn um þessa skemmti-
legu iþrótt ættu ekkl að láta framhjá
sér fara.
Dagana 15. og 16. september fer
fram úrtökumót í billjardstofunni
Ármúla 19 fyrir heljarmikið mót sem
haldiö verður að Ármúla 19 um
mánaðamótin október nóvember. Þá
mæta til leiks valinkunnir billjard-
menn frá Englandi, tólf talsins, meðal
þeirra atvinnumaðurinn Joe Johnson
og í það minnsta tveir enskir landsliðs-
menn. Tólf efstu menn á úrtökumótinu
etja siðan kappi við þá ensku á stóra
mótinu í nóvember. Fyrstu verðlaun
þar verða 500pund (20þúsund ísl. kr.),
önnur verðlaun verða 250 pund (10
þúsund ísl. kr.) og þriöju og fjórðu
verðlaunl00pund(4þúsund). -SK.
Nú er ljóst hvaða sex félög taka þátt í úr-
slitakeppni 4. deildar. tR, Ármann og Léttir
keppa í A-riðli og Tjörnes, Reynir, Arskógs-
strönd, og Lelknir frá FáskrúðsBrði í Rriðll.
Urslitakeppnin hefst 29. ágúst og lýkur 15.
september. Þá leika sigurvegararnir úr riðl-
unum tvelmur, sem tryggja sér 3. deildar sæti
næsta keppnistímabil, um það hvaða félag
verður 4. deildarmeistari.
Missa tveir dóm-
arar réttindin?
Leikmaöur í 1. deild fékk í tvígang eitt refsistig þegar hann átti að
fá fþað minnsta þrjú ★ Skiluðu dómararnir inn röngum ieikskýrsium?
„Ég get ekkert látið hafa eftir mér
um þetta mál á þessu stigl. Ég átti
fund með þelm tveim dómurum sem
hlut eiga að máli. Þelr skýröu sín
sjónarmið í málinu. Þetta mál
verður síðan tekið fyrir fljótlega á
stjórnarfundi hjá Knattspyrnu-
dómarafélaginu,” sagði Grétar
Norðfjörð, formaður knattspyrnu-
dómaraféiags íslands, í samtall við
DV í gærkvöldl.
Tveir knattspyrnudómarar sem
dæma í 1. deild liggja nú undir grun
um að hafa skilaö inn röngum
skýrslum til aganefndar KSI. I leik
Kefiavíkur og Breiöabliks braut
Benedikt Guömundsson mjög gróf-
lega á einum leikmanni IBK og fékk
aö sjá gula spjaldið fyrir hjá dómara
leiksins. Samkvæmt starfsreglum
aganefndar KSI um leikbrot leik-
manna á að veita fjögur refsistig
fyrir háskalegan ieik, þrjú refsistig
fyrir grófan leik og eitt refsistig fyrir
„aðra minniháttar óprúðmannlega
hegðun”. I skýrsiu dómarans í leik
IBK og UBK fékk Benedikt eitt refsi-
stig. Eftir leikinn kom Benedikt að
máli viö dómara leiksins og spurði
hann hve mörg refsistig hann fengi.
Dómarinn svaraöi: „Ertu tæpur.”
Vitni er að þessum samræðum.
Aftur fékk Benedikt
eitt refsistíg
1 leik Fram og Breiðabliks braut
Benedikt mjög gróflega ó Guðmundi
Steinssyni. Flestir voru jafnvel á því
að rauða spjaldiö hefði veriö réttlát
refsins. Benedikt fékk gula spjaldið.
Eftir leikinn ræddi Magnús Jóna-
tansson þjálfari Breiðabliks, við
dómara leiksins. I skýrslu dómarans
til aganefndar fékk Benedikt aöeins
eitt refsistig, sem sagt fyrir „aðra
minniháttar óprúömannlega fram-
komu”. Svo vUdi til að í það minnsta
einn meölimur aganefndar KSI var á
leiknum og sá umrætt brot Bene-
dikts. Það vakti furðu hans að í
skýrslu dómarans eftir leikinn fékk
Benedikt eitt refsistig.
Aganefnd
tók málið fyrir
A fundi aganefndar var máliö tekið
fyrir, rætt og vísað til stjómar Knatt-
spyrnudómarasambands Islands
þar sem það nú er. Verði þessir tveir
dómarar sekir um að hafa skilað inn
rangri skýrslu eiga þeir bóðir á
hættu að missa dómararéttindi sín.
Stjórn KDSI hefur völd til þess aö
svipta dómara réttindum sínum
verði sannað að þeir hafi gerst brot-
legir í starfi. Það hefur aldrei átt sér
stað hér á landi að dómari hafi misst
réttindi sín fyrir afglöp í starfi og
fari svo nú verður brotið blað í sögu
dómaramála á Islandi.
-SK.
• Arnór Guðjohnsen byrjaði vel í belgh
skoraði glæsilegt mark fyrir Anderli
Tveir titlar til KR
KR-ingar urðu Islandsmeistarar í 3.
flokki þegar þelr unnu sigur 1—0 yfir
Fram í úrslitaleik í Keflavík um sl.
helgi. Það var Heimir Guðjónsson sem
skoraði mark þelrra í fyrri hálfleik.
KR-ingar urðu einnig Islands-
meistarar í 2. flokki en aftur á móti
misstu þeir af meistaratitlinum í 4
flokki á elleftu stundu — töpuöu úr-
slitaleik 1—2 fyrir Akranesi á Selfossi
eftir að hafa haft yfir 1—0.
Hér á myndinni sjást Islands-
meistarar KR í 3. flokki. Lárus Lofts-
son þ jálf ar flokkinn.
-SOS/DV-mynd: EMM
Margir snjall-
ir kylfingar
— leika golf í Grafarholti
NM-mótið hefst á morgun
Norðurlandamótið i golfl fer fram á
Grafarholtsvelli á morgun og laugar-
dag. Keppnin hefst klukkan átta í
fyrramálið og verða leiknar 36 holur
hvorn dag. Ásamt einstaklingskeppn-
inni verður keppt í sveitakeppnl. Sex
kylfingar skipa hverja sveit og fimm
bestutelja.
Búist er við mjög skemmtilegri
keppni og vitað er að margir snjallir
kylflngar verða á meðal þátttakenda.
Meðal þeirra eru menn með mínus
einn eða tvo í forg jöf. Verður gaman að
fylgjast með íslensku keppendunum á
mótinu. Þeir leika á heimavelli og ætti
þaö að ýta undir góðan árangur þeirra
á mótinu þótt við snillinga sé aö eiga.
Má víst telja að enginn áhugamaöur
um golf verður svikinn af því, frekar
en venjulega, að líta upp í Grafarholt.
Keppnin hefst eins og áður sagöi
klukkan átta í fyrramálið. Þá fer
fyrsta hollið í karlaflokki út og síöan
verða næstu holl ræst út með tíu mín-
útna millibili. Karlarnir hefja síðan
seinni átján holumar á morgun
klukkan hálftvö.
Keppni kvenna hefst klukkan tíu í
fýrramáliö og þær hefja síðari hring-
inn klukkan hálffjögur.
Mótsstjóri verður Gunnar Torfason.
-SK.
Amór skorac
góðuvbanana
— Anderlecht vann stórsigur, 9:2, gegn nýHðum I
belgísku knattspyrnunnar í gærl
Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni
DVíBelgíu:
Anderlecht, liðlð sem Amór
Guðjohnsen leikur með í Belgíu, byrj-
aði keppnistímabilið með glæsibrag.
Liðið vann nýliða Racing Jet á útivelll
með miklum mun, 9—2. Amór Guð-
johnsen kom inn á sem varamaður fyr-
ir Frank Araesen í leikhléi og skoraðl
sjötta mark Ánderlecht með góðu
bananaskoti fyrir utan vítateig. Stuttu
síðar reyndi Amór sama leik en þá sá
markvörður nýllðanna, Everaert, við
Ámóri og tókst að slá knöttinn í slá og
yfir.
Fimmtán þúsund áhorfendur tryllt-
ust af fögnuöi eftir aðeins 40 sekúndur
þegar Racing Jet náöi forystunni öll-
Lewis talar
íkirkju
Carl Lewis, sem vann fern gullverðlaun á
nýafstöðnum ólympiuieikum, er væntanlegur
til Hollands um miðjan næsta mánuð, nánar
tiltekið til borgarinnar Utrecht.
Kappinn mun breyta út af vananum f þetta
skiptið svo um munar. Hann hvorki hleypur
né stekkur í fþréttamótum. Hann ætlar sér að
taia f kirkju f bænum en hann er sagður mjög
trúaður maður og mun tilheyra elnhverjum
sértrúarsöfnuði f Bandarfkjunum. -SK.
um á óvart. Það var Ferguson sem
skoraði markið. I kjölfarið fylgdu fjög-
ur mark frá Anderlecht áður en Gee-
beelen minnkaði muninn í 2—4. Þeir
sem skoruðu fyrir Anderlecht voru:
Czemiatynski 2, Grun 2, Scifo, Van Der
Berg, Vercauteren, Amesen og Amór.
öruggur sigur andstæðinga
Skagamanna
Meistarar Beveren, andstæðingar
Skagamanna í Evrópukeppni meist-
araliða, sigmðu nokkuð örugglega lið
Beerschot á heimavelli, 3—1. Nollet
skoraöi þó fyrsta mark leiksins fyrir
Beerschot. Stuttu síðar fékk Beveren
vítaspymu sem Scönberger misnotaði.
Jöfnunarmark Beveren var sjálfs-
mark Eikelboom, Scönberger bætti
síðan fyrir mistökin og skoraði 2—1 og
Peter Creve skoraði síðan þriöja mark
Beveren og innsigiaði sigur meistar-
anna.
• Sævar Sigurðsson og félagar í
Cercle Brugge náöu aðeins jafntefli á
heimavelli gegn FC Liege 0—0.
Searing, sem lýst var gjaldþrota ekki
alls fyrir löngu, er nú rekið af gömlum
leikmönnum liðsins og flestallir núver-
andi leikmenn liösins eru ungir að ár-
um. Þeir gerðu sér lítið fyrir og
náöu jafntefli gegn bikarmeisturum
Ghent á heimavelli, 3—3.
DV-lið 15. umferðar
Þrfr nýliðar eru f DV-liði 15. umferðar 1. deildarkeppninnarsemerþannigskipað:
Bjaml Sigurðsson (5)
Akranesi
Guðmundur Kjartansson (1)
Val
ÞorsteinnÞorsteinsson (2)
Fram
Haildór Áskelsson (2)
Þór
Slgurjón Kristjánsson (2)
Brelðabllki
Bjaml Sveinbjörasson (3)
Þér
Þorsteinn Vilhjálmsson (1)
Fram
GuðniBergsson (6)
Val
Sveinbjöm Hákonarson (2)
Akranesi
Hilmar Slghvatsson (1) ,
Val
Guðmundur Steinsson (6)
Fram
(þróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir