Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. Aðalf undur Stéttarsambands bænda: Vilja eina stjórn yfir alla búvöruframleiðslu — og set ja búmark á svína- og alif uglabændur Á aðalfundi Stéttarsambands bænda kom fram að almennur vilji er fyrir því að setja alla búfram- leiðslu undir eina stjórn. Það sé ekki réttlátt aö vera stoöugt að skera niður hinar hefðbundnu búgreinar á meðan ekkert búmark er hjá svina- og alifuglabændum. Fundurinn legg- ur því tU að komið verði á búmarki í öllum búgreinum i landinu. Fundurinn leggur einnig tU aö því gjaldi sem komiö var á í sumar, svo- kölluðum 70% kjamfóðurskatti, veröi aflétt. Það séu engin rök fyrir því aö mismuna kjötf ramleíðendum í landinu meö því að greiöa þetta gjald bara tU svína-og alif uglabænda. Sem lausn á þessu leggur fundur- inn tU að tekin verði upp skömmtun á kjamfóöri til allra búgreina. Vægt innflutningsgjald yrði tekið af því magni sem þykir hóflegt fyrir hver ja grein en umframmagn yrði hins veg- armeð háugjaldi. „Þetta eru forsendur tU að geta unnið að nýrri skipulagningu fram- ieiðslugreinanna,” segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi á önguls- stöðum. Stéttarsamband bænda feiur f ram- leiðslustjóm að vinna aö þessum málum. Beri sú vinna ekki árangur á nasstu vikum verður álagning 70% gjaldsins tekin tii endurskoðunar. APH Niðurgreiðsla á kartöflur? Aöalfundur Stéttarsambands bænda leggur tU að rekstur kartöfluverk- smiöjanna verði tryggður, t.d. með því' að niöurgreiöa kartöflur. Nú sé fyrirsjáanleg mikil kartöflu- framleiðsla og eftir að niðurgreiðslum á kartöflum var hætt hafi samkeppnis- aðstaða kartöfluverksmiðjanna versn- að. Hingað tU landsins sé óheftur flutningur á frönskum kartöflum frá EFTA-löndum og Kanada og sé nauð- synlegt að efla samkeppnisaðstööu innlendra framleiðenda gegn þessum vörum. APH / lok aðalfundar Stóttarsambands bænda var smáhló vegna þess að beðið var eftir einni ólyktun. Þá var brugOið ó þaO ráO aO lótta aOeins iundina og raddböndin þanin. D V-mynd A PH. Á að vera í okkar höndum Fundurinn var sammála um að vara ætti við öllum tUraunum til að rjúfa þá samstööu sem ríkir meðai bænda um hagsmunamál stéttarinn- ar. ÖU sala og meðferð á framleiðslu- vörum bænda á að vera í þeirra höndum og fyrirtækja sem þeir stjóma sjálfir. Þetta eigi að ná að smásölu og með slíku fyrirkomulagi sé hag framleiöenda og neytenda best borgiö. APH FRAMTTÐ SEXMANNA- NEFNDAR ER ÓUÓS Framtíð sexmannanefndar er endurskoða þurfi verðmyndunar- fram hugmyndir um aö ákveða eigi nokkuð óljós um þessar mundir. Eins kerfið. ..Spurningin er hvort hægt sé verð búvara með samningum miUi og kunnugt er hefur Sjómannafélag að finna aðUa sem vilja taka viö hlut- stjórnvalda og framleiðenda. Þá eru Reykjavíkur og Landssamband iön- verki viðsemjenda viö framleið- sumir þeirrar skoöunar að bændur aðarmanna dregið fuUtrúa sína úr endur,”segir Jón Helgason landbún- eigi sjálfir að ákveða verð á búvör- nefndinni. Það hefur þvi faUið í hlut aðarmálaráðherra. unni. félagsmálaráðuneytisins aö skipa Hann telur aö Alþýðusambandið En breytingar á verðmyndunar- fuUtrúa neytenda í nefndina. Fund- komi tU greina í þessu sambandi og kerfinu verða ekki gerðar nema með armönnum hefur orðiö tíðrætt um hefur rætt við forsvarsmenn þar um breytingum á framleiðsluráöslögun- hvaðsétUráðaíþessumáli. aöhefja viðræður. um. Landbúnaðarráðherra telur að Á fundinum hafa einnig komið APH/EA Stéttarsambandið: Óhressir meðfjöl- mSðlana Eins og þegar hefur komið fram voru flestir fuUtrúar á aðalfundi Stétt- arsambands bænda óhressir yfir með- höndlun fjölmiðla á landbúnaðarmál- um. Fundurinn samþykkti því ályktun þar sem þessum gegndarlausa og órökstudda áróðri, eins og það er orð- að, er harðlega mótmælt. Skorað er á stjómendur fjölmiðla að þeir sjái svo um að þeir sem fjalla um landbúnaöarmál vandi til verka. Þá er því einnig komið á framfæri til stjóm- ar Stéttarsambandsins að hún standi vel á verði gegn rangtúlkunum á mál- efnum landbúnaöarins. Og það sé nauðsynlegt að efla upplýsingaráðgjöf til starfsfólks fjölmiðla, m.a. með fræðslufundum og kynningarferðum. Þess má geta að þegar hefur verið ákveðið að halda námskeið fyrir fjöl- miðlafólk um landbúnaðarmál og verð- ur það haldið í næstunni. APH Stefnt verði að svæða- búmarki Aðalfundur Stéttarsambands bænda beinir þeim tillögum til Framleiðslu- ráðs að þaö láti vinna tillögur um svo- kallað svæðabúmark. Fulltrúar bænda á fundinum vom sammála um að nú- verandi fyrirkomulag á skiptingu bú- marks væri ófullkomiö. Helgi Jónasson, bóndi á Grænavatni, flutti þessa tillögu. Hann sagði að enn væri nokkur ágreiningur um það hvernig framkvæma ætti svæðabú- mark. Talað hefur veriö um aö fara eftir sýslumörkum, sveitarfélögum eöa búnaöarfélögum á hver jum stað en mögulegt er að enginn þessara kosta verði nýttur. Svæðabúmarkshugmyndin byggir á því aö úthlutaö verði búmarki til ein- stakra landshluta eöa svæða sem síöan skipta á milli sín búmarkinu. Bændur voru sammála um aö þessar aðgerðir væru nauðsynlegar en ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um hvað verður notað til grundvallar við úthlutun svæöabúmarka. APH j dag mælir Dagfari______________I dag mælir Dagfari_____ í dag mælir Dagfari Viðburðurí sjónvarpssal Mikill fengur var að umræðuþætt- inum með Milton Friedman í sjón- varpinu. Ekki vegna þess að þar kæmí fram einhver ný speki efna- hagsmáia því kenningar Friedmans eru orðnar vel kunnar þeim íslend- ingum sem áhuga hafa. Það sem gaf þættinum fyrst og fremst gildi var að Friedman gaf andmælendum sínum slíka hirtingu að með fádæmum er í sjónvarpsþætti. Þremenningarnir sem sóttu að hagspekingnum gerðu það með þeim aðferðum sem þykja sjálfsagðar í umræðuþáttum hér á landi, það er að segja með því að gera honum upp orð og skoðanir, rangfæra kenningar hans og notuðu öli þau meðöl önnur er þykja ómiss- andi í stjórnmálaumræðu hér. En gamli maðurinn neitaði einfaldlega að láta bjóða sér slikt. Hann rak ofan í viðmælendur sína hverja vitleys- una á fætur annarri af festu og öryggi. Þetta kom þremenningunum í opna skjöldu og þeir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Meira að segja varð orðhákurinn Ölafur Ragnar Gríms- son svo hlessa þegar Friedman rak hann á gat hvað eftir annað að þing- maðurinn kom vart upp orði og sat lengst af þögull, sem verður að tekj- ast til tíðinda og það stórra tíöinda. Þegar sjónvarpið efnir til umræðu- þátta þar sem stjórnmálamenn eru kallaðir til að skiptast á skoðunum eru lítil takmörk fyrir því sem áhorfend- ur verða að þola. Þeir eru einfald- lega hafðir að fíflum. Umræðan gengur einkum út á það að menn bera sakir hver á annan með þelm formerkjum að ekki hafi nú ástandið verið betra þegar þinn flokkur var við völd og allt sem þú segir er tómur þvættingur. Þetta hefur landsmönn- um verið boðið upp á árum saman og stjórnendur slikra umræðuþátta löngu gefist upp á að gegna skyldum sínum, hafi þeim þá einhvern timann verið ljóst hverjar þær skyldur eru. Af þessum sökum heyrir það til sjaldgæfra viðburða ef eitthvað af viti kemur út úr þáttum af þessu tagi. Nú brá svo viö að mættur var til leiks maður sem er vanur umræðum og skoðanaskiptum þar sem lágkúr- an er ekki höfð að leiðarljósi. Hann áttar sig fljótt á hinum íslensku bar- dagaaðferðum og ákveður að gefa islenskum sjónvarpsáhorfendum kost á að sjá í gegnum blekkinguna. Friedman rúllaði andmælendum sín- um upp eins og stundum er sagt á íþróttasíðunum. Sýndi fram á að hann gerir skýran greinarmun á fræðilegum kenningum og stjórn- málaskoðunum. Það var nýtt fyrir þremenningunum. Þeir gátu ómögu- lega skilið að hægt væri að hafa prívatskoðanir í stjórnmálum án þess að þær kæmu fram í öllu sem viðkomandi gerði í sinni fræöigrein. Ekki sist átti prófessor Ólafur Ragn- ar erfitt með að átta sig á þessu og kom það fáum á óvart. Þjóðfélags- fræðingurinn notaði tækifærið tfl að barma sér fyrir framan aiþjóð yfir slæmum efnahag. Sá gamli sá aum- ur á drengnum og eftir þáttinn bauð hann honum að koma á fyrirlestur- inn á sinn kostnað. En þá afþakkaði þjóðfélagsfræðingurinn á þeim for- sendum að þaö værufleiri en hann sem ekki hefðu efni á að koma ef þeir þyrftu sjálfir aö borga. En það var víst allt í lagi aö láta einhverja aðra borga. Kenningar Friedmans eru um- deildar og langt í frá að öllum þyki mikið til þeirra koma. En þátttaka hans í umræðuþætti í sjónvarpinu gerði þáttinn eftirminnilegan fyrir þær sakir að þarna fór maður sem neitaði að færa sig niður á plan íslenskrar lágkúru í sjónvarpsum- ræðum. Neitaði að láta viðmælendur sina komast upp með rangfærslur og að hagræða tilvitnunum í ritgerðir og bækur. Eftir sátu kindarlegir þremenningar og róluðu fótunum því lítið var að segja þegar ekki mátti svindla. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.