Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. 31 Hvílik meðferð. Húsavíkurhljómsveitin Special Treatment með rafmagn- aða tóna við rafmagnað Ijósasjó. „Æðislega, ofsalega frábærir tónleikar." DV-myndir: Ingibjörg. „Sérstök meðferð” í Húsavíkurbíói: Þakklátir Abba í bíóinu og Ásvaldi fyrir Ijósasjóið Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, frétta- ritara DV á Húsavik: „Hei, þú, veistu aö það verða hljóm- leikar í Húsavíkurbíói á þriðjudags- kvöldið kl. 9.” Svohljóöandi auglýs- ingar blöstu við Húsvíkingum og ekki uppsettar á þennan gamla venjulega hátt heldur málaðar á fyrrverandi vélarhlífar bíla. Greinilega ætluöu einhverjir meö hugmyndarflugið í lagi að fara að gera eitthvað. Á þriðjudagsmorgun hringdi til mín ungur maöur, kynnti sig kurteislega og bauö mér aö mæta sem fréttaritari DV. Eg reiknaði í snarhasti út hvaö 33 ára kelling mundi halda lengi út að hlusta á unglingahljómsveitir og sagðist koma kl. 10 en mikiö sá ég eftir því aö koma ekki fyrr og mikiö vor- kenni ég hinum fréttamönnunum, sem komu alls ekki, aö missa af því aö yngjast um 20 ár smástund. Eg sagði í mestu einlægni „jú” þegar unga daman spuröi hvort mér fyndust þeir ekki æðislega, stórkostlega frábærir. Já,þeirhverjir? Liðsmenn hljómsveitarinnar Special Treatment eru Kristján Viðar Har- aldsson, hljómborð, Sveinbjörn Grétarsson, gítar, Jón Ingi Valdimars- son, bassi, og Gunnar Hrafn Gunnars- son, trommur. Hljómsveitina Lucifer skipa Þráinn Ingólfsson, gítar, Þorgeir Tryggvason, bassi, Ármann Guð- mundsson, gítar, og Gunnar annast einnig trommuleik meö þeim. Þessar hljómsveitir koma fram á tónleikunum og að lokum léku allir strákamir saman við mikinn fögnuð áhorfenda sem troðfy lltu húsið. Helgi Pétursson kom einnig fram og lék m.a. á hljóðgervil. Ásvaldur Kristjánsson lýsti upp samkomuna meö geysilegu ljósasjói sem hann haföi sjálfur hannað og sett upp. Alls munu vera fimm unglinga- hljómsveitir á Húsavík núna og var þeim öllum boðið að taka þátt í þessum hljómleikum. Hljómsveitin Lucifer hefur ekki áður komiö fram opinber- lega en er búin að æfa í tæpt ár. Nú ætla piltarnir að taka sér vetrarfrí þar sem sumir þeirra fara úr bænum til náms. Special Treatment hefur æft í núver- andi mynd í um tvo mánuði. Hún kom fyrst fram í Atlavík. Allir piitamir í henni eru að fara í skóla í Reykjavík og munu halda áfram æfingum. Eftir tónleikana voru piltarnir að vonum ánægðir með viðtökurnar. Sveinbjöm sagðist hafa veriö haldinn sinni venjulegu svartsýni áður en þeir byrjuöu og hálfséð eftir aö þeir skyldu leggja út í þetta en nú sæi hann ekki eftir því lengur. Piltamir sögðust vera þakklátir Abba í bíóinu fyrir lánið á húsinu og Ásvaldi fyrir ljósasjóið og vom sam- mála um að hljómsveitir þyrftu að gera meira að því að koma svona fram. -jgh. ' j - 1 • LjL Vltitna -penninn sem fíýgur yfír blaðið kulutusspenninn frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.