Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 202. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1984. Samningaviðræður Verkamannasambandsins og VSÍ: VIUA AFNEMA TEKJU- SKATTINN Á 2-3 ÁRUM Lognið á undan storminum/’ segir Guðmundur J. Guðmundsson „Við höfum orðið sammála um að fella beri niður tekjuskatt í áföngum,” sagði Guðmundur J. Guömundsson, formaður Verka- mannasambands Islands, er hann var inntur eftir gangi viöræðna VMSI og Vinnuveitendasambands Islands til lausnar kjaradeilu þessara aðila. Sagði Guðmundur að ■ 'skattinn ætti að fella niöur á tveimur til þremur árum, frá áramótum. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSI, staöfesti þetta í samtali við DV og sagðist fyrst hafa vakið máls á þessu í sumar. ,,Eg hef lagt áherslu á þaö að lækkun tekju- skatts er trúlega áhrifaríkasta aðferðin til að bæta kjör launafólks í landinu,” sagöi Magnús. „Jafnframt tel ég þetta mildustu leiðina fyrir efnahagskerfið í heild, takist að ná fram spamaði í ríkisrekstri sem samsvarar skattalækkuninni. Meö þessu fær fólk kjarabót sem hefur ekki áhrif á verðlag í landinu, eða m.ö.o. er ekki spennuvaldandi,” sagði framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins. Þeir Magnús og Guðmundur sögðu aö lítið væri annars að frétta af gangi samningaviðræöna. „Þetta er logniö á undan storminum,” sagði Guðmundur. „Málin skýrast í þessari viku en það getur brugöið til beggja vona.” -EA Banaslys í Borgaiiirði Banaslys varð í Lundarreykjadal í Borgarfirði á laugardag. Tvítugur piltur missti stjóm á ökutæki sínu meö þeim afleiðingum aö það fór út af veginum og valt. Pilturinn varð undir og lést samstundis. Slysiö varð viö bæinn Iðunnarstaði um klukkan 17.30. ökutækið var Volkswagen án yfirbyggingar en með veltigrind. Pilturinn hét Hannes Gunnar Einarsson, til heimilis að Iðunnarstöðum. Hann lætur eftir sig unnustu. -KMG. íslands motið í skák — sjá bls. 2 Á slysstaðnum á Ártúnshöfða. D V-mynd S. Hörkuárekstur á Vesturlandsvegi: Bændaf ulltrúarnir málglaðir: Bræður fórust á Ártúnshöfða Tveir miðaldra bræður létust í mjög hörðum árekstri á Vestur- landsvegi á móts við Nesti á Ártúns- höfða klukkan 14.30 í gær. Tveir ungir menn vom auk þess fluttir á sjúkrahús. Annar ungu mannanna fékk fljót- lega að fara heim en hinn var lagöur á gjörgæsludeild. Sá var á batavegi er DV hafði samband við Borgar- spítalann í morgun og búist við að hann yrði fluttur úr gjörgæslu í dag. Ungu mennirnir vom á Willys- jeppa á leið vestur, inn í borgina. ökumaður jeppans missti stjórn á honum er annar bíll, er ók í sömu átt, rakst utan í hann við framúrakstur. Jeppinn sveigði inn á hina akreinina og skall framan á Volkswagen-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Jeppinn valt síðan út af. Bræðurnir sem lét- ust voru í Volkswagen-bílnum. Svo skyndilega varð slysið að öku- mönnum gafst ekki ráðrúm til að stíga á hemlana. Engin bremsuför sáust. -KMU. 190 ræður á aðalfundinum Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem lauk aðfaranótt sunnu- dags, voru haldnar 190 ræður, og voru það 55 ræðumenn sem skiptu þeim á millisín. Ingi Tryggvason formaöur sagði að þessi fundur markaöi tímamót og von- aðist til að þær ályktanir sem gerðar voru verði til aö auka atvinnuöruggi bænda. Eftir þennan fund er ljóst að unnið verður markvisst að því að koma framleiðslu allra búgreina undir eina stjóm. Búmarki veröi komið á í öllum búgreinum en eins og flestum er lík- lega kunnugt hefur ekkert búmark ver- ið í svína- og alifuglaframleiöslu. Full- trúar svokallaðra aukabúgreina hafa lýst áhugaá að ráðist verði í þetta sem fyrst. Þá var einnig samþykkt ályktun um stefnumótun í landbúnaði, þar sem kveöur skýrt á um hver meginmark- mið landbúnaðarstefnunnar eigi að vera. APH. — Sjá nánarbls.2 —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.