Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 13
DV. MANUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. 13 Rányrkja eða ræktun Síðan búseta hófst á islandi hefir rányrkja á gæðum og gögnum landsins verið í hávegum höfð. At- vinnuvegir íslensku þjóöarinnar hafa verið fáskrúðugir og beinst einkum að því aö taka af nægtar- brunnum jarðneskra auðæfa en það er ekki fyrr en líöur fram á þessa öld að sú hugsun kemur fram að nauðsyn beri til að hlúa að og bæta fyrir rányrkju undanfarinna alda. Eitt af því sem rányrkjan hefur nær gjöreytt á Islandi eru birkiskógarnir sem í upphafi voru útbreiddir um allt land en voru svipur hjá sjón í upphafi þessarar aldar. Þá var búið næstum því að útrýma þeim með öllu og þær fáu skógarleifar sem enn fyrir- fundust dröbbuðust óöum niður vegna gegndarlausrar rányrkju, einkum af hendi eigenda þeirra, aðallega bænda. Um þessar mundir eru að koma fram ákaflega merkilegar breytingar til hins betri vegar. Sífellt fleiri gera sér ljóst hversu mikilvægt það er að hlúa að gróðri og bæta úr þar sem þaö er auðið. Jafnvel bændurnir, sem áður gengu óspart í skógarleifarnar, bæði meö beit og skógarhöggi, eru nú byrjaðir aö rækta nytjaskóga. Það er gleöilegt að viðhorf hafa gjörbreyst til þess- ara mála og sérstaklega ánægjulegt aö það skuli vera bændur noröur í Eyjafirði og austur á Héraöi sem einna stórtækastir eru í þessa átt. Réttarvernd En ræktunarsjónarmiöin hafa og munu eiga erfitt uppdráttar eftir sem áður. í lögum um skógrækt (nr. 3/1955,17. gr.) og lögum um afréttar- mál og fjallskil o.fl. (nr. 42/1969, 30. og 31. gr.) eru ákaflega ófullkomin ákvæöi um réttarvernd þeirra sem verða fyrir ágangi húsdýra, einkum sauðfjár. Meginsjónarmiðin eru þau að sauðfé megi valsa sjálfrátt út um hvippinn og hvappinn, éta og traöka allt niður sem fyrir verður. Þeir sem ræktun vilja stunda veröa að giröa sig af með gríöarlegum kostnaöi ella eru þeir gjörsamlega réttlausir gagnvart þessum ferfættu meinvætt- um. Ræktunarstarf er um -megn, undir venjulegum kringumstæöum, nema í félagi með mörgum öörum. Rányrkjusjónarmiðin eru því miður allt of áberandi í gildandi lögum og þessu þarf nauðsynlega að breyta án nokkurs undandráttar. Það verður að taka strax af skarið aö takmarka ríkjandi yfirgangsrétt sauð- kindarinnar gagnvart ræktunar- starfi. Gildandi lagareglur um bætur til handa þeim sem veröa fyrir tjóni af völdum ágangs sauðfjár eru fólskulegar og gjörsamlega ófull- komnar. Þau viðhorf sem ríktu í upp- hafi landsnámsaldar á Islandi til sauðkindarinnar eru óbreytt með öllu, og þessu þarf aö breyta meö hliðsjón af nútíma sjónarmiðum og einnig að hér er og nauðsynlegt að stórfækka sauðfé sökum offram- leiðslu dilkakjöts og þeirra neyslu- venja sem nú eru ríkjandi í þjóöfé- laginu. Fóðureiningar i þessu sambandi er fróðlegt að bera saman hversu margar fóður- einingar svonefndar standa á bak við hvert kílógramm kjöts af mismun- andi dýrategundum: Til að f ramleiða 1 kg af: fiski þarf 1 fóðureiningu alifuglakjöti þarf 21/2—3 fóður- einingar svínakjöti þarf 4 fóðureiningar nautak jöti þarf 8—10 fóðureiningar dilkakjöti þarf 9 fóðureiningar. (Eftir upplýsingum frá Búnaöarfé- laginu). Athygli vekur að unnt er að framleiða meira en tvöfalt magn af svínakjöti en dilkakjöti samkvæmt þessu og meira en þrefalt magn af alifuglakjöti. Nýting fóðureininga við fiskirækt er langsamlega best og er undarlegt að eigi skuli vera lögö meiri alúð við þá iðju. En sérstaka athygli vekur að nokkurn veginn jafnmargar fóðureiningar þarf til að framleiða nautakjöt og dilkakjöt og verður gæöum þessara 2ja tegunda ekki jafnað saman. Hins ber þó aö gæta að fóðurkostnaður sauðfjár er nær enginn yfir sumarmánuðina. Það er undarlegt, að ekki sé meira sagt, að bændur aðlagi búnaðarhætti sína ekki betur í átt til aukinnar hag- sýni og breyttra neysluvenja með hliðsjón af upplýsingum sem þess- um. Landbúnaðarvörur eru hér á landi með þeim dýrustu í gjörvallri veröldinni og nauösynlegt er að draga sem mest úr framleiöslu- Kjallarinn GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIOSLUMAÐUR kostnaði og auka hagkvæmni eftir megni í landbúnaði. Bændur myndu vissulega mæta auknum skilningi ef þeir lærðu smám saman að aðlaga sig gjörbreyttum kringumstæðum, sem þeir að sjálfsögðu hafa að hluta til gert, a.m.k. fjölmargir á undanförnum árum. Starf þeirra er af mörgum álitiö lítils viröi, því miður, en það er mikið undir þeim sjálfum komið hvernig tekst til að brúa það bil sem stöðugt er aö breikka meðal þeirra sem búa annars vegar í borg og stærri bæjum og hins vegar þeún á landsbyggð- inni. En með breyttum viðhorfum og bættum samskiptum verður unnt að auka skilning á gagnkvæman hátt. Gömlu rányrkjusjónarmiðin myndu þá smám saman hverfa en viðhorf til aukinnar ræktunar að sama skapi vaxa. Guðjón Jcnsson. „Þeir sem ræktun vilja stunda verða að girða sig af með griðariegum kostnaði ella eru þeir gjörsamlega réttlausir gagnvart þessum ferfættu meinvættum." Annars flokks „Það er að mati undirritaðs eðlilegt þjóðarstolt af hálfu ísiendinga, að telja það óeðlilogt að útlendingar njóti hér sérstakra friðinda i sköttum og skyldum umfram landsmenn sjálfa." • „Mörgum hefur, og það eðlilega, orðið tíð- rætt um þau fríðindi, sem ráðherrar hér á landi hafa umfram almenning í landinu. Þau eru þó smávægileg, að því er best verður séð, miðað við varnarliðsfríðindin.” Engu er likara en niðurstöður þeirrar könnunar, sem nýlega voru birtar um afstöðu og viðhorf almenn- ings á Íslandi til veru bandaríska varnarliðsins hér og þeirra fríöinda, sem það nýtur, hafi komiö a.m.k. mörgum forystumönnum íslenskra stjórnmálaflokka í opna skjöldu og eins og þruma úr heiðskíru lofti. Mest mun undrunin þó vera yfir þeim stóra hóp, sem eölilegt og sjálf- sagt telur að íslensk lög, skattar og skyldur gildi jafnt fyrir varnarliös- menn eins og Islendinga sjálfa. Eðlilegt þjóðarstolt Það er að mati undiritaðs eðlilegt þjóðarstolt af hálfu islendinga að telja það óeölilegt aö útlendingar njóti hér sérstakra fríðinda í sköttum og skyldum umfram landsmenn sjálfa. Einkum er þaðtvennt, semað mati undirritaðs er orsök þessa eðli- lega þjóöarstolts almennings. Annars vegar er það sú réttlætis- kennd, sem í ríkum mæli er meðal Is- lendinga, um sem mest jafnrétti meöal landsmanna sjálfra og and- staða við hvers konar sérréttindi og fríöindi til handa fáum útvöldum og ennþá síður fríöindi útlendingum til handa. Og svo er það hins vegar, aö skatt- píndur almenningur í þessu landi telur þaö af og frá, að erlendir varn- arliðsmenn njóti hér sérfríöinda og lifi í vellystingum praktuglega, meira og minna á kostnaö þessa skattpínda almennings. Slíkt sam- rýmist að sjálfsögöu ekki réttlætis- kennd hins sanna Islendings. Mest undrunin á afstöðu innan Alþýðubandalags En þó í heildina tekið hafi menn oröið undrandi á þessum niður- stöðum, virðist undrunin hvað mest á því hversu margt alþýðubanda- lagsfólk virtist vera þessarar skoö- unar. Undrun þessi er auðvitaö skiijanleg i ljósi þeirra geðveikislegu upphrópana velflestra forystu- sauðanna innan Alþýðubandalagsins um sálarháska þann, sem þjóðinni sé búinn meö samstarfi við vestrænar þjóöir og veru vamarliðsins hér. Undirrituðum kemur þetta hins vegar ekki svo á óvart. Auðvitaö er nokkur hópur einstaklinga innan Al- þýðubandalagsins sem ekki er heila- þveginn í þessu máli og hefur heil- brigða skynsemi og dómgreind og sér auövitaö, aö það fara ekki saman upphrópanir forystusauðanna um dauða og djöful vegna samstarfs við vestrænar þjóðir og veru vamarliös- ins hér, og svo krafa sömu forystu- sauða um sérréttindi þessum skað- valdi til handa, langt umfram það, sem Islendingar sjálfir njóta. Fyrir nú utan hitt, að auövitaö sér skynsamt fólk í Alþýðubandalaginu aö þegar ekki verður þörf fyrir veru varnarliös hér, sem vonandi verður fyrr en seinna og þaö látiö fara, standa menn á rústum þess, sem nú kallast Alþýðubandalag. Varnarliðsmenn hafa rífleg ráðherrafríðindi Mörgum hefur, og það eðlilega, orðiö tíðrætt um þau fríðindi, sein ráðherrar hér á landi hafa umfram almenning í landinu. Þau eru þó smávægileg, að því er best verður séð, miðað við vamarliösfríöindin. Er í raun og veru til sá Islending- ur, sem að athuguðu máli telur það eðlilegt, aö íslendingar þurfi að borga sex hundruð þúsund krónur fyrir bifreið, sem varnarliðsmaður getur keypt á þrjú hundruð þúsund krónur? Er það eðlilegt aö tslendingar kaupi bensinlítrann á 24 krónur en varnarliðsmaðurinn fái Iítrann á 10 krónur? Er nokkurt réttlæti því samfara, að Islendingurinn, sem kemur utan- lands frá, með smáskinkubita, spægipylsu eða annaö álika smáræöi sé hundeltur, ailt af honum tekið og hann jafnvel sektaóur, en varnarliðs- maðurinn geti sallað aö sér án tak- markana alls konar slíku hnossgæti, á okkar kostnað? Fleira n.ætti til taka, en þetta látið nægja. KARVEL PÁLMASON ALÞINGISMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Samgöngusjóð fyrir landsbyggðina Auðvitað er það hróplegt óréttlæti gagnvart Islendingum, að slík for- réttindi og fríðindi útlendingum til handa skuli vera til staðar. Það er því eðlileg skoðun og krafa almenn- ings í landinu að þessu óréttlæti verði aflétt. Sú skoðun á ekkert skylt við undir- lægjuhátt, afsal, sölu landsins eða ánetjun erlends aöila. Allar slíkar fullyrðingar eru upphrópanir rök- þrota manna, sem telja sér hag í sundrungunni eða telja að Islending- ar eigi að vera annars flokks þegnar í eigin landi. Það er tími til kominn að afnema öll þau fríöindi, sem varnarliöið hefur og láta það borga skatta og skyldur, eins og landsmenn sjálfa. Andvirði þess réttlætis ætti að renna í sérstakan sjóð, til uppbyggingar hafna, vega og flugvalla úti í dreif- býlinu þar sem samgönguerfiðleikar standa eðlilegri uppbyggingu og byggðaþróun fyrir þrifum. Ekkert skal fullyrt um hversu mikla fjármuni yrði að ræða, en eng- inn vafi er á því að það þeir yrðu verulegir og betur komnir þar en sem meðlag með erlendum varnar- liðsmönnum. Karvel Pálmason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.