Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 5
DV. MANUDAGUR 3. SEPTEMBER1984.
5
Tíu þúsund manns
í Hljómskálagarðinum
— og 660 keppendur á Reykjavíkurmóti barnanna
„Hingaö hafa líklega komið hátt í
tíu þúsund manns í dag og keppendur í
hinum ýmsu greinum eru sex hundruð
og sextíu,” sagði Benjamín Axel Árna-
son, sem sá um framkvæmd fjördags-
ins í Hljómskálagarðinum, sem skáta-
félagið Árbúar stóð fyrir þegar hann
var inntur eftir þátttöku í Reykja-
víkurmóti bamanna sem fór fram í
blíðskaparveðri í gær.
Þetta mun vera í þriðja skiptið sem
svona mót er haldið og hefur það aldrei
verið jafnviöamikið og nú þar sem
tuttugu ný dagskráratriði hafa bæst
við.
Á Reykjavíkurmótinu var keppt í tíu
íþróttagreinum og var keppendum
skipt í tvo flokka, yngri og eldri flokk. I
yngri flokki voru krakkar á aldrinum 7
til 9 ára en í þeim eldri 10 til 12 ára.
Urslit lágu ekki fyrir í öllum grein-
um þegar DV yfirgaf garöinn, þó var
lokið keppni í yngri flokk í húla-keppn-
inni, þar sigraði Kristín Lára Olafs-
dóttir. Keppni í því aö labba á grind-
verki var einnig lokið og þar sigruðu
þeir Höskuldur Bragason í eldri flokki
og Jón Sigmundsson í yngri flokki.
Fjölbreytt dagskrá var í tengslum
viö mótiö, meðal annars var sýndur
jassdans, glíma, karate, rokkhljóm-
sveitir tróðu upp og fjölmargir
skemmtikraftar tróðu upp á stórum
palli nálægt Hljómskálanum sjálfum.
Það var því nóg um aö vera í Hljóm-
skálagarðinum í gær og virtust allir
skemmta sér hið besta, sama á hvaða
aldriþeir voru.
SJ
„Ætla örugglega
ískátanaíhaust”
„Viltu gefa mér eiginhandar-
áritun?” spurði Kristbjöm Gunnars-
son tiu ára, ,,ég er nefnilega að keppa í
tugþraut,” bætti hann við þegar ljós-
myndarinn leit á hann undrandi.
Kristbjörn sagði að hann ætti að
safna tíu eiginhandaráritunum og
gengi það bara vel. Hann hafði nýlokið
keppni í reiðhjólakvartmílu og fékk
þriðju verðlaun þar. Kristbjöm sagöist
ekki vera skáti, en ætlaöi aö ganga í
skátanaíhaust. SJ
«*-------------4K
Kristbjöm Gunnarsson, tiu ára, mitt
i mannþrönginni að safna eigin-
handaráritunum.
Snú-snú keppnin var mjög spennandi og þurftu steipurnar að passa að
bandið fmri ekki einn einasta hring á milli keppenda, þar að auki þurftu
þær að hoppa á einum fæti. Þmr voru greinilega vanar ísnú-snúi og höfðu
bara gaman afað hafa þetta sem erfiðast.
íþriðja sæti
á Akureyri
íhúlakeppni
Ragnheiður Valdimarsdóttir, tíu
ára, sagðist hafa keppt í húlakeppni á
fjördegi á Akureyri um síöustu helgi og
þálentíþriðjasæti.
Hún var í eldri flokknum en datt úr
keppninni eftir aö haf a húlaö í rúmlega
fimm mínútur er hún missti hringinn
niður þegar hún átti að setja hann á
hnén. Það þarf víst mikla æfingu tii að
geta það og prófuðu stjómendur
keppninnar það sjálfir áður en þeir
létu keppendur þreytaþá raun. SJ
Ragnheiður húlar af hjartans h/st i
húlakeppninni i gmr. m >
Þegar tilkynnt var að Óli prik mtti að syngja á stóra pallinum þustu ungir
sem aldnir að pallinum tíl að hlusta á sönginn um Óla prik. Eins og sóst vel
á myndinni, var mikill mannfjöldi samankominn i garðinum enda sól og
bliða í höfuðborginni. D V-myndir Kristján Ari.
ncsttxt
THP.N
UNTH.
OLtW
tmw
acom S electron
Heimilistölvan sem þolir samanburð
15 forrit fylgja á einni spólu
640x256 punktar a skjá
64 kb minni (32 kb RAM/32 kb ROM)
Tengi fyTir kassettutæki, sjónvarp, tölvuskjá og litaskjá
Fullkomið lyklaborð
Innbyggður hátalari.
ELECTRON er með BBC — BASIC og er þvi hægt að nota
flest BBC forrit
Verð 8.900.-
eiectron
acorn
escápe
mtm i
CÁPSLH
FÍÍHC
A
fcuvo
CTRL
Í'HAIN
i i.M
SHiFT
DtLtTt
SHIFT
*
LOAO
WWI
Bókabúð Braga
v/Hlemm og v/Lækjartorg
STEfflÓ TBITF.
HAFNARSTRÆTI 5 V/TRYGGVAGÖTU SÍMI 19630 — 29072
Akranes: Bókaskemman. Akureyri: Skrifstofuval.
Hafnarfjörður: Kf. Hafnfiröinga
ísafjörður: Póllinn. Keflavík: Studió.
Vestmannaeyjar: Músík og Myndir.