Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ 687858 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Hollenskur sjóliði mölvaði símaklefa Sjóliði af hollensku herskipi, HMS Poolester, sem var í kurteisisheimsókn í Reykjavík um helgina, vann skemmdarverk á símakiefa í Tryggva- götu á föstudagskvöld. Dátinn mölvaöi eina hlið úr klefanum. Glerbrotunum rigndi í átt að lög- reglustöðinni í Tollhúsinu. Lögreglu- menn komust ekki hjá því að heyra brothljóðin, ruku út, handtóku þann hollenska og færðu hann inn á stöö. Sjóliðinn var yfirheyrður. Yfirmenn af herskipinu komu skömmu síðar og sóttu hann. Fróðlegt verður aö sjá hvort Reykjavíkurborg tekst að fá skaðann bættan. -KMU. Utanríkisráðherrar Norðurlanda hittast f Reykjavík: JAN MAYEN Á DAGSKRÁ Árlegur haustfundur utanríkisráö- herra Norðurlanda verður haldinn i Reykjavík dagana 4. og 5. september. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra sagði í samtali við DV að hann hygðist ræða sérstaklega við ráðherra Dana og Norðmanna um deilurnar sem hafa risið vegna loðnuveiða við Jan Mayen. „Viö munum einkum ræöa um af- mörkun efnahagslögsögunnar milli Grænlands og Jan Mayen, þar sem við og Norðmenn höldum fram miðlínu en Danir vilja 200 mílna efnahagslögsögu fyrirGrænland,” sagðiGeir. „Einnig verður rætt um hugsanlega heildarskipulagningu á veiðum úr ís- lenska loðnustofninum. Samkomulag þar að lútandi hefur enn ekki náðst milli fslands, Noregs og Efnahags- bandalagsins, sem fariö hefur með umboð Dana, Grænlendinga og Færey- inga,”sagöiutanríkisráðherra. EA LUKKUDAGAR 2. september 35119 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐ EIGIN VALI KR. 400. 3. september 4010 LEIKFANGATAFL FRÁI.H. HF. AÐ VERÐMÆTI KR. 1000. Vínningshafar hringi í síma 20068 LOKI Morgunstund gefur gull í .... ríkiskassann! Viðræður stjórnarflokkanna: Frjalst,óháð dagblað MANUDAGUR 3. SEPTEMBER 1984. yf ir í Seðlabanka til að liðka fyrir breytingum á Framkvæmdastof nun Heimildarmenn DV í stjómarher- búðunum telja liklegast að Tómas Ámason, fyrrum ráöherra og kommissar, muni fá stöðu banka- stjóra í Seðlabankanum, sem brátt losnar. Verði þaö „laun” honum til handa svo að hann samþykki þær breytingar á Framkvæmdastofnun sem formenn stjórnarflokkanna hafa rætt. Ekki er enn frágengið hve mikið verður dregið úrFramkvæmdastofn- un. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra er sagður hafa sam- þykkt talsverðar breytingar á stofn- uninni en hann mætir andstööu sumra flokksbræðra sinna. Stjómarliðar deila enn um land- búnaöarmálin. Talið er að miklar breytingar verði geröar á sjóðakerfinu, sjóðum fækk- aö og Iönlánasjóöur efldur eða þá nýrsjóður, „þróunarsjóður”. Lögreglan smalaði hrossum Sýslumaður Húnvetninga, Jón Is- berg, lét smala hrossum af Auðkúlu- heiði í gær. Lögreglan annaðist verkið með aðstoð nokkurra vanra hesta- Ríkisstjórnin kom saman tíl fundar i Stjómarráðinu klukkan átta i morgun. Samkvœmt upplýsingum DV var einkum rætt um forsendur fjáriaga fyrir nœsta ár. DV-mynd Kristján Ari. Ríkisst jórnarf undur hófst kl. átta í morgun: Stöðugir fundir næstu þrjá daga enn engar niðurstöður um verkef nalistann „Það liggja ekki fyrir neinar niðurstöður í viðræðum stjómar- flokkanna um nýjan verkefnalista,” sagöi Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, í sam- tali við DVÍmorgun. Rikisstjómarfundur hófst í Stjóm- arráðinu klukkan átta í morgun. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks kom saman til fundar klukkan tíu og þing- menn Framsóknarflokks ætla aö hittast eftir hádegi. Samkvæmt upp- lýsingum DV verða þingflokksfundir í báðum stjórnarflokkum einnig á morgun og á miðvikudag. Aö sögn Friðriks má reikna með að ríkisfjármál og forsendur fjárlaga fyrir næsta ár verði efst á baugi á fundunum í dag. „Það verður þó varla hjá því komist að kynna eitt- hvað af þeim hugmyndum sem verið hafa til umræðu að undanfömu, en eins og ég segi þá liggja ekki fyrir neinar niöurstöður í þeim efnum,” sagði varaformaöur Sjálfstæðis- flokksins. Aðrir þingmenn og ráðherrar sem DV ræddi viö tóku í sama streng en töldu að verkefnalistinn yrði kynntur nánarívikunni. EA manna. „Þetta voru hross sem rekin voru ólöglega upp í vor,” sagöi Jón Isberg í samtali viöDV. Hrossin voru einkum frá þremur bæjum í Blöndudal, Guölaugsstöð- um, Eldjámsstööum og Eiðsstöðum. Bændur þar hafa taliö sig óbundna gagnvart upprekstrarbanni sem land- búnaöarráðuneytið setti í samráði við Landgræðsluna og sveitarstjórnir. „Mér er sagt að hrossin hafi nagað upp nýgræðinginn sem Landsvirkjun hefur kostað,” sagði sýslumaður. Menn hans komu með 88 hross niður af Auökúluheiði í gærkvöldi. Eigendur hrossanna sóttu þau síðan. Skagfirskir bændur ráku hross upp á Ey vindarstaðaheiði í sumar í trássi við bann yfirvalda. Þeir sóttu hins vegar hross sín sjálfir fyrir rúmri viku. KMU. í í i í í í í í í Leitað að manni á Kili SMOKKFISKUR í FJÖRUBORÐINU Björgunarsveitin Blanda á Blöndu- ósi var kölluð út á laugardagskvöldið til leitar að manni sem villst hafði á Kili. Maðurinn ætlaði frá Holti og norður til Sigluf jarðar um Kjöl en villtist í átt að Kerlingarfjöllum á leiðinni. Skömmu eftir að björgunarsveitin haföi verið kölluð út kom maðurinn svo fram á Hveravöllum og hafði þá gengið í 12 tíma áður en hann hitti á jeppaogfékkfarmeðhonum. -FRI Í MikU smokkfiskganga hefur gengið inn Isafjörð og er fiskinum nú mokaö upp úr fjöruborðinu í PolUnum. Þeir sem tína smokkfiskinn eru annaöhvort krakkar í leit að aukapeningi eða sjó- menn að ná sér í beitu á hagkvæman hátt en sem kunnugt er ákváðu þeir að hætta smokkfiskveiðum eftir að verð var ákveðiö á þessari afurð, kr. 12,51, semsjómennteljaaUtoflágt. -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.