Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. 7 Neytendur Neytendur Ef borgað er inn á húsgögnin mánaðarlega fær viðskiptavinurinn bæði spari- og staögreiðsluafslátt þegar hann endanlega kemur og sækir þau. Spariafsláttur á húsgögnum TM-húsgögn bjóða nú spariafslátt á öllum vöi’um sem þar fást. Við nánari athugun kemur í ljós aö afslátturinn er í því fólginn að neytendur greiði mán- aöarlega inn á vöruna áður en hún er leyst út. Með þessu móti fæst veruleg- ur afsláttur þegar varan síðan er sótt í verslunina. Til þessa hefur sá háttur verið hafð- ur á í flestum húsgagnaverslunum að hluti upphæðar er greiddur strax í upp- hafi þegar fest eru kaup á húsgagni en síðan greiðast eftirstöðvar á skulda- bréfum og það með vöxtum. Spariafslátturinn jafngildir 36% árs- vöxtum. Sama er hvort greitt er inn á vöruna eina mánaöargreiöslu eða fleiri, vextirnir leggjast á innborgan- irnar. Spariafsláttur og staðgreiðslu- afsláttur nema 14,5% ef greitt hefur verið inn á vöruna í 3 mánuði, síðan eykst afslátturinn ef greitt er í fleiri mánuði. Greiðslumöguleikar Sem dæmi má taka að ef keypt eru húsgögn sem kosta 71.400 krónur. Not- færi menn sér spariafsláttinn og greiði inn á vöruna mánaðarlega áður en þeir fá sófasettið fá þeir afslátt sem nemur 8.850 krónum. Borgi þeir hins vegar 1/3 út og eftirstöövar á skuldabréfum geta vextir af eftirstöðvum fariö í 3.888 krónur. Dæmiö lítur þannig út: Jón greiðir 10 þúsund í 6 mánuöi. Spamaöur hans nemur 60 þúsundum, þá getur hann gengið út með sófasett sem kostar 71.400. 17% vextir eru af innistæðunni, þeir nema 2.550, spari- og staðgreiðslu- afslátturinn nemur sem fyrr segir 8.850. Samanlagt gerir þetta 71.400. Siggi hins vegar kaupir eins sófasett, hann vill fá það strax og greiðir 1/3 út en eftirstöðvar á 6 mánaða skulda- tx-éfi. Hann greiðir 28% vexti, samtals 3.888 krónur og kaupir sófasettið á 75.288krónur. -RR Hárgreiðslustofan Tinna, Furugerði 3, simi 32935. Hjá okkur er opið9-17, fimmtudaga 9-20. M.a. KERASRASE lúxusvörurnar. MÁLASKÓLI-----------------------------26908 • Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, spænska og ís/enska fyrir útlendinga. • Innritun daglega kl. 13—19. • Kenns/a hefst 17. september. • Skírteini afhent 14. september (föstudag) kl. 16—19. • Umboð fyrir málaskóla: EUROCENTRES, SAMPERE o. fl. í helstu borgum Evrópu, svo og i New York. 26908 HALLDORS FALLEG H0NNUN Eigum alhaf fyrirliggjandi VADINA-stólana eftirsóttu úr beyki og basti með stálgrind, fjaðurmagnaðir og þægilegir, einnig úrval beykiborða og annarra húsgagna. Stál og gler - Nýja húsgagnalínan frá Ítalíu komin. Sérstök húsgögn, gott verð. Komið og skoðið húsgögnin í Greiðsluskilmálar. Sendum í póstkröfu. Nýborg# Ármúla 23, s. 686755. Vitið þið hvað er innifalið í einni ljósmyndatöku hjá okkur! 12-15 prufur 9x12 cm 2 prufur 18 x 24 cm, önnur þeirra í gjafamöppu, hin í veglegum gylltum ramma. Nú er tækifærið að láta taka ljósmyndina, tilboðið stendur til 10. september. LJÓSMYNDASTOFA KÓPAVOGS SIMI43020 LJÓSMYNDASTOFAN MYND SIMI54207

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.