Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 111., 118. og 121. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Sólbraut 5, Seltjarnarnesi, þingl eign Sverris Þóroddssonar, fer fram eftir kröfu Verslunarbanka íslands, Tryggingastofnunar rík- isins og Gjaldheimtunnar á Seltjarnarnesi á eigninni sjálfri flmmtu- daginn 6.9.1984 kl. 15.30. Bæjarfógetinn Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 59. og 61. töiublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Garðyrkjustöð, Reykjadal, Mosfellsbreppi, þingl. eign Erlings Olafssonar, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka Islands og inn- heimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6.9.1984 kl. 16.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Arkarholti 8, Mosfellshreppi, þingl eign Ölafs H. Einarssonar, fer fram eftir kröfu Ara Isberg hdl., Arnar Höskuldss. hdl., innheimtu rikissjóðs, Skúla J. Pálmasonar hrl., Guðmundar Óla Guðmundssonar hdl. og Þorfinns Egilssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6.9. 1984 kl. 17.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Suðurgötu 78, herb. í kjallara, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Kristjánssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. september 1984 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Álfaskeiði 82, 2.h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Erlendar Ingvaldssonar og Fjólu V. Reynisdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. september 1984 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Grænukinn 9, kjallara, Hafnarfirði, þingl. eign Jóns Daníelssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. september 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Bröttukinn 33,1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Steinunnar Olafsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. september 1984 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Helgalandi 4, Mosfellshreppi, þingi. eign Einars Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. sept- ember 1984 kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Tígulsteini v/Bjarg, Mosfellshreppi, þingl. eign Sigríðar Sveinsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri f immtudaginn 6. september 1984 kl. 17.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 52. og 59. tölublaði Lögbirtingabiaðsins 1983 á eigninni Suðurbraut 16 l.h.t.h., Hafnarfirði, þingL eign Gísla Sumar- liðasonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka tslands og Sig- ríðar Thoriacius hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 06.09. 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 125. og 126. tölublaöi Lögblrtingablaðsins 1983 á eigninni ölduslóð 39, Hafnarfirðl, þingl. eign Rúnars Karlssonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Þormóðssonar hdl. og Arnmundar Back- man hdl. á elgninni s jálfri f immtudaginn 6.9.1984 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. íslandsmeistaramót kjölbáta: 14 BYRJUÐU, 11KLÁRUÐU Ásgeir Hvítaskáld skrifar um siglingar Dagana 24., 25. og 26. ágúst var haldin Islandsmeistarakeppni í sigl- ingu kjölbáta. 14 bátar hófu keppni en aðeins 11 luku henni. Allt voru þetta yfirbyggðir bátar, frá 18 feta og upp í 30 feta. Bátarnir voru frá Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Keflavík. Þama voru margar gerðir af bátum, sumir betri í litlum vindi, aörir góðir á beitivindi, sumir unnu á undan vindi. Það var siglingaklúbburinn Þyt- ur í Hafnarf irði sem hélt keppnina. Lagt var af stað frá Fossvogi á föstu- dagskvöld í blíðskaparveðri. Skútum- ar dóluðu út fjörðinn á litskrúðugum belgseglum. Þeir sem vom fyrstir hrepptu vind fyrir utan fjarðarmynn- ið, en hinir sátu lengi fastir í lognpolli inni á Skerjafirði. Siglt var út fyrir sex- bauju og þaðan tekin bein stefna á Val- húsabauju sem er fyrir utan Hafnar- fjörð. En þessi bauja hefur þaö ein- kenni að baula dag og nótt og heyrist það til Reykjavíkur á kyrrum kvöidum ef maður hefur rétt eyra fy rir það. Komið var myrkur er bátamir komu inn í Hafnarfjaröarhöfn hver á fætur öðrum. Ari Bergmann, á Formula One báti, var fyrstur í mark. En sá sigrar ekkisemerfyrsturímark. Heldureru bátunum gefin ákveöin stig, sem heitir forgjöf. Eftir þeim eru niðurstööurnar reiknaðar út þannig að allir bátarnir eru jafnir. Það er mismunandi eftir tegundum og byggist á reynslu bát- anna. Þannig að það dugar ekki að vera á hraðskreiðasta bátnum. I raun er verið að keppa um hvaða lið er best í að sigla, samæfing er hér þyngst á metunum. Siglingar eru íþrótt. Sofið í sumum bátum Skútumar lögðust utan á fiskibáta í smábátahöfninni skemmtilegu sem viö Reykvíkingar höfum öfundað Hafn- firðinga af í áraraðir. Sofið var um borð í sumum bátum, enda margir vel búnir til slíks, um borð eru hlýjar koj- ur, eldavélar, klósett og fleiri þægindi. Það er notalegt aö liggja um borð í báti sínum og finna öldumar kitla kinnung- inn; maður sefur eins og rotaður kalkún. Á laugardeginum voru tvær keppnir fyrir utan höfnina. Siglt var í þrí- hyrning, pulsu, þríhyrning og strik, endað upp í vindinn. Svipað og gert er á ólympíumótum. Eg keppti á einum bátnum sem háseti, á þeim minnsta sem er 18 fet. Þaö var langt síðan ég hafði tekið þátt í keppni, reyndar ekki snert segl í þó nokkum tíma, verið upptekinn við brauðstritið inni í borg- inni. A dekkinu var allt í bandspottum, bláum, rauðum, hvítum, sverum og mjóum. Hver þjónaði ákveðnum til- gangi. Hvít trilla var búin að kasta út Sá sigrar akki sem er fyrstur i mark... baujum, bátarnir vora allir í kös við rásmarkið, síðan var blásiö í lúður og allir bátamir tóku á rás. Þeir strukust hver við annan, stelandi vindinum hver frá öðram. Við vorum þrír um borð og nóg að gera. Báturinn var allt- af á hliðinni, seglin geltandi, það gusaðist yfir mann, bóman slóst rétt fyrir ofan hausinn á manni, og þaö voru sífelldar vendingar. Ég togaöi í fokku-skautiö svo aö skinniö rifnaði af fingranum. Þegar veriö er aö sigla beitivind verður að strekkja seglin þannig að þau verði eins og flugvéla- vængur. Misstum lítið í vendingum Vindurinn jókst, sjórinn ýfðist upp og við urðum að tvírifa stórseglið og setja upp stormfokku sem er bara smátuska. En samt þaut báturinn áfram. Okkur fannst þetta ganga ágætlega, misstum lítið í vendingum, gátum næstum alltaf haldið vindinum í belgseglinu og við veltum ekki. En samt voram við langt á eftir öðram er viö komum í mark eftir 2 tíma basl. Þegar við sigldum inn í Hafnarf jarðar- höfn á eftir hinum, sáum við einn bát, sem var ennþá að sigla þríhyminga lengst úti í ballarhafi. það voru Hafn- firðingar. Eftir hádegi á sunnudeginum var sama leiðin sigld aftur til Reykjavikur. Það var gott kul, óskavindurinn fyrir stóru bátana, en fullmikið fyrir þá minni. Ari Bergmann Einarsson varð Is- landsmeistari á Formula One báti, sem hann kallar Assa, með 3 refsistig. Stefán Stephensen varö annar á TUR báti, sem heitir Hún, meö 14 refsistig. Þriðji var Jóhann Reynisson á PB, Susana, með 18,7 refsistig. En Susana var ofast aftarlega í keppni en hefur hagstæða forgjöf. Islandsmeistarinn í kjölbáta- siglingu, Ari Bergmann, sagði: „Ég er mjög ánægður með þessa keppni. Það var góður vindur allan tímann, mikil harka og það reyndi á menn. Eg fór sjaldan niöur fyrir 8 hnúta hraða. Sá sem fór hraðast fór upp í 12 hnúta, þannig að þessi keppni var mjög skemmtileg.” Eitt er víst að þaö reyndi á margar hliöar á mönnum og bátum. Ég kom heim með bólgna fingur og teygða vööva. En vindurinn hafði blásið gömlum og nýjum anda í brjóst mitt, ég var kominn í samband við náttúr- una á ný. Viðkvæmni og glettni í Norræna húsinu Um þessar mundir dvelja hér á landi í boði Norræna hússins norski píanó- leikarinn Einar Steen-Nökleberg og danska leikkonan Birte Störap Rafn. I sameiningu hyggjast þau flytja Islendingum valda kafla úr verkum norska tónskáldsins Edvard Grieg, svo ogFr. Chopin. Verða dagskrárnar, sem bæði era í tali og tónum, í Norræna húsinu í dag, mánudag, og þriðjudag kl. 21.30. Fyrra kvöldið les Birte Störup Rafn stutta kafla úr bréfum Grieg til náinna vina sinna þar sem fram kemur hjarta- hlýja, viðkvæmni, skarpskyggni, glettni og jafnvel ástríöuþungi tón- skáldsins. Við sama tækifæri leikur Einar Steen-Nökleberg píanótónverk eftir Grieg. A þriðjudagskvöldið verður Chopin á dagskrá. Þá les danska leikkonan bréf er Chopin skrifaði vinkonu sinni, franska rithöfundinum George Sand, og Nökle- berg leikur píanóverk eftir tónskáldið. -EÍR. Breskur miðill á íslandi Sálarrannsóknarfélag Islands stendur fyrir komu breska miðilsins Eileen Roberts hingaö til lands nú í byrjun september. Eileen Roberts hefur áður komið hingað tii lands og haldiö skyggnilýs- ingafundi við góðan orðstír. Að þessu sinni mun hún halda þrjá slíka fundi að Hverfisgötu 105, í risinu, dagana 6., 11. og 14. september, og þann 18. september mun hún haida fræðslufund á sama staö. Þeir sem vilja- nánari upplýsingar um fundina er bent á aö hafa samband viðSálarrannsóknarfélagið. SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.