Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 18
18
DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984.
Imiritun í prófadeildir.
Eftirtaldar prófadeildir veröa starf-
ræktar á vegum Námsflokka
Reykjavíkur í vetur:
í Laugalækjarskóla:
Hagnýt verslunar- og skrifstofustarfadeild.
Viðskiptabraut: 1. og 3. áfangi hefjast á haustönn.
Almenn menntadeild: íslenska, stærðfræði, danska og enska,
1. og 3. önn á framhaldsskólastigi.
ÍMiðbæjarskóla:
Forskóli sjúkrahliða. Bóklegar greinar sjúkraliðanáms.
Fornám: Samsvarar námi 9. bekkjar grunnskóla.
Aðfaranám: Samsvarar námi 7. og 8. bekkjar grunnskóla.
Innritun í allar prófadeildir mun fara fram 10. og 11. sept. í
Miðbæjarskóla kl. 17-20.
Innritun í almenna flokka mun fara fram 18. og 19. sept.
'kenwqoöJ
miklu
en venjuleg hrærivél
Kynniö ykkur
möguleika
er til í tveimur liti
i, [i f i Tiínut 11 iijiii* i j[~r
MMW! Af. Kai4aI<Í
KEMWOODÍ
hrærari,
kvörn, plasthlíf yfir skál.
Avallt er fyrirliggjandi
aukahluta,
svo sem: hakkavél, grænmetisrifjárn
grænmetis- og ávaxtapressa
hýöari, dósahnífur ofl
Eidhússtörfin
KENWOOD CHEF
8430
VerÖ kr
RAFTÆKJADEILD
LAUGAVEG1170.-172 SÍMAR 11687, • 21240
Stefán Halldórsson, forstöðumaður
kynningardeildar Arnarf lugs:
Gafst upp á kennslu
vegna lélegra launa
Afskipti Stefáns Halldórssonar, ný-
skipaðs forstööumanns kynningar-
deildar Amarflugs, af flugmálum
hófust áriö 1977 er hann hrökklaðist úr
kennarastétt vegna lélegra launa-
kjara. Ekki sá fyrsti en því miður
hefur Amarflug ekki getað útvegað
öUum óánægðum kennurum atvinnu.
„Þá frétti ég af lausu starfi hjá
Arnarflugi og þar sem ég þekkti fram-
kvæmdastjórann þótti mér tilvaliö að
reyna og það varð úr að ég var ráð-
inn,” sagði Stefán sem í fyrstu hlaut
titilinn sölumaður, með leiguflug sem
sérgrein. Harrn var vart tekinn við
þegar hann var kominn út til Kenýa
með viðkomu í Svíþjóð þar sem Arnar-
flug hafði tekiö að sér leiguflug. Þar
segist hann hafa hlotið eldskírn sína í
flugbransanum.
Stefán er 34 ára, þjóðfélagsfræðing-
ur að mennt, og lék í bítlahljómsveit-
um á yngri árum. Ein hét Strengir og
lék helst í Breiðfiröingabúö sem var
Gaukur á Stöng síns tíma. Reyndar lék
hún einnig töluvert fyrir Kanann á
Keflavíkurflugvelli. . . „þannig að ég
var ekki aUs ókunnugur flugvöUum
þegar ég byrjaði hjá Amarflugi.”
Annars var tilgangurinn með þjóð-
félagsfræðináminu sá helstur að búa
sig undir lífsstarfið sem Stefán var bú-
inn að ganga með í maganum lengi,
það að verða blaðamaður. Hann hefur
starfað sem slíkur, byrjaði 17 ára að
skrifa um popp í Morgunblaöið og hélt
því áfram í heU 10 ár samhUða námi.
En nú eru tímamir breyttir, poppið og
gítarinn hafa verið lögð á hiUuna og
kynning á Arnarfluginu þaö sem gUdir.
Stefán Halldórsson: — Gítarinn ogpoppiö liðin tíð.
Aðspurður hvort hann vildi segja ég að spyrja þessarar spurningar og
eitthvað að lokum svarar Stef án: svara henni því ekki. ”
„Þegar ég var blaðamaður forðaðist -EIR.
JC-menn á Húsavík:
„Færð það út úr IC
sem þú leggur inn”
— segir Ingimar Sigurðsson, landsforseti JC fsland
Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, frétta-
ritara DV á Húsavík:
Framkvæmdastjórnarfundur J C
hreyfingarinnar á íslandi var haldinn
á Hótel Húsavík um helgina. fundinn
sátu landstjórn, embættismenn og for-
setar aöildarfélaga hreyfingarinnar.
Einnig voru haldin námskeið fyrir for-
seta, ritara og gjaldkera félaganna,
auk námskeiðs fyrir almenna félaga.
Um 85 manns voru gestir á Hótel
Húsavík af þessu tilefni.
Við undirbúning fundarins þótti ekki
stætt á aö bjóða fólki að sitja fund ef
sólskin væri og blíðskaparveður, þess
vegna var hér þoka um helgina en
hlýtt.
Árlega er skipt um fóik í öUum
embættum og stjómarstörfum innan
J C hreyfingarinnar til aö sem flestir
fái tækifæri á aö spreyta sig.
1 vor tók viö embætti landsforseta
IngimarSigurðsson, J C Reykjavík.
Aðspurður um hlutverk J C og fl.
sagði Ingimar áö hlutverk J C væri
fyrst og fremst að vera þjálfunarskóli
fyrir fólk á aldrinum 18—40 ára.
Félagar sæktu námskeið, m.a. í
skipulögðum nefndarstörfum, fundar-
stjórn og ræðumennsku. Skipulags- og
stjórnunarhæfileikar fólks fengju
síöan þjálfun við að vinna aö ýmsum
byggðarlagsverkefnum sem kæmu
hverju bæjarfélagi til góða, t.d. hefðu
mörg félög unnið að öryggismálum,
Hresst fólk 6 framkvæmdarstjórn-
arfundinum á Húsavík: Sigrún
Jónsdóttir, JC Húsavík, og ingimar
Sigurðsson, landsforseti JC ísland.
DV-mynd: ingibj. Magnúsd.
umferöarmálum, eldvörnum og við
mörg bæjarfélög hefðu J C menn reist
vegvísa.
Ingimar sagði J C vera ópólitíska
hreyfingu, takmark hennar væri að
byggja betri heim — láta gott af sér
leiða og gera einstaklinginn hæfari.
Kjörið væri fyrir feimið, ófram-
færið fólk með lítið sjálfstraust aö
gerast J C félagar, fólk sem vildi bæta
sig, læra og hefði metnað.
Flestir félagar væru úr iönaöar-,
verslunar- og þjónustugreinum en
allar atvinnugreinar ættu fulltrúa
innan J C og öllum á aldrinum 18—40
ára væri frjálst að gerast félagar.
t dag væru 1100 félagar í 28 félögum
á landinu og er það að sjálfsögðu
heimsmet, miðað við íbúafjölda, en
J C starfar í um 90 löndum með sam-
tals 450.000 félaga.
J C Island var stofnað 1960, áriö 1977
gekk fyrsta konan í hreyfinguna á Is-
landi, nú eru konur orönar í meirihluta
í sumum aðildarfélaganna.
Ungt fólk — aukin tækifæri er kjör-
orö J C Islands í ár og veröur unniö aö
menntunar- og atvinnumálum ungs
fólks. Einnig verður unnið að því aö
fjölga í hreyfingunni og kynna hana
betur útá við.
Undanfarin ár hefur J C Island
tekið virkan þátt í alþjóöastarfi
hreyfingarinnar og um 30 manns sækja
árlega Evrópu- og heimsþing enda er
eitt það skemmtilegasta í J C að
kynnast öllu hinu fólkinu.
Aðspurður hvort starf í J C væri
ekki mjög tímafrekt sagði Ingimar:
„Þú færð það út úr hreyfingunni sem
þú leggur inn. Hvað vilt þú gera viö
tíma þinn, á hverju hefur þú áhuga?
Þú hefur alltaf tíma til að gera það
semþiglangartilaðgera.” -JGH