Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Annað nasistaskjala- safn komið fram — Um 10 þúsund skjöl norska nasistaf lokksins f undin í einkasafni Morgan Kane á hvfta tjaldið Frá Pétrl Ástvaldssyni, fréttarit- ara DV.íOsló: Hörkutólið Morgan Kane, sem kunnur er mörgum Isiendingum, er nú á leiðinni á hvíta tjaldiö eins og öllum vestra-hetjum sæmir. Kjell Hallbing, sem notar höfundarnafn- ið Louis Masterson, hefur gert samning við norsk-mexíkanskan kvikmyndaframleiðanda um að gera kvikmyndir eftir tveim Morgan Kane bókanna, E1 Gringo og Hefnd E1 Gringos. Myndirnar verða teknar upp samhliða í Mexíkó og Bandaríkjunum. Kjell Hallbing er fyrir löngu orðinn vellríkur á bókum sínum, 22 milljónir eintaka hafa selst síðan fyrsta Morgan Kane bókin kom út 1966. Höfundurinn segist hafa halað inn sem svarar um 120 milljónum íslenskra króna fyrir þær. Upp- runalega áttu bækurnar aðeins að vera 12 en eru nú orðnar yfir 50. Skemmdir unnará málverkum Nistasafni Skemmdarverk voru unnin á átta ítölskum málverkum frá 15. og 17. öld þar sem þau voru í vörslu í Umbria listasafninu í Perugia. Virðist einhver hafa tætt málverkin upp með dyralykli eða einhverju oddhvössu áhaldi. Skemmdirnar voru unnar á meðan safnið stóð opið til sýningar. Ymsar aðrar myndir, sem þykja verðmætari listaverk, voru þó látnar ósnertar. Möguleikar þykja á því að gera megi við skemmdirnar. Hundrað þúsund misstu heimili sín Að minnsta kosti 120 manns eru taldir af í Suður-Kóreu eftir þriggja daga úrhellisrigningar og flóð en yfir- völd hafa fyrirskipað umfangsmiklar hreingerningar og björgunaraðgerðir. Þaö er þegar vitað um 83, sem farist hafa í flóöunum og um 40 er saknað. Nær 100 þúsund manns urðu heimilis- laus. Eignatjón af rigningunum óg flóðun- um er ekki metið undir 6 milljónum Bandaríkjadala og er þá ekki reiknaö tjónið á hrísgr jónaökrum þar sem upp- skera átti að hefjast eftir hálfan mánuð. — Um 26 þúsund hektarar ræktaös lands eru sagöir á kafi í vatni. Rigningamar hófust á föstudags- kvöld eða um nóttina og í höfuð- borginni Seoul vaknaði margur maðurinn upp við að allt var komiö á flot inni á heimili hans. Þyrlur Bandaríkjahers slógust í lið meö björgunarsveitum við að bjarga fólki af húsþökum þar sem það hafði leitað sér hælis undan flóðavatninu. Um 50 þúsund manns var bjargaö burt frá heimilum sínum á bökkum Han- fljóts sem rennur í gegnum höfuðborg- ina. Rigningin fór ekki að réna fyrr en í gær, en hún hafði auk flóöanna víða framkallað skriöuföll. Frá Pétri Ástvaldssyni, fréttaritara DVíOsló. Milli átta og tíu þúsund bréf og skjöl frá tíma norska nasistaflokksins, Nasjonal samling, liggja í fórum fertugs manns í Austur-Noregi að því er norska Dagblaðið hefur upplýst. Þetta eru bréf og skjöl frá árunum 1933 til 1945, fjölbreytt að innihaldi, og er hér um aö ræða mjög verömæta papp- íra. Ekki leikur vafi á því að skjölin eruófölsuð. Maðurinn sem hefur skjölin undir höndum er óþekktur en kallar sig „Martin”. Aðeins Hans Frederik Dahl, blaðamaður á Dagblaðinu, hefur hitt hann að máli. Á 10 til 12 ára tímabili hefur „Martin” á einhvern hátt viðað að sér safni sem er álíka umfangs- mikiö og það sem ríkisskjalasafnið í Osló á úr sögu Nasjonal samling. Um er að ræða skjöl frá stjórn flokksins sem sýna hvernig hann byggðist upp og klofnaði svo á fjórða áratugnum. Safnið inniheldur skjöl frá Quisling sjálfum svo og áróðursdeild og stjóm flokksins. Martin hefur látiö hafa eftir sér í Dagbiaðinu, að fái hann að halda safn- inu sem sinni eign muni hann gjarnan gera innihald þess opinbert. Geri ríkið hins vegar kröfu til þess muni hann draga allttii baka. Ehn HÆKKUM VIÐ mniÁnsvEXTi Vaxtabreytingar frá 27. ágúst: SparireiKningar með 18 mán. uppsögn_hæKKa í 25%, ársávöxtun 26,6% InnlánssKírteini 6 mánaða_hæKKa í 24,5%, ársávöxtun 26% V/erðtryggðir sparireiKn. 3ja mánaða binding hæKKa í 3% Verðtryggðir sparireiKn. 6 mánaða binding hæKKa í 6,5% TéKKareiKningar_____hæKKa í 10% Aðrir vextir eru óbreyttir frá 13. ágúst 5.1. HÆ5TU BAnHAVEKTIRniR! SparireiKningar BúnaðarbanKans með 18 mánaða uppsögn bera 26,6% ávöxtun á ári. Þetta eru hæstu bankavextir sem bjóðast. BúnaðarbanKinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu vexti sem í boði eru hverju sinni. f^BÍNAÐARBANKI \£y ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.