Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 1
Krafla á fullri keyrslu í fyrsta skipti: Kröflu- veisla rétt fyrir Þessi mynd var tekin af gosstöðvunum við Leirhnjúk um fimmleytið í morgun. Hraunið vellur frá sprungunni í allar áttir og fer víða yfir eins og sjá má á myndinni. — Sjá einnig bls. 10 og 11. DV-mynd GVA. Sprungan 9 kílómetrar Frá Jóni Baldvini Halldórssyni, blaðamanni DV í Mývatnssveit: „Þegar viö fórum af gosstöövun- um var gosið allt í rénun nema nyrst,” sögöu jaröfræöingarnir Guðmundur Sigvaldason og Ey- steinn Tryggvason er þeir komu til byggöa laust fyrir klukkan átta í morgun eftir aö hafa gengið með- fram allri sprungunni. Þeir sögöu sprunguna vera tæplega 9 km langa og ná frá suðurenda Leirhnjúks noröur aö Éthólum. „Þetta er lengsta gossprunga til þessa í Kröflu- eldum,” sögöu jarðfræðingarnir. Eldgosiö hófst við Kröflu klukkan 23.49 í gærkvöldi. Þaö er hiö níunda í rööinni. Kröflueldar hófust meö eld- gosi 29. september 1975. Síðasta gosið var í október 1981. Nokkur skjálftavirkni hefur veriö við Kröflu síðustu daga en um níu- leytiö í gærkvöldi kom fram stöðugur titringur á mælum. Benti hann eindregið til að eldgos væri í nánd og voru því gerðar viðeigandi ráö- stafanir. Eldgosiö byrjaði laust fyrir miönætti og gaus á sprungu frá Leir- hnjúk til noröurs. Gosið var mest um tvöleytið en síðan dró jafnt og þétt úr því. Um tíma voru mannvirki viö Kröflu talin í hættu vegna eldvirkni syðst á sprungunni og hraunrennslis þar. Smám saman minnkaöi gosiö í þeim enda sprungunnar og þar meö var mesta hættan úr sögunni. Heiöskírt er á' Norðurlandi og sást bjarmi af eldgosinu víða aö í nótt. I morgun steig dökkur reykjarmökkur upp af gosstöövunum en greinilega hafði dregið úr gosinu. Almannavarnanefnd Mývatns- sveitar var á vakt í alla nótt. Hún lét m.a. loka þjóöveginum um Náma- skarö í gærkvöldi en í morgun átti að opnahannaftur. -EIR. gos Litlu munaöi að iönaöarráöherra, gamla Kröflunefndin og helstu forkólf- ar orkumála á íslandi yrðu sjónarvott- ar að gosinu viö Kröflu. Á mánudaginn var liöið allt samankomiö viö virkjun- ina til aö fagna því að önnur af tveim vélum virkjunarinnar keyröi í fyrsta skipti fyrir fullu afli, eða 30 megavött- í morgun: Jarðskjálfti íÖlfusi „Viö erum ekki búin aö staösetja skjálftann nákvæmlega en líkleg upp- tök eru í ölfusi,” sagöi Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræðingur. Snarpur kippur varö á Suðurlandi klukkan 8.43 í morgun. Styrkleiki hans viröist hafa verið nálægt fjórum stig- um á Richters-kvarða. I ölfusi hreyföust myndir á veggj- um. Kippurinn, sem stóð yfir í nokkrar sekúndur, var einnig snarpur í Flóa. Hans varö lítillega vart í Reykjavík. „Þaö þarf aö fara aftur til ársins 1968 til aö finna svo stóran skjálfta á þessu svæöi,” sagöi Ragnar. „Eg get ekki fyllilega sagt núna hvort hann tilheyrir frekar Hengils- svæöinu eða Suöurlandi,” sagði jarð- skjálftafræðingurinn. Hann sagði menn ekki þekkja til tengsla á milli þessa skjálfta og elds- umbrotannaíMývatnssveit. -KMU. um. „Þetta var engin opinber veisla, viö vildum aðeins sýna þeim mönnum sem mest hafa staðið í þessu hvemig vélin keyröi á fullu,” sagöi Einar Tjörvi Elíasson, yfirverkfræðingur viö Kröflu. „Þá ræddum viö viö vísinda- menn sem þama voru og töldu þeir víst aö eldvirkni væri lokiö. En svo fór aö gjósa. Ef veislan heföi verið í gær hefðum viö líklega lent í náttúrulegu karnivali,” sagöi Einar Tjörvi. Hann bætti því viö aö gosið væri í rénun og menn vongóöir aö enginn skaöi hlytist af. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.