Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. 5 ÞórJakobsson veðurfræðingur: Skipuleggur „mannkyns- hátíð” um allan heim „Þaö eru nokkur ár síðan mér datt þetta í hug og byrjaði að nefna þetta við fólk á ferðum minum en í haust hóf ég aö skipuleggja þessa hátiö,” sagöi Þór Jakobsson veðurfræðingur í sam- tali við DV. Hann hefur gert áætlun um „mannkyns-hátíð” þar sem hugmynd- iner að skipuleggja hátíðir með fjöl- breyttu sniði í öllum heimsálfum. Hér er átt við íþróttahátíðir, listahátíðir, vísindaráðstefnur, sýningar o.fl. Hjá Þór kom fram að hann er nú i sambandi við hópa fólks í Kanada og Engiandi sem áhuga hafa á málinu. „Markmiðið er að hvert land fyrir sig skipuleggi sínar hátíðir en síðan verða þær tengdar saman með boðgöngu sem verður jafnframt tákn um samstarf milli þjóöa,” sagði hann. Hugmyndin er aö lagt verði af stað frá Þingvöllum árið 1989 og þaðan stefnt til Kanada en síðan farið staö úr stað þar sem hátíðahöld verða, um austurhluta Bandaríkjanna en siöan siglt til Bretlandseyja, farið um Noröurlönd og meginland Evrópu. Það verður svo fariö eftir skipulagðri leið um Afríku, Asíu, Ástraiíu, Suöur- Ameríku og Norður-Ameríku og svo endað aftur á Þingvöllum nokkrum árum eftir árið 2000. I boðgöngunni er hugmyndin að nýir þátttakendur taki stöðugt við og vonast Þór til aö milljón manna hafi slegist í hópinn áður en yfir lýkur en ætlunin er að allsherjarfagnaður verði haldinn um aldamótin 2000 á öllum á- fangastöðum boðgöngunnar. ,,Eg vil hvetja fólk til að hafa samband við mig og koma á framfæri hugmyndum sínum um þessa hátíð en ég vona aö einkum ungt f ólk hafi áhuga á að starfa að þessu,” sagði hann. Almennur fundur verður boðaöur um máliö síðar í þessum mánuöi og nánar verður greint frá hugmyndum og skipulagi í bæklingi næsta vetur. -FRI. Café Myllan — nýtt kaffihús I nýrri viðbyggingu Brauös hf. í Skeifunni 11 í Reykjavík hefur verið opnað nýtt kaffihús undir nafninu Café Myllan. Þar er boðið upp á ýmsar veitingar á hófiegu verði í björtu og notalegu umhverfi. A boðstólum er m.a. nýbakað smurt brauö með margs konar áleggi, nýbakað kaffibrauð í fjölbreyttu úr- vali, ásamt kaffi og gosdrykkjum. A morgnana, milli kl. 7.00 og 9.00, er boðið upp á morgunverðarhlaðborð fyrir fast verð. I hádeginu eru á boðstólum súpur og smáréttir sem eru breytilegir frá degi til dags. Café Myllan hefur opið mánudaga til föstudaga milli kl. 7.00 og 18.00. „Uffe Ellemart Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, tekur sór hvíld frá veiðunum og færsór ípípu á meðan hann spjaliar við blaðamann DV. D V-myndir EJ. Danski utanríkisráðherrann skolar af fiskum sinum. grænlenskan fisk, svo að Grænlendingar eru í fullum rétti til að gera samkomulag á borð við þetta.” — Það var talað um það á sinum tíma að þið hefðuð gert einhvers konar samkomulag viö Norðmenn um Jan Mayen svæðið. Er það rétt? „Við gerðum ekkert sérstakt sam- komulag viö Norðmenn. Við veiddum bara þessi 105 þúsund tonn sem við fengum úthlutað og sem við vorum í fullum rétti til að veiða,” sagði Uffe Elleman Jensen. -KÞ. „Grænlendingar í fullum rétti að semja við Færeyinga” — segir Uff e Elleman Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur ,,Ég vona, að Islendingar skilji sjónarmið okkar. Eg er ekki bara utanríkisráðherra Danmerkur heldur líka Færeyja og Grænlands, svo Islendingar verða að skilja það að þaö eru fleiri en þeir sem hafa áhuga á að veiða á svæðinu við Jan Mayen,” sagði Uffe Elleman Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, í samtaliviðDVígær. DV hitti Elleman Jensen að máli við Laxá í Kjós um hádegisbilið í gær þar sem hann var að veiðum. Hann lét vel af laxveiðinni, enda búinn að fá einn fjögurra punda lax og nokkra silunga. „Þennan fer ég meö heim og beint í reyk,” sagði hann þegar hann sýndi hróðugur laxinn. Hann sagðist því miður ekki geta veitt meira á Islandi að þessu sinni þar sem skyldan kallaði. I gærkvöldi töluöu þeir saman Geir Hallgrímsson, Svend Stray, utanríkisráðherra Noregs, og Elle- man Jensen. Við spurðum hann hvers hann vænti af þeim f undi. „Eg á von á því að við náum ein- hverju samkomuiagi.” Danskur fongur i íslenskri lög- sögu — Laxá i Kjós. — Þið hafið svo oft rætt saman án árangurs, heldurðu að þessi fundur verði öðruvísi? „Já, ef Islendingar sýna sam- starf. Við höfum árum saman veitt þarna. I ár veiddum við lítið vegna þessa ágreinings um svæðið.” — Hvert er þitt álit á hinu nýja samkomulagi Grænlendinga og Færey inga um veiðar á þessu s væði? „Við lítum svo á að þama sé um að ræða grænlenskt svæði og Kaupleiga á píanóum: SEX MÁNAÐA LEIGA UPP í KAUPVERÐIÐ „Við erum að kynna þetta á heimilis- sýningunni og hefur verið mjög vel tekiö þar,” sagði Ásdis Þorsteinsdóttir hjá versluninni Lampar og gler, en sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá versluninni að leigja píanó til lengri eða skemmri tíma. „Píanóin eru þýsk og eru frá Schimmel sem er mjög þekkt merki. Þeir hafa framleitt píanó síðan 1885 og nú flytja þeir út um fjörutíu og átta prósent af öllum píanóum frá Þýskalandi,” sagði Asdís ennfremur. Skilmálamir em þeir að gerður er nokkurs konar kaupleigusamningur til tólf mánaða. Leigjandinn verður að greiða mánaðarlega leigu sem er um tvö þúsund og fimm hundruð krónur af ódýrustu píanóunum. Ef leigjandinn á- kveður innan sex mánaða aö kaupa hljóðfærið þá gengur sú leiga sem hann hefur greitt upp í kaupverð píanósins. -SJ. MALASKOLI ■26908- Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, spænska og íslenska fyrir útlendinga. Innritun daglega kl. 13—19. Kennslahefst 17. september. Skírteini afhent 14. september (föstudag) kl. 16—19. Umboð fyrir málaskóla: EUROCENTRES, SAMPERE o fl. í helstu borgum Evrópu, svo og i New York. -26908- HALLDÓRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.