Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 26
26 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. VIKAN SKOLA ER KOMIN A SÖLUSTAÐI ALLT FYRIR SKÓLAFÓLK Á ÖLLUM ALDRI Nemendafélög undirbúa mælsku- og rökræðukeppni 1 undirbúningi er fyrsta mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla sem tekur til landsins alls. Allir skól- ar, sem útskrifa stúdenta, eiga rétt til þátttöku. Framkvæmd keppninnar er í hönd- um nemendafélaga skólanna og stefnt er aö því aö keppni þessi veröi árlegur viðburöur. Helgina 5. til 7. október er ráögerð ráöstefna þar sem tveir fulltrúar koma frá hverjum skóla ásamt framkvæmdanefnd til að reka endanlegt smiðshögg á undirbúning keppninnar. Samhliöa veröur haldiö dómaranámskeið fyrir veröandi dómaraefni. JI lesa fleiri Vikuna Vona að ég haf i glatt og hneykslað marga — segir höfundur sjónvarpsauglýsingarinnar þar sem fólk er hvatt til að greiða afnotagjöldin ,,Eg vona bara að ég hafi bæði glatt og hneykslað marga, meira er ekki hægt aö biöja um í auglýsingagerð,” segir Rósa Ingólfsdóttir sem vinnur hjá sjónvarpinu og hannaði auglýsingu þá þar sem fólk er hvatt til að greiöa afnotagjöldin bæði fljótt og vel. I aug- lýsingunni eru fætur alls konar í aðal- hlutverkum, fætur herra, sem er að eru flutt í nýtt húsnæði að Bolholtí 6 Fjölbreytt námskeið hefjast í september. Sérfræðingar leiðbeina með snyrtingu • siðvenju • hárgreiðslu • fataval • hreinlæti • framkomu og ýmislegt fleira. • borðsiði gestaboð ræðumennsku göngu Síðustu innritunar- dagar Fyrir ungar stúlkur, herra og konur á öllum aldri. Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 2-7 Sími68-74-90 Unnur Arngrímsdóttir. bjóöa stúlku út, fætur pípulagninga- manns, ellilífeyrisþega, sjómanns og ræstingarkonu svo eitthvaö sé nefnt og haft er fyrir satt að f jölmargir af eldri kynslóðinni neiti alfarið að greiða af- notagjöldin eftir að hafa séð þessa aug- lýsingu. „Ef þessi auglýsing hneykslar ein- hverja þá hlýtur það að vera fólk af kynslóðinni sem fæddist á árunum 1910—1918. Á þeim árum var kynlífs- fræðsla í lakara lagi og fólk fýrir bragðið óþarflega bælt. Það er einhver feimni í þessu fólki,” segir Rósa sem sjálf er af stríösáratímabilinu... „þegar hræringar urðu í þjóðfélaginu, landið opnaöist og fordómamir minnk- uöu”, svo notuð séu hennar eigin orð. Reyndar er auglýsingin skrýtna að- eins ein af f jórum og verða hinar þrjár sýndar ein af annarri þegar fram líða stundir. „Eg reyni að raða saman myndmáli og hrynjandi, fletta upp í sjálfri mér í stað þess að apa upp eftir öðrum,” segir höfundurinn. Annars hefur Rósa Ingólfsdóttir ný- lokið við aö myndskreyta sjónvarps- þátt um Gunnar á Hliðarenda sem danska s jónvarpið hefur verið aö vinna að og svo leikur hún eiginkonu Gvend- ar í Grillskálanum í nýjustu kvikmynd Agústs Guðmundssonar, ,,Sandur”. Um einkalíf sitt vill hún ekkert ræða frekar en um greiðslurnar sem hún fékk frá danska sjónvarpinu fyrir að myndskreyta Gunnar á Hlíðarenda. „Annað er atvinnuleyndarmál. Hitt er prívatleyndarmál sem kemur al- menningi ekkert við,” segir Rósa. -EIR. FUILVAXTA: Nam fyrir ftlk í fullu starfi SKÓLABÖRN: Fœdi, kloiði og fleira gott NÝ SAGA: Framhaldssogan Áslir Emmu ATHUGIÐ: CorkUur eru hemma„nx,mlu,.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.