Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVHÍUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. Spurningin Sœkiröu kirkju? Guðmundur Daníelsson bifrelðar- stjórl: Nei, ég geri lítið af því. Astæðan er einfaldlega sú að áhuginn er ekki fyrir hendi. Jóhannes Sveinsson blfvélavlrki: Eg fer svo til aldrei í kirkju, því að ég hef engan áhuga á því. Það kemur þó fyrir að ég er við jarðarfarir. Björg Ingólfsdóttir húsmóðir: Nei, ég sæki ekki kirkju þó aö í rauninni sé ég trúuö. Ástæðu þessa veit ég einfaldlega ekki. Bjöm Ásgeirsson skipstjóri: Já, það geri ég þegar ég er í landi. Eg hef mikla og sterka trú og fer, eins og ég sagði, alltaf í kirkju þegar tækifæri gefst. Stefán Garðarsson, starfsmaður Hag- kaups: Nei, éggerih'tiðafþviaðfaraí kirkju þó að ég hafi vissulega mína trú. Eg hef ekki tíma til þess. Brynjólfur Hllmisson vélamaður: Nei, ég sæki htið kirkju, af hverju sem það nú stafar. Ætli ég fari ekki einu sinni á áriogþáífermingar. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Biðraðir í bankana Viðskiptavinur bankanna skrifar: Furðulegt verður aö teljast að ekki skuli hafa myndast biðraðamenning í íslenskum bönkum, þ.e.a.s. aö fólk skuli ekki hafa rænu á því að bíða eftir því að röðin komi aö því. Þannig. er nefnhega mál meö vexti að ef ver- ið er að taka fé út úr banka þá kemur röðin aö þér þegar gjaldkerinn kahar nafnið þitt upp, þú getur engin áhrif haftþará. Þegar fólk er aftur á móti að greiða reikninga og annað slUct, getur veriö gagnlegt aö bíöa við afgreiðsluborðið. Best væri náttúr- lega að bankarnir heföu sér gjald- kera fyrir þess konar viðskipti og þar mætti einnig leggja inn á ávísana- reikninga. Máhð er nefnUega að oft þegar viðskiptavinui- á viðskipti í banka, er hann með fé í höndunum sem hann kannski kærir sig ekkert um að almenningur sé meö nefið niðri í. Svo hefur maður hka heyrt að ef þú sért svo óheppinn að fá vit- lausa upphæö hjá gjaldkeranum þá þýði ekki að fara fram á leiðréttingu nema þú teljir peningana fyrir fram- an gjaldkerann — um leiö og þú ert kominn í burtu þá er ekkert aö marka þín orð. Lausnin er vitanlega sú að hafa línu eöa einhver mörk sem þýddi aö inn fyrir hana mættu aðeins þeir stíga sem hefðu verið til þess kallaðir. Þetta mundi bæöi flýta fyrir BiðraOir ibankana" er krafa viðskiptavinar þeirra. afgreiöslunni og létta undir meö vera erfitt aö vinna með tíu til segjast vera næstir. Sem sagt, gjaldkerunum, því þaö hlýtur að tuttugu manns á annatímum og alhr biöraðir í bankana, takk fyrir. Hvar er síminn? Jóhanna hringdi: Mig langar að koma með fyrirspum til bókaklúbbs Amar og örlygs vegna áskriftarsöfnunar þeirrar sem átti sér stað fyrir um ári síðan. Söfnuninni var þannig háttað að ef klúbbfélagi safnaði vissum fjölda nýrra áskrifta þá átti viðkomandi aö fá forláta síma að launum. Eg tók þátt í þessari söfnun en símann hef ég ekki séö. En nú veit ég að símamir margfrægu eru komnir til landsins og því er mér spum: Hvar er síminn? DV hafði samband við örlyg Hálfdánarson hjá bókaklúbbuum: Hann sagði að ástæðan fyrir því hvað símarnir voru lengi á leiðinni væri sú að fyrirtækiö sem símarnir vom fluttir inn hjá hefði pantað tækin í Taiwan. En þegar til kom hefði þurft að breyta bylgjulengd símanna og sökum þess hve smá pöntunin var, hefði hún ein- hvem veginn „týnst” í kerfinu þar ytra. En símarnir væm nú loksins komnir til landsins og væri fyrsti hluti sending- arinnar kominn th viðtakenda. Því miður væru ekki tök á aö dreifa allri sendingunni í einu en stefnt væri að því að símarnir yröu komnir tU eigenda sinnafyrir haustið. íslenskir braikarar aru góðir, sagja þeir Ragnar og Valgeir. Margir vilja varðveita fyrstu skó barnsins og stilla þeim jafnvai upp. Hverjir taka að sór að bronsa þá eða siifurhúða? Hver bronsar barnaskó? I grein sem nýlega birtist á lesenda- síðu DV kom fram ósk frá Freygerði nokkurri um að hún yrði látin vita ef einhver tæki að sér að bronsa bama- skó. Fleiri hafa nú haft samband við blaðið og borið fram sömu ósk. Til þess að fleiri geti notið góðs af og látið bronsa fyrstu skó barnsins, gera úr þeim bókastoöir eða annað slíkt, er þeim tUmælum komið á framfæri að menn hafi samband viö lesendasíöu DV ef þeir vita hverjir taka shkt að sér og þávUjumviöeinnigvitahvaðþaðkostar. | Lélegir breikarar Ragnar og Valgeir úr MosfeUssveit skrifa: Við skmppum saman í bíó um dag- inn og sáum hina æðislegu breikdans- mynd, Beat Street. Okkur tU mikiUar undrunar og feginleika sáum við ekki hina misheppnuöu Magnificent Force sem voru sagöir leUca í myndinni. Okkur finnst því þetta aðeins ómerkileg auglýsingabrella af háhu fyrirtækjanna sem stóðu að komu þessara svindlara. Við vUjum meina það að íslenskir breikarar séu stór- kostlegir miðað við þá og þar er fremstur í flokki Magnús Þór úr Mos- feUssveitinni, aðeins 11 ára gamaU. Við félagarnir skorum á fyrirtækin, sem hér eiga hlut aö máli, aö svara fyrir sig sem fyrst og afsaka þetta háttemi sitt. Nýtt númerakerfi á bfía B.V.S. skrifar: Á meðan Bifreiðaeftirht ríkisins fer langt fram úr kostnaðaráætlun sinni sitjum við borgaramir uppi meö rándýrt og gjörsamlega úrelt númera- kerfi á bílum okkar. Þá er ónefnt hversu mikU óprýöi þessi númera- spjöld eru, þau eru þjóðinni tU há- borinnar skammar. Peningarnir, sem nýtt númerakerfi myndi kosta, myndu skUa sér fljótt inn með mörgum sinnum færri skráningum. Það eina sem þarf í rauninni að gera er að láta ný spjöld á bifreiðir landsmanna því númera- kerfið er tU og kaUast fast númer og er í skráningarskírteinum í dag eins og flestirkannskivita. Spamaöur yrði óhjákvæmUegur vegna þessara föstu númera, svo ekki sé minnst á möguleikann að gera númerin mun smekklegri. En nú spyr einhver hvers vegna þessi tiltölulega einfalda spamaðar- ráðstöfun sé ekki framkvæmd þegar í stað. Ekki er hægt að sjá neina hindrun í vegi fyrir því að hún komi til fram- kvæmdar. Eða hvaö Uggur að baki? Hverjir eru það sem hafa annars lægstu og bestu númerin? Kannski er máhð þaö að þessir áhrifamiklu aöUar vilja ekki breytingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.