Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hækkaö verð á miólkurvörum Hækkun á mjólkurvörum og nauta- kjöti tók gildi 1. september. Nemur hækkunin á mjólkurvörum aö meöal- tali 4% en 4,3% á nautakjöti. Hækkun á nautakjöti kemur ekki fram strax í verslunum þar sem nýtt kjöt er til allt árið og enn einhverjar birgðir til. Samkvæmt nýjum verðlista frá Mjólkursamsölunni hefur einn lítri af mjólk hækkað úr kr. 22,30 í kr. 23,10, smásöluverð, heildsöluverð á lítrafemu af mjólk er 21 króna, sama verð er á léttmjólkinni. Undanrenna hækkaði úr kr. 15,50 í 16,05 og 1/4 lítri af rjóma hækkaði úr kr. 35,70 í 36,80. Kílóverö af fyrsta flokks smjöri hækkaði úr kr. 239,70 kr. í 250,30.26% ostur hækkaði úr kr. 215,10 í 222,20, 17% ostur hækkaöi úr kr. 179,40 í 185,30 krónur hvert kíló. Vakin skal athygli á því að 16 vöru- tegundir, sem nefndar eru á verð- listanum frá Mjólkursamsölunni, eru á leiöbeinandi verði. Verslunar- eiganda er frjálst að hækka eða lækka þær vörur sem merktar eru meöx. -RR Á Raufarhöfn stendur nú yfir sýning á orkusparandi aðgerðum. Eins og sjá má á myndinni getur verið kuldalegt þarna, en hugsanlegt er að einhver hús þarna þyrfti að einangra betur. Lánamöguleikar til orkusparnaöar: Orkuspamaðarlán 65 milljónir í ár Ert þú einn af þeim sem notar of mikla orku til að kynda húsið þitt? Ef svo er væri kannski ráðlegt að lesa þennan greinarstúf. Nú undanfarið hefur \ ;rið unnið markvisst að því að kanna hvar sé þörf á að gera orkuspamaðar- aðgeröir. Þessar aðgerðir ganga undir nafninu orkuspamaðarátak og er það iðnaðar- og félagsmála- ráöuneytið sem standa að baki þeim. Sérstök verkefnisstjóm var skipuö og í henni sitja Karl Omar Jónsson, Guöni Jóhannesson verkfræðingar og Jóhann Einvarðsson, aðstoöar- maður félagsmálaráðherra. Hverjir nota mest af orku? Átak þetta beinist fyrst og fremst að því að leita uppi þau hús sem nota of mikla orku. Að sögn Guðna Jóhannessonar em þetta hús á Vesturlandi, Vestf jörðum og Austur- landi. Upplýsingar em fengnar frá orkubúum þessara staða, um hver orkunotkun hvers einstaks húss er. Síöan er rúmmetrafjölda hússins deilt upp í orkunotkunina og fundiö út hversu mikil orka er notuö á rúmmetra í þessum húsum. Þau hús sem lenda fyrir ofan ákveðin mörk mega búast við aö fá heimsókn af skoöunarmönnum. Þetta em hús ’sem eru með yfir 38 þúsund KWh orkunotkun á ári og meira en 12 kWh orkunotkun á hvern rúmmetra á ári. Nú þegar er byrjað að fara í þau hús sem hafa of mikla orkunotkun. Sér- stakir skoðunarmenn, sem staðsettir eru úti á landi, fá það verkefni aö kanna aðstæöur á hverjum stað og gera nák væma úttekt á hvað sé nauð- synlegt að gera á hverjum stað. Lán til orkusparandi endurbóta I framhaldi af þessum orkuspamaöaraðgerðum er mögu- legt fyrir húseigendur að fá lán til endurbóta. Slík lán eru þó ekki veitt til húsa nema þau hafi veriö skoöuð af skoðunarmönnum og þeir gert heildaráætlun um allar þær orku- sparandi endurbætur sem þörf er á. Þessi lán geta numið allt að 50% af áætluðum heildarkostnaöi, þegar hann er á bilinu 60—120 þúsund, en ekki er þó lánað til aðgerða sem ekki kosta yfir 60 þúsund krónur. Lánað er til allt að 11 ára, afborgunarlaust fyrstu tvö árin. Ef kostnaðaráætlun er yfir 120 þúsund þá getur lánsfjámpphæð numið allt að 80% af kostnaðar- áætlun. Þá er lánaö til 16 ára og af- borgunarlaust fyrstu tvö árin. Um þessi lán er sótt hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Eyðublöð er hægt að fá þar og einnig á skrifstofum sveitar- og bæjarfélaga um land allt. Miðað er við að lánin séu greidd út innan hálfs mánaöar frá því að fram- kvæmdumerlokið. Lán til að breyta frá olíu- kyndingu yfir í innlendan orkugjafa Þá er einnig stefnt að því í þessum aögerðum að meirihluti þeirra íbúða, sem nú eru kyntar með olíu, breyti yfir í innlenda orku og þá aðallega rafhitun. I því sambandi er hægt aö sækja um lán og eru þau að upphæð 50 þúsund krónur. Lánstími er allt að fimm ár og lánið afborgunarlaust í 2 ár. Húsnæðisstofnun ríkisins annast afgreiðslu þessara lána. Á þessu ári er ráðgert að lánaðar verði um 40 milljónir til orku- sparandi endurbóta og 15 milljónir vegna breytinga úr olíuhitun. Farandsýning um orkusparnað Nú á sunnudaginn var opnuð sýning á Raufarhöfn. Þetta er sýning á byggingarefnum og tækjum til orkuspamaðar. Sýningin mun veröa sett upp á 10 stöðum á Austurlandi nú á næstunni. Slík sýning er án efa mikilvæg fyrir þá sem standa frammi fyrir því að þurfa að gera gagngerar breytingar á húsnæði sínu til orkuspamaðar. -APH. Itilsam 1 Hvað kos . Vinsamlega sen 1 andi i upplVsing í fjolskyldu af sön I tæki. 1 Nafn ásk íýsingaseðill! anburöar á heimiliskostnaði i tar heimilishaldið? lið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- j : amiðlun meðai almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar ,' u stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- ^ rifanda ! | i , Heimili l , l i Sírríi 1 | I 1 l Fjöldi heimilisfólks J | Kostnaöur í ágúst 1984. J i Matur og i Annaö 1 hr^ÍnlpPti^vrSnir kr 1 kr Alls kr } I | 1 _ 1 1 r»ra * Vörutegund Krónur Mjólk ný í lausu máli Mjólk ný í 1/1 pakka Mjólk ný 11/4 pakka Mjólknýí2/lfernu 46,20 Mjólk ný í 201 kassa G-mjólk í 1/41 pakka G-mjólk í 1/11 pakka Léttmjólk í 1/11 pakka 23,10 Rjómiílausumáli Rjómi í 1/4 pakka Rjómi í 1/1 fernu Rjómi i 1/2 fernu Rjómi sýrðurí200grdósum ídýfur og sósur í 200 gr dósum Kaff ir jómi í 1/4 pakka Þeytirjómi í 1/4 pakka Skyrílausumáli Skýr í 500 gr pökkum Skýr í 200 gr pökkum Skyr í 500 gr boxum 19,50 Skyr í 200 gr boxum Ávaxtaskyrí500grboxum Ávaxtaskyr í 150 gr boxum 12,70 x Rjómaskyr í 500 gr boxum 38,20 x Sýrð mjóik í lausu máli 23,80 Sýrð mjólk í 1/1 pakka 26,30 Kókómjóik í 1/4 pakka 11,20 x Kókómjólk í 1/1 pakka 34,70 x Jógúrt án ávaxta í 180 gr boxum 14,00 x Jógúrt með ávöxtum í 500 gr boxum 35,00 x Jógúrt með ávöxtum í 180 gr boxum 15,70 x Léttjógúrt í 1/21 fernum 30,50 x Jógi í 1/4 pakka 10,40 x Mysa í lausu máli 10,50 Mysaí2/lfernu Mangósopl Undanrenna í lausu máli Smjör I. fl....." 250,30 Smjör II. fl 234,00 Ostur 17% 185,30 x Leiðbeinandi verð. Heimilisbókhald DV: Landsmeðaltalið íjúlí — 7,6% lægra en í júní— 23% hærra en ífyrra Landsmeöaltal einstaklinga i heimilisbókhaldi DV í júh' er 2629 krónur. Meðaltalið er 7,6% lægra en í júnímánuði, var þann mánuðinn 2846 krónur. Landsmeðaltal í júlí 1983 var 2.140 krónur á einstakling og er því tæpum 23 prósentum hærra í júlí í ár. Þetta meðaltal er fundið eftir tölum á upplýsingaseðlum frá lesendum. Þessir sérstöku seölar birtast í DV yfirleitt fyrstu fimm virka daga hvers mánaðar og bókhaldarar færa sínar tölur inn á seðil og senda okkur. Annars vegar era tölur yfir kostnað við mánaöarinnkaup heimilisins á mat og hreinlætis- vörum og hins vegar tölur yfir önnur útgjöld heimilisins. Allir fylla út dálkinn yfir kostnaö við mat og hreinlætisvörurnar og flestir setja á seðlana kostnað yfir „annað”. En þær meðaltalstölur, sem við reiknum út mánaðarlega eftir upplýsingaseölum sem okkur berast, era tölur yfir mat- og hrein- lætisvörur. Landsmeðaltal mánaðarins segir okkur hvaö hver einstaklingur hefur variö hárri upphæð til kaupa á mat og hreinlætisvörum í mánuö. -ÞG. Skiptimarkaður Pennans og BSE: Gömlum bókum skipt fyrir nýjar Bókaverslanir í Reykjavík hafa nú undirbúið af kappi skólabókaflóö- ið sem fylgir byrjun skólaárs. Sú ný- breytni var tekin upp í fýrra hjá Pennanum að hafa svokallaðan skiptimarkað þar sem hægt var að koma með gamlar skólabækur, leggja þær inn á reikning og taka síð- an út á innstæðuna þaö sem nemend- ur þurftu á að halda á komandi skólaári, hvort sem það nú voru skólabækur eöa ritföng. Nú hefur önnur bóka- og ritfangaverslun tekið upp þennan skiptimarkað og verður nú einn slíkur einnig hjá Bókaversl- un Sigf úsar Eymundssonar. Að sögn önnu Borg, verslunar- stjóra í skiptimarkaði Pennans, verð- ur Penninn með skiptimarkað fyrir menntaskólabækur og einnig bækur fyrir níunda bekk í grunnskóla. Hún sagði að nokkur aukning hefði verið á bókatitlum í ár og væra þeir nú um 300 fleiri en í fyrra. „Við tökum eingöngu viö bókum sem eru vel með famar og þá ein- göngu bókum sem viö höfum auglýst eftir,”sagðiAnna. Sá sem leggur gamla bók inn á skiptimarkað Pennans fær fyrir hana 40% af núgildandi búðarverði á nýrri sams konar bók og getur við- komandi tekið út á þá upphæð aðrar bækur eða skólavörur. Er bókin selst aftur á skiptimarkaðnum þá er verð hennar 55% af búðarverði. Skipti- markaður Pennans hófst sl. föstu- dag. Hjá Einari Oskarssyni, verslunar- stjóra hjá Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, fengum við staðfest að þar yrði einnig bókamarkaður fyrir gamlar bækur og hófst hann á mánu- dag. Er neytendasíðan hafði sam- band við Einar hafði ekki verið ákveðið hvaða kjör þeim sem vildu leggja inn gamlar bækur myndu bjóðast. Einar sagöi að einungis yrði tekið við vel með förnum bókum og þeim sem auglýst hefði verið eftir. Innstæðuna sem bókareigendur eign- uðust með því aö leggja bækur inn á skiptimarkaðinn sagði Einar að væri hægt að taka út á í öllum deildum Bókaverslunar Sigfúsar Eymunds- sonar. þjh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.