Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. 31^ Miðvikudagur 5. september 13.30 Suður-amerísk lög. 14.00 „Daglegt líf í Grtenlandi” eltir Hans Lynge. Gísli Kristjánsson þýddi. Stina Gísladóttir les (4). 14.30 Miödegistónleikar. 14.45 Popphólíið. — Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.10 Siðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Sólveig Pálsdóttir. 20.00 Var og verður. Um íþróttir, útilíf, o. fl. fyrir hressa krakka. Stjórnandi: HÖrður Sigurðarson. 20.40 Kvöldvaka. a. Frá Ólafsvík til Borgarfjarðar. Svanhildur Sigur- jónsdóttir les úr Ferðabrotum eftir Sigurö Jón Guðmundsson. b. Tvær hæðir. Þorsteinn frá Hamri tekur saman frásöguþátt og flytur. 21.10 Gestur í útvarpssal. Philip Jenkins leikur píanótónlist eftir Karol Szymanovsky og Frédéric Chopin. 21.40 Utvarpssagan: „Hjón í koti” eftir Eric Cross. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Teiknað eftir fyrirmynd”, smásaga eftir Bernard MacLaverty. Erlingur E. Haildórsson les eigin þýöingu. 23.15 íslensk tónlist. a. Einar Sturluson syngur lög eftir Arna Thorsteinson og Sigvalda Kalda- lóns. Fritz Weisshappel leikur á píanó. b. Þorvaldur Steingrímsson og Guörún A. Kristinsdóttir leika Fiðlusónötu í Fdúr eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 14.00—15.00 Ut um hvippinn og hvappinn. Létt lög leikin úr ýms- um áttum. Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 14.00—16.00 Ná er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Salvarsson. 16.00—17.00 Nálaraugaö. Djass- rokk. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 17.00—18.00 Cr kvennabúrinu. Hljómlist flutt og/eða leikin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Fimmtudagur 6. september 10.00—12.00 Morgunþáttur. Fyrstu þrjátíu mínúturnar helgaðar íslenskri tónlist. Kynning á hljóm- sveit eða tónlistarmanni. Viðtöl, ef svo ber undir. Ekki meira gefið upp. Stjórnendur: Jón Olafsson og SigurðurSverrisson. Miðvikudagur S. september 19.35 Söguhomiö. Kötturinn með höttinn — þula í þýðingu Lofts Guömundssonar. Þórður B. Sig- urðsson flytur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáll. 20.00 Fréttirogveður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Nýjasta tækni og víslndi. Umsjónarmaöur Sigurður H. Richter. 21.00 Ævintýrið mikla. 2. Barist tU þrautar. Breskur framhalds- myndaflokkur í f jórum þáttum um heimskautakönnuðinn Emest Henry Shackleton og ferðir hans til Suðurskautslandsins. Aöalhlut- verk: David Schofield. Þýöandi Oskarlngimarsson. 22.00 Ur safni Sjónvarpsins. Tíma- mót á Grænlandi. A tveimur til þremur áratugum hefur rótgrónu veiðimannasamfélagi á Grænlandi verið umbylt í tæknivætt nútíma- þjóðfélag. Þessar breytingar hafa valdið mikilli röskun á lífi og hög- um landsbúa. Nú hafa Grænlend- ingar fengið heimastjórn og von- ast til aö geta mótað samfélagið eftir sínu höfði í ríkari mæli en áður. Um þetta er fjaUað í þessari mynd sem sjónvarpsmenn tóku að mestu i Nuuk, höfuðstað Græn- lands sumarið 1982. Umsjónar- maður Guöjón Einarsson. 22.55 Fréttir f dagskrárlok. Sjónvarp Útvarp Grænlendingar hafa áttíerfiðleikum með aðfeta sig ínútímaþjóðfólaginu. Sjónvarp kl. 22.00 — Tímamót á Grænlandi: Veiðimannasamfélag- ið og tæknivæðingin Tímamót á Grænlandi nefnist endur- sýndur þáttur sem er á dagskrá í sjón- varpi kl. 22.00 í kvöld. Árið 1982 héldu sjónvarpsmenn tU Nuuk, höfuðborgar Grænlands, m.a. til áð kynna sér þær breytingar sem átt hafa sér stað á Grænlandi sl. tvo til þrjá áratugi. I þessari mynd íslenska sjónvarpsins er reynt að draga fram í grófum dráttum þau áhrif sem umbylt- ing úr rótgrónu veiðimannasamfélagi í tæknivætt nútímaþjóðfélag hefur haft áGrænlandi. | Að sögn Guðjóns Einarssonar, um- sjónarmanns þáttarins, er í myndinni reynt að gera stuttlega grein fyrir því hvernig nútímaþjóðfélag er byggt upp á Grænlandi. Rætt er við grænlenska ráðamenn og kennara og farið er í heimsókn til grænlensks veiðimanns sem nýlega fluttist úr litlu veiðiþorpi í nýtísku blokkaríbúð í Nuuk. 1 þættin- um er einnig sýnt brot úr heimildar- mynd, sem gerð var á vegum danska sjónvarpsins árið 1980 þegar þjóðfé- lagsbreytingar voru að hef jast á Græn- landi, ásamt stuttu sögulegu yfirliti. Með því að reka á eftir þróuninni hafa ýmis vandamál skotið upp kollin- um á Grænlandi, s.s. óhófleg áfengis- neysla meðal innfæddra. Einnig er skortur á sérmenntuðum Grænlend- ingum sem aukið hefur á aðlögunar- vandamálið. Að sögn Guðjóns reyndist tíminn of naumur fyrir íslenska sjón- varpsmenn til að gera flóknu máli sem þessu fullnægjandi skil, en sagði að í Grænlendingar nú hins vegar fengið þættinum væri reynt að grennslast tækifæri til aö stjórna uppbyggingunni fyrir um viðhorf Grænlendinga sjálfra í landinu sjálfir og ættu nú að geta mót- sem hingað til hafa að mestu leyti ver- að samfélagið eftir eigin höfði í ríkari ið áhorfendur. Með heimastjóm hafa mæli. -eh Sjónvarp kl. 20.35 — Nýjasta tækni og vísindi: Þrettán stuttar fræðslumyndir Nýjasta tækni og vísindi er á dag- skrá kl. 20.35 í kvöld og verða sýndar 13 stuttar fræðslumyndir þar sem farið er vítt og breitt í heimi visindanna. DV hafði samband við Sigurð H. Richter, umsjónarmann Nýjustu tækni og vís- inda, og spurði hann um efni þáttarins. Meðal annars verður sagt frá því þegar fólk verður fyrir slysi þar sem augasteinn eöa sjáaldur skaddast. Farið er aö græða plastsivalning í aug- að með skrúfgangi en þar er síðan hægt að setja linsu og hefur þetta bjargaö sjón margra. I annarri mynd er sagt frá tölvustýrðu framleiðslueftirliti sem er sérstaklega hagkvæmt við framleiðslu á ýmsum smáhlutum þar sem eftirlitsmenn ná ekki að fylgjast með hverjum hlut en tölvurnar hins vegar eru óþreytandi og ákaflega sam- viskusamar. Einnig verður sýnd inynd sem f jallar um hvað á að gera við hálm sem verður eftir þegar hveiti hefur verið skorið upp af ökrum en hingað til hefur afgangshálmur verið brenndur. Nú er farið að þjappa þessum hálmi saman, þannig að hann verður aðeins I þættlnum í kvöld verður m.a. sýnd stutt mynd um flskeldi sem er vaxandl búgreln hérlendls. 1/20 af upphaflegu rúmmáli, og nota í pappírsframleiðslu, eldivið eða gripa- fóður. Sýnd verður stutt mynd um fisk- eldi, sem er vaxandi búgrein hér á landi, en þar er sagt frá vatnafiskeldi og þeirri tækni sem þar er beitt. Að lok- um verður sagt frá nýjum oliuborpöll- um sem Japanir eru að framleiöa og eiga aö vera traustari en þessir eldri vegna þess að pallurinn er að mestu neðansjávar og verður þvi minna fyrir áhrifum veöurs og vinda. -eh Konurnar láta til sín taka á rásinni í dag „Það er of mikið karlaveldi á rás- inni. Þeir eru ekki of vondir en þeir eru of margir,” sagði Andrea Jónsdóttir, umsjónarmaður Kvennabúrsins, sem er á dagskrá kl. 17.00 í dag, í samtali viðDV. Aðspurð sagði Andrea að svipað gilti um tónlistina sem spiluö væri og þá sem veldust til þess að hafa umsjón með þáttum á rásinni, aö hlutur kvenna væri of takmarkaður. Kvenna- búrið ræður þó nokkra bót á því. Þátturinn er á dagskrá hálfsmán- aðarlega og þar eru kynntar konur sem hafa látið að sér kveða í dægur- lagaheiminum. I þættinum i dag verö- ur m.a. hin þrítuga Martha Davis kynnt sem auk þess að vera tveggja barna móðir slær á gítarstrengina hjá bandarísku hljómsveitinni Motels. Andrea Jónsdóttir er umsjónar- maður Kvennabúrsins. Ennfremur verða í þættinum spiluð lög með Quarterflash, en saxófónleikari hljómsveitarinnar er einmitt kona að nafni Rindy Ross. Fimmtudaginn 7. september á svo hin velkunna Pretenders söngkona, Crissie Hynde, afmæli og fær hún að brýna raust sína í þættinum í dag af því tilefni. Að sögn Andreu velur hún tónlistina í þáttinn eftir eigin höfði en segist þó reyna að spila eitthvað sem ekki heyr- ist of oft í útvaipina Hún sagðist hins vegar lítið vita um viðtökur fólks við þættinum en taldi það góðs viti að fólk hringdi ekki til að kvarta. Það fer því ekki hjá því að það læðist að sá grunur að í efnisvaldi renni rásin nokkuð blint í sjóinn þvi að eins og Andrea sagði að lokum þá hefur hún litla hugmynd um hvort nokkur hlustar á Kvennabúrið. -eh Veðriö ísland kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 8, Egilsstaðir léttskýjað 3, Grímsey léttskýjað 6, Höfn skýjað 8, Keflavíkurflugvöll- ur rigning 8, Kirkjubæjarklaustur skýjaö 7, Raufarhöfn léttskýjað 3, Reykjavík rigning 8, Vestmanna- eyjar rigning 8. Veðrið hérog þar Utlönd kl. 6 í morgun: Helsinki alskýjað 10, Kaupmanna- höfn alskýjað 10, Osló skýjað 7, Stokkhólmur skýjað 9, Þórshöfn al- skýjað 7. Utlönd kl. 18ígær: Algarve léttskýjað 31, Amsterdam skýjað 13, Aþena heiðskírt 27, Barcelona (Costa Brava) þoku- móða 23, Berlín rigning á síðustu klukkustund 19, Chicagó skýjað 18; Glasgow skýjað 11, Feneyjar (Rimini og Lignano) þokumóða 25, Frankfurt rigning 19, Las Palmas (Kanaríeyjar) skýjað 25, London skúr á síðustu klukkustund 14, Luxemburg rigning 14, Madrid létt- skýjað 30, Malaga (Costa Del Sol) skýjað 26, Mallorca (Ibiza) létt- skýjaö 21, Miami léttskýjað 30, Montreal hálfskýjað 19, Nuuk al- skýjað 7, París skýjað 15, Róm heiðskírt 22, Vín léttskýjað 24, Winnipeg skýjað 17, Valencia (Benidorm) mistur 26. I dag verður sunnan- og suðaust- anátt um allt land. Rigning um sunnan- og vestanvert landiö en : skýjað og þurrt á Austur- og Norð- 1 austurlandi. Horfur á fimmtudag: ' sunnan- eða suðaustanátt, fremur hlýtt, skúrir um suðvestanvert 1 landið en þurrt á Norðaustur- og 1 Austurlandi. Horfur á föstudag: vestan- og suðvestanátt, fremur 1 svalt og skúrir víða um land, síst þó á Austur- og Suðausturlandi. Gengið GENGISSKRÁNING NR. 170 - 05. SEPT. KL.9.15 cining Kaup Sata Tolgengi Dolar 32300 32390 31280 Pund 41.746 41362 40336 Kan. dollar 25324 25,093 24372 Dönskkr. 3.0411 33495 23736 Norsk kr. 3363 33737 3.7633 Sænskkr. 33521 33627 3.7477 H. mark 5,2854 530000 5,1532 Fra. franki 3.6011 3.6111 33231 Belg. franki 03486 03501 03364 Sviss. franki 133087 132453 133252 Hol. gyflini 9.7936 93207 93898 V-Þýsktmark 11.0497 11.0803 103177 it. líra 031792 031797 031747 Austurr. sch. 137120 1.57550 13382 Port. escudo 02119 02125 02072 Spá. peseti 0.1946 0.1951 0.1891 Japanskt yen 0.1331 0.13347 0.12954 irskt pund 34.125 34220 33271 SDR (sérstök 32,6933 32,7844 dráttarrétt.l Slmsvari vegna gengisskréningar 2219$

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.