Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. Utanríkisráðherra Svía, Lennard Bogström, og Norðmanna, Svend Stray, sem reyndar gegnir einnig starfi forsætisráðherra í Noregi í veikindum Káre Villock, komu til landsins um miðjan dag í gœr. í gœrkvöldi átti Stray viðrœður við Geir Hallgrímsson og Uffe Elleman Jensen um deilurnar sem risið hafa vegna loðnuveiða við Jan Mayen. Aðspurður við komuna til landsins sagðist Stray ekkert vilja segja um þetta mál fyrir fundinn. Á stœrri myndinni er Svend Stray lengst til hœgri, ásamt aðstoðarmanni sínum, Lorentzen, sendiherra Noregs á íslandi, sem snýr baki í myndavélina, og sendiráðsstarfsmanni. Á minni myndinni er Lennard Bogström. -KÞ/DV-myndir Eiríkur Jónsson. Kapphlaup bænda við rigninguna: „Mikil hey en gæðin misjöfn” Af ótta viö rigningu hirða nú bændur á Suöurlandi allt hvaö af tekur, jafnt aö nóttu sem degi. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri sagði aö Suðurlandsbændur væru í þann veginn aö ljúka heyskap og út- litið væri því mun betra en á horfðist. „Heyin eru mikil en misjöfn aö gæðum. Sum hey eru síðslegin og því úr sér sprottin. En það eru til nægar heybirgðir allt í kring um landið og því eru engin vandamál á ferðinni í því sambandi,” sagði Jónas. Helga Eiríksdóttir á Vorsabæ á Skeiöum sagðist hafa klárað hey- skapinn í gær og hefði gengið mjög vel síðustu daga. Hún sagðist hafa byrjað heyskap 7. júlí og höfðu þá komið nokkrir ágætir dagar en svo kom rigningarkafli stuttu seinna sem spUlti fyrir en góðviðrisdag- arnir undanfariö hafa bjargað málunum þar í sveit. -JI. Unniö að nóttu til viö aö koma síðustu böggunum i hús fyrír næstu rigningardembu & Vorsabæ á Skeiöum. DV-mynd Eiríkur Jónsson. Rutustríðið á Suðurlandi: TILBOÐIN VORUJÖFN — segir bflstjóri hjá Krist jáni Jónssyni „Það eru algjör ósannindi að SérleyfisbUar Selfoss hafi verið með lægsta tUboðið,” sagöi Einar Gíslason, bUstjóri hjá Kristjáni Jónssyni, sér- leyfishafa í Hveragerði, um rútustríðið á Suðurlandi. Þar er bitist um hver eigi að aka nemendum í Fjöl- brautaskólann á Selfossi. ,,Eg tel aö mönnum hafi yfirsést ýmis mikilvæg atriði í öðrum tilboðum. Eg tel aö tUboðin hefðu verið mjög jöfn ef aUir þættir hefðu verið teknir til greina. Eg vU einnig meina að taka hefði átt með í dæmiö mannlega þætti. Við höfum þjónaö þessu hlutverki frá upphafi við góðan orðstír og meðal annars fengið sérstakt hrós frá skóla- meistara þar sem aldrei hefur brugðist að nemendur kæmust á réttum tíma í skólann þrátt fyrir erfiða færð oft,” sagöi Einar. Kristján Jónsson, sem Einar vinnur hjá, hefur síöustu þrjú árin ekið nemendum úr Þorlákshöfn, ölfusi og Hverageröi. Núna hefur skólanefnd út- hlutað SérleyfisbUum Selfoss verk- efninu. „Okkur finnst meðhöndlun málsins furöuleg. Utboðið var nánast leynUegt. Auglýsing um það var aðeins birt í blaði sem gefið er út á Selfossi og kemur ekki fyrir almenningssjónir og heitir Dagskrán. Það var ekki einu sinni haft samband við okkur sem höfum verið með þennan akstur frá upphafi. Af einskærri tilvUjun fréttum við af þessu af afspum á síðustu stundu. Við höfðum þá lítinn tíma tU að ganga frá tUboðum en gerðum þaö þó, undirbúningslítið,” sagði Einar. Hann tók fram að hvorki í Þorláks- höfn né Hveragerði hefðu Sérleyfis- bUarnir verið hindraöir. „Við erum þakklátir nemendum fyrir aö styðja okkur og hvetja okkur til dáða. Það er ekki síður þeirra ósk að heimamenn annist aksturinn. Það finnst öllum óeðlUegt að þetta sé rifið úr höndum heimamanna og sett á eina hendi á Selfossi,” sagði Einar. -KMU. Unniö að uppsetningu laxeldis i Grundarfiröi. Grundarfjörður: Hefja laxeldi MUdar vonir eru bundnar við nýja laxeldisstöð sem staðsett er í Grundar- firði, í sjó, fyrir neðan Kirkjufell. Svanur Guðmundsson, einn aðstandenda laxeldisins, sagði að fyrstu 4000 seiöin sem yrðu til prúfu í vetur heföu komið í gær frá Hvamms- vík í Hvalf irði. Svanur sagði að vonir vieru bundnar við 100 tonna ársframleiðslu þegar fram í sækir en hversu vel mun tU takast fer eftir ýmsu, svo sem veðráttu oghitastigisjávar. „Þessi atvinnugrein er mjög fjár- frek og verður aldrei nein aukabúgrein því fyrstu þrjú árin erum við algjör- lega tekjulausir og þurfum því einungis að fást við fjárfestingu, rekstrarfé og kostnað,” sagöi Svanur. Þegar laxinn hrygnir hægist á vexti og er honum þá slátrað. Fyrsta slátrun hefst ekki fyrr en eftir þrjú ár þegar meðalþyngd er um 3,5 kg. „Við munum kaupa 30.000—50.000 seiði ár hvert tU að ala og stQum aðal- lega á erlenda markaði því sá innlendi er fljótur að mettast. Stærstu markaðir eru Frakkland, Vestur- Þýskaland, Bandarikin og margir aðrir smærri viða um heim,” sagði Svanur. „Fjármögnun er hálfloðin og óviss,” sagði Svanur. ,,Steingrímur Hermannsson sagði í útvarpsviðtali fyrr í sumar að 20 miUjónum yrði varið tU fiskeldis en enginn virðist nú vita hvar þessar krónur Uggja.” Einn starfsmaður mun sjá um lax- eldisstöðina fyrsta árið en síðan þarf að auka við starfsfólki upp í fjóra til fimm, þegar því takmarki er náð sem sett var, og enn þarf að bæta við fólki þegar slátrun hefst. -JI. ITILEFNIDAGSINS VIÐ OPNUN EINNAR GLÆSILEGURSU SÓLBAÐSSTOFU í BÆNUM BJÓÐUM VIÐ FRÍTT OPNUNARDAGINN, FIMMTUDAGINN 6. SEPTEMBER. Opið fró kl. 7.00—23.00 virka daga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00—23.00. KOLBRUN. SÓLBAÐSSTOFAN, GRETTISGÖTU 57 A, SÍMI62-14-40.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.