Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjðri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsíngastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12- SÍMI 680611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI ,27022. ;Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. ISími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Asknftarver^á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað28 kr. ■ Burtmeð tekjuskattinn Fátt eitt hefur lekiö út af þeim viðræöum sem staðið hafa yfir milli stjórnarflokkanna um endurnýjaðan stjórnarsáttmála. Ekki verður það gagnrýnt enda ólíkt skynsamlegra að semja sín í milli um viðkvæm deilumál sitt hvorum megin samningaborðs heldur en með orðsend- ingum í fjölmiðlum. Árangur slíkra viðræðna er kominn undir gagnkvæmu trausti á því að tillögur eða opinskáar umræður kvisist ekki út, öðrum til útúrsnúninga og tor- tryggni. Tvennt er það sem fjölmiðlar hafa greint frá að stjórnarflokkarnir stefni að í viðræðum sínum. Annars vegar að breyta sjóðakerfinu og stokka upp Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Hins vegar að afnema tekju- skatta af almennum launatekjum. Um kerfisbreytingu á fjárfestingarsjóðum og Fram- kvæmdastofnun skal fátt sagt að sinni. Þær verða ekki dæmdar fyrr en tillögurnar sjást svart á hvítu. Fráhvarf frá opinberu lánakerfi, sem eys fé á báðar hendur undir pólitískri miðstýringu, skiptir þar meginmáli. Hvort stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir til að stíga það skref getur skipt sköpum enda verður þá horfið frá vitlausustu fjármálastefnu sem pólitísku öflin í landinu hafa sam- eiginlega staðið að og talið sínar ær og kýr. Það veröa vissulega tímamót ef Byggðasjóður, Fram- kvæmdasjóður og fjárfestingar- og lánasjóðirnir losna undan geöþóttaákvörðunum atkvæðasmala allra flokka. I það vald hafa pólitíkusarnir ríghaldið. Kannske eru þeir að sjá að sér. Lengi skal manninn reyna. Hitt atriðið, afnám tekjuskattsins af almennum launa- tekjum, er ekki síður athyglisvert. Einstakir flokkar hafa á stundum sett þá stefnu í kosningaloforð sín. Einstakir alþingismenn hafa verið þeim stefnumálum trúir og fylgt þeim eftir með málatilbúnaði á þingi. Frá síðasta þingi má þar nefna þingmanninn Gunnar G. Schram, þingflokk Alþýðuflokksins og að nokkru leyti Bandalag jafnaðar- manna. En þessar raddir hafa verið hrópandinn í eyði- mörkinni. Stjórnvöld hafa jafnan borið fyrir sig erfiðri stöðu ríkissjóðs. Álagning tekjuskattsins í ár hefur ef til vill ekki verið mjög frábrugðin skattaálagningu undanfarinna ára en með lækkandi verðbólgu hefur fólk fundið meir fyrir greiðslubyrðinni. Og það sem meira er, undanfærslur, svo ekki sé talað um bein skattsvik, verða æ meir áber- andi. Það blasir við öllum að tekjuskattslögin eru skálka- skjól misréttis og ranglætis. Launamaðurinn ber byrðarnar meðan aðrir, og þeir sem betur mega sín, greiða vinnukonuútsvör. Tekjuskatturinn leiðir til ójafn- aðar í stað jafnaðar og hefur að því leyti orðið úthverfur og öndverður við tilgang sinn. Viðnám gegn skattsvikum virðist borin von. Þessu til viðbótar koma þau rök að lækkun eða afnám tekjuskatts á almennar launatekjur yrði raunhæfasta og langskynsamlegasta kjarabótin sem launafólk og verka- lýðshreyfingin getur vænst. Af þessum sökum er það sérstakt fagnaðarefni ef stjórnvöldum og forystumönnum stjómarflokkanna tekst að hrinda í framkvæmd margyfirlýstri stefnu um afnám tekjuskattsins í áföngum. Best væri að það yrði gert án þess að aðrir skattar komi í staðinn. En þegar til lengri tíma er litið eru þó neysluskattar betri kostur en tekjuskattur, eins og hann er nú lagður á. Tekjuskatturinn er úreltur og ranglátur. Hann á að hverfa. ebs. ÓTTAST VAR UM KRÖFLUVIRKJUN Frá Jóni Baldvini Halldórssyni, biaöa- manni DV í Mývatnssveit: Almannavarnanefnd Mývatnssveit- ar var komin á vakt í stjórnstöð klukk- an 21.00 í gærkvöldi. Komiö haföi til- kynning frá skjálftavakt um landsig viö Kröflu sem ákveöið benti til aö eldgos væri í vændum. „Fyrsta verkiö var aö aövara Kisiliöjuna og Kröfiu- virkjun,” sagöi Helgi Jónasson hrepp- stjóri sem var á vakt hjá Almanna- varnanefnd. „Klukkan 22.00 var hringt aövörunarhringing. Hér er svæöinu skipt í fjóra hluta og hringt í 15—20 númer í hverri hringingu. Klukkutíma síöar var sett vakt á Rauöhól, ofan við Kröfluvirkjun, og sömuleiöis var lög- reglan á Húsavík kölluð út. Helgi sagöi að menn heföu óttast um mannvirki við Kröflu í upphafi gossins, einkum þó eftir að fór aö gjósa allt suður í Leirhnjúk og hraun rann beggja vegna viö hann. Um f jögurleyt- ið var dregið úr viðbúnaði Almanna- vamanefndarinnar enda mannvirki ekki lengur talin í hættu. „Mývetningar voru hættir aö hugsa um þetta og famir aö vona aö gos kæmi ekki upp aftur,” sagöi Helgi. „Okkur héma finnst slæmt að fá þetta hérnanú.” -EIR. A þessari mynd, sem tekin var undir morgun, má sjá afstöðu gossins til Kröflu- virkjunar. Stöðvarhúsið er á miðri myndinni en fyrir ofan Kröflueldar á fullu. Mikill viöbúnaður Almannavarna: Stórgos eftir nær þriggja ára hlé: NÍUNDA GOSIÐ Á KRÖFLUSVÆÐINU Þetta Kröflugos er þaö níunda í Fyrst gaus í Leirhnjúk fjórum dög- þrjú gos. Fyrsta opnaöist 400 metra rööinni frá 1975, þegar umbrotin umfyrir jól 1975. Þaðgos varlítiöog löng sprunga í mars, síöan gaus aft- hófust.Síöastbraustúteldurásvæð- skammvinnt. I kjölfar þess komu ur í júlí og enn aftur í október. Þaö inu 1981, aðfaranótt 18. nóvember, og jarösig og skjálftar á öllu Mývatns- gos var mjög kröftugt í upphafi en þaö gos var taliö þaö mesta til þess svæðinu sem náðu allt til öxarf jarð- sljákkaöi strax í því daginn eftir. tíma. Þeim jaröeldum lauk átta ar. -ÞÓ.G. dögumsíöar. Ariö 1980 mátti Kröflusvæðið þola

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.