Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. 3 Skuldabréf vegna ferðalaga erlendis: Innheimtan gengurvel „Innheimta gengur mjög vel,” sagði Oli Antonsson hjá ferðaskrifstofunni Atlantik þegar hann var inntur eftir því hvemig gengi að innheimta skulda- bréf og víxla sem fólk hefði tekið vegna utanlandsferða sinna í vor. Oli sagði að minna væri um þaö á þessu ári að fólk greiddi ferðir sínar á þennan hátt en oft áður, en það eru aðallega sólar- landafarþegar sem notfæra sér greiðslukjör af þessu tagi. Forsvarsmenn þriggja annarra ferðaskrifstofa tóku í svipaðan streng þegar svara var leitað hjá þeim. „Innheimta gengur þokkalega vel hjá okkur og höfum við ekki iánað meira í ár en í fyrra. Það er þó líklega rúmlega helmingur farþega Urvals sem not- færir sér þau greiðslukjör sem boðiö er upp á,” sagöi Karl Sigurhjartarson hjá Urvaii. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Utsýnar, taldi ekki að vanskil viðskiptavina þeirra væru meiri á þessu ári en þau hefðu verið undanfarin tvö ár, þó væru þau töluverð. Hann tók einnig fram að meira væri um að fólk staðgreiddi ferðir sínar á þessu ári heldur en í fyrra, mest væri lánað í hópferðunum. „Það kom okkur á óvart hve fólk nýtti sér greiðslukjörin lítið og ótrúlega mikið var af staðgreiðslu á feröum fyrst í vor,” sagði Steinþór Einarsson, sölustjóri hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn. Asdís Sigurðar- dóttir, gjaldkeri hjá Samvinnuferðum, sagði að lítið væri um vanskil enn sem komið væri og að innheimta skulda- bréf a hefði gengið ágætlega. -sj. Staða dag- skrárstjóra verður ekki auglýst — þrátt fyrir tilmæli útvarpsráðs „Eg gef engar yfirlýsingar. Þetta er viðkvæmt mál.” Utvarpsstjóri vili ekki ræða hvemig á því stendur aö enn hefur staða dag- skrárstjóra ekki verið auglýst laus til umsóknar þó svo að Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri sé farinn til starfa í Færeyjum og útvarpsráð hafi gert samþykkt um að staðan skuli auglýst. Þess í stað hefur Gunnar Stefánsson hreiðrað um sig á skrif stofu Hjartar og Ævar Kjartansson vermir stól aðstoðardagskrárstjóra. „Þetta eru tveir menn sem kunna á hlutina, þekkja hvernig málin ganga fyrir sig hér innan stofnimarinnar og þá vil ég hafa. Dagskrárdeildin er að tæmast og það gæti verið vandkvæðum bundið að koma nýjum og utanað- komandi manni inn í starfiö,” sagði út- varpsstjóri og bætti því við að hann væri aðeins með hagsmuni stofn- unarinnar í huga í þessu máli. Og þar viðsitur. -EIR. Iðnaðarbankinn: Valurformaður bankastjórnar Bankaráð Iönaðarbanka Islands hf. ákvað nýverið nokkrar breytingar á yfirstjórn bankans. Eins og þegar hefur komið fram var Ragnar önund- arson ráðinn bankastjóri frá og með 1. ágúst sl. og skipa því þrír menn banka- stjórn Iðnaðarbankans, Bragi Hannes- son, Ragnar önundarson og Valur Valsson. Bankaráð hefur ákveðið að einn bankastjóranna verði formaður bankastjórnar og hefur Valur Valsson verið valinn til að gegna því starfi frá 1. september til næstu þriggja ára. Þessar ákvarðanir eru liður í skipuiagsbreytingum sem nú er unnið aðí Iðnaöarbankanum. Davfð Scheving Thorsteinsson mættí með fangið fullt af ávaxtasafa i fund forystumanna Verkamannasambands ísiands og Vinnuveitenda- sambands íslands sem haldinn var í höfuðstöðvum VSÍ i Gerðastrætí l gær. DV-mynd Bjarnieifur. Guðmundur J. Guðmundsson: Það hef st með trópí — er kjörorð þessara samningaviðræðna Forystumenn Verkamannasam- bands Islands áttu fund með við- semjendum sinum i höfuðstöðvum Vinnuveitendasambands Islands í Garðastræti í gær. „Það hefst meö trópí,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður VMSI, skömmu áður en fundurinn hófst og lagði til að þetta yrðu kjörorð þessara samninga- viðræðna. Davíð Scheving Thor- steinsson haföi mætt á fundinn meö fangið fullt af ávaxtasafa, „til aö mýkja Jakann,” eins og Davíð sagði. Fundurinn var árangurslaus. „Það gerðist ekki nokkur skapaður hlutur,” sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI, í samtali við DV eftir fundinn. „Við ræddum ýms- ar hugsanlegar lausnir á þessari deilu, en þaö er eins og það náist ekki samkomulag.” Að sögn Magnúsar var ákveðið aö halda annan fund síðar í þessari viku. Samkomulag hefur hins vegar tekist í kjaradeilu tannsmiða og viðsemjenda þeirra. Undirritaður var samningur sem hljóðar upp á 3% kauphækkun 1. september og aftur 1. janúar. Aðalheiður Jónsdóttir, for- maður Tannsmiðafélags Islands, sagði í samtali við DV aö þótt kauphækkunin væri lítil væri hér engu að síður um mikilvægan áfanga í sögu Tannsmiðafélagsins aö ræða, þar sem félagar þess heföu ekki unnið samkvæmt samningi frá árinu 1965. I gær var haldinn fundur hjá ríkis- sáttasemjara í kjaradeilu bóka- geröarmanna og prentsmiðjueig- enda. Enn hefur ekki veriö boðaður nýr fundur í deilu blaðamanna og út- gefenda né heldur í deilu Al- þýöusambands Vestfjarða og viðsemjendaþeirra. -EA. FIAT 127 STATION TVÖ GILDI NOTAGILDI OG VERÐGILDI er þau tvö atriði sem mestu máli skipta í bílakaupum. Ekki þarf að fjölyrða um notagildi FIAT 127 STATION, hann er framhjóladrifinn lúxusfjölskyldubill sem jafnframt getur hrugðið sér í gerfi sendibíls þegar á þarf að halda. Verðgildi þessa bíls er raunar einnig augljóst því verðið er frábært, mikið er í bílinn borið og endursöluverð er með því hæsta sem þekkist hér á landi. NOTAGILDI Fiat 127 station sameinar þægindi fólksbílsins og flutn- ingagetu sendibílsins á sérstaklega smekklegan hátt. Heil ósköp af plássi til flutninga; afturhurðin opnast al- veg niður að gólfi og með því að leggja aftursætið fram er hægt að flytja mikið magn af plássfrekum varningi, verkfærum eða efni. VERÐGILDI í Fiat 127 station færðu ekki bara afburða fjölskyldubíl heldur líka vel búinn og duglegan vinnuhest. Innifalið í verði bílsins er m.a.: höfuðpúðar á framsætum, hiti í afturrúðu, afturrúðusprauta- og þurka, læst bensínlok, fimm gíra kassi, hanskahilla, sígarettukveikjari, tveggja hraða þurkur, bakkljós, hliðarspeglar báðum megin, opnanlegar hliðarrúður afturí, ..pjatt spegill, stokkur milli framsæta, tauáklæði á sætum og hurðum, teppi á gólfum, opnanlegar hliðarrúður frammí, hlífðar- listar á hliðum. kr. 194.000.- á götuna 1 EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiöjuvegi 4. Kópavogi. Simar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.