Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. fþróttir fþróttir íþróttir fþróttir II Parkes til Liverpool? Frá Slgurbimi Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. Liverpool hefur síðustu mánuðl fylgst mjög vel með Paul Parker, tví- tugum miðverði Lundúnaliðsins Fulham, og eru nú taldar miklar líkur á að Liverpool kaupi pilt. Parker stóð sig mjög vel í Milk Cup gegn Liverpool á síðasta leiktímabiU. Bob Paisley, fyrrum stjóri Liverpool, hefur séð ieiki Fulham að undanförnu og nú virðist einhver hreyfing að komast á að Liver- pool dragi fram tékkheftið. Ef Liverpool kaupir Parkes hlýtur ástæðan að vera sú að losa Mark Lawrenson úr mlðvarðarstöðunni — láta hann taka við því hlutverki sem Graeme Souness hafði áður bjá Liver- pool. Greinilegt er að John Wark er ekki maður til þess. SA/hsím. Nielsen kominn á fulla ferð með IFK Gautaborg Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð: Thorbjörn Nielsen, knattspyrnu- kappinn kunni, er nú byrjaður að skora mörk fyrir IFK Gautaborg en eins og menn muna lék hann með V-þýska liðinu Kaiserslautern án þess að vera oft á skotskónum. Það er merkilegt með Nielsen að hann leikur aldrei vel með sænksa landsliðinu og gerði það ekki hjá Kaiserslautern en aftur á móti gerir hann alltaf stóra hluti með Gautaborgarliðinu. IFK Gautaborg náði forustunni af AIK frá Stokkhóimi um sl. helgi þegar félagið lagði Hammarby að velli 2—0. Nielsen skoraði annað markið Gautaborg er með 26 stig, eins og AIK, en er með betri markatölu. AK hefur leitt „Allsvenskan” frá upphafi eða fram að sl. helgi. -GAJ/-SOS Jafntefli íKöln Einn leikur var háður í vestur-þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Armenia Bielefeld og Köln gerðu jafn- teflil—líKöln. NEWCASTLl MÖGULEIKA —tapaði sínum fyrsta k Tveir leikmenn Tottenham i Nicholas lék samherja sína enda- laust fría í leiknum í gærkvöldi og var mjög óeigingjarn í leik sínum. Brian Talbot skoraði fyrra mark Arsenal úr aukaspyrnu á 48. mín. og Viv Anderson hið síðara. Fyrsta mark hans fyrir Arsenal eöa frá því hann var keyptur frá Nott. Forest. Tveir reknir út af Það urðu heldur betur læti i leik Sunderland og Tottenham en Totten- ham hafði þar möguleika að komast í efsta sætið í 1. deild. Það fór á aðra lejð. Graham Roberts, landsliðs- miðvörðurinn sterki, var rekinn af velli á 44. mín. eftir aö hafa brotið á Colin West og knötturinn ekki nærri. Tottenham lék þvi einum færri allan síðari hálfleikinn. A síðustu mín. leiks- ins var Clive Allen rekinn af velli eftir brot á Chris Turner, markverði Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. Skoski landsiiðsmaðurinn Charlie Nicholas er nú heldur betur farinn að sýna sitt rétta andlit með Arsenal. Hann átti stórleik á Highbury í gær- kvöld þegar Arsenal sigraði New- castle, 2—8, á mjög sannfærandi hátt. Það var fyrsti tapleikur Newcastle í 1. deild á leiktímabilinu og Jackie Charl- ton, stjóri Newcastle, var því sannspár fyrir leikinn þegar hann sagði að það hlyti að koma að tapi hjá liði sínu. Þrátt fyrir tapið er Newcastle þó enn í efsta sæti 1. deildar. APARNIR FRA WALES — leika á Laugardalsvellinum 12. september Það voru Chelsea-leikmennirnir Joey Jones og Mickey Thomas sem létu hafa sig að öpum í Daily Star, fyrir landsleik Wales og ís- lands í Swansea 1981. Eins og við sögðum frá í gær hleypti það illu blóði í leikmenn islenska liðsins þegar þeir sáu myndir af þessum tveimur landsliðsmönnum Wales. — Það var móðgun við ís- lendinga að leikmenn Wales skyldu leyfa sér að reyna að gera lítið úr okkur, sagði Ásgeir Sigur- vinsson. Atli Eðvaldsson var mjög óhress með myndimar og hann sagði í viðtali við DV eftir leikinn í Wales: — „Thomas er það ljótur fyrir að hann hefði ekki þurft að I þeir Joey Jones og Mickey notagrímu.” Thomas búnir að taka niður grím- Á myndinni hér á síðunni eru | urnar. -SOS. LÁRUS EKKIMED — gegn Wales Það bendir nú allt til að Lárus Guðmundsson, sem leikur með Bayer Uerdingen í V-Þýskalandi, geti ekki leikið með tslandi gegn Wales. Lárus hefur átt við meiðsli að stríða í hné og ekki getað leikið með Uerdingen það sem af er keppnistímabilinu í V-Þýska- landi. Hann hefur ekki náð sér f ullkom- lega eftir meiðslin og því ekki komin reynsia á að hann geti leikið fullan kappleik — og það þýðingarmikinn leik í HM-keppni. Tony Knapp landsliðsþjálfari f ær því tækifæri til að bæta baráttumönnum eins og Þorsteini Þorsteinssyni, Fram, eða Mark Duffield, KA, inn í landsliðs- hóp sinn, en þessir þindarlausu leik- menn myndu sóma sér vel í landsllðs- hópnum. -SOS. | ÚRSLIT Úrslit í ensku deildarkeppninni í gærkvöldi urðu þessi: 1. DEILD Arsenal — Newcastle 2-0 Everton — Ipswich 1—1 Luton — Liverpool 1—2 QPR —Stoke frestað Sheff. Wed. — Southampton 2-1 Sunderland — Tottenham 1—1 West Ham — Coventry 3—1 2. DEILD Carlisle — Shrewsbury 2-0 Fulham—Birmingham 0-1 Grimsby — Charlton 2-1 Huddersfield — Blackburn 1-1 Notts Co. — Barnsley 0-2 Wolves — Man. City 2-0 LENGI í ELDLÍNUNNI — margir mjög kunnir leikmenn í liði Wales Þegar maður lítur á nöfn leikmanna Wales, sem leika í heimsmeistarakeppn- inni við ísland á Laugardalsveili 12. september, virðist sem þar séu margir „gamlir” leikmenn. Svo er þó ekki. Þeir hafa aðeins verið lengi í eldlinunni í ensku knattspyrnunni. Aðeins einn er þrítugur að aldri. Hlnir yngri. Sá þrítugi, eöa elsti maður liösins, er Alan Curtist sem nú leikur með South- ampton. Lengstum lék hann með Swan- sea, og þar undir stjóm John Toshack, jafnt í fjórðu sem fyrstu deild. Hann hefur einnig leikið með Leeds. Lék sinn fyrsta landsleik fyrir átta árum og hefur leikið um 40 landsleiki. Bakvörðurinn Joey Jones er næstelst- ur, 29 ára, og lék um tíma með Liverpool eða um 72 leiki. Lengst af lék hann meö Wrexham frá Noröur-Wales en er nú bakvörður hjá Lundúnaliðinu Chelsea. Robbie James, sem nú leikur meö Stoke, er 27 ára. Hefur leikið meö Swansea nær allan sinn leikferil og er fæddur þar í borg. Fyrir nokkrum áratugum var Swansea talin mesta „uppeldisstöð” knattspymumanna á Bretlandi og má í því sambandi minnast á Allchurch- bræðurna og Charles-bræðuma, þá John og Mel. John lék með Leeds áður en hann fór til Italíu og var talinn besti leik- maður um árabil í ensku knattspyrn- unni. Mel lék með Swansea, síðan Arsen- al, og er faðir Jerome Charles sem leikur gegn Islandi á miðvikudag. Jerome leikur nú með QPR eftir að hafa leikið um langt árabil meö Swansea. Hann er 25 ára. Hann á langt í að ná sama lands- leikjafjölda og faöir hans og fööurbróðir. Hefur leikið um 10 landsleiki. Joey Jones hefur leikið flesta landsleiki þeirra, sem hingað koma, um 60. Efnilegir strákar Auk þeirra leikmanna, sem hér að framan eru nefndir, er Peter Nicholas, Crystal Palace, mjög þekktur. Hann hefur leikið 35 landsleiki og var um tíma hjá Arsenal. En þaö eru efnilegir strákar í landsliði Wales, einkum þó Mark Hughes og Alan Davies sem báðir eru hjá Man. Utd. Leiknir og spáð miklum frama. Þá er í liöinu leikmaöur sem lék um tíma með Man. Utd. — Mickey Thomas. Hann leikur nú meö Lundúna- liðinu Chelsea og er kvæntur fyrrum feg- urðardrottningu Englands. Kannski er það skýringin á því að hann hefur þvælst talsvert milli félaga M — I Swansea fyrir HM-leik Wales og Islands var Thomas annar þeirra sem var með apagrímuna. Hinn Chelsea-félagi hans nú, Joey Jones. Bestu leikmenn Wales-liösins nú eru hiklaust Everton-leikmennimir Neville Southall markvörður og Kevin Ratcliffe, fyrirliði Liverpool-liðsins. Meðal bestu leikmanna í ensku knattspyrnunni. Aðeins einn leikmaöur Wales nú leikur með liði í Wales. Þaö er Neil Vaughan hjá Cardiff sem leikur í 2. deildinni ensku. -hsím. Robbie James, Stoke, skoraði fyrra mark Wales gegn tslandi í Swansea, samanrekinn nagli og sterkur vel. Hitt mark Wales í Swansea skoraði Alan Curtis. Faðir og sonur — Mel Charles, sem lék m.a. með Arsenal, og Jerome sem leikur gegn tslandi á Laugardalsvelli. Iþróttir (þróttir (þróttir fþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.