Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984. 3 Vinnustöðvun1 ísláturhúsum á Suðurlandi — f rá og með 17. september Boðuð hefur verið vinnustöövun í öll- um sláturhúsum á Suðurlandi frá og með 17. september nk. Það eru verka- lýðsfélögin Rangæingur, Þór á Sel- fossi, Víkingur í Vík og Samherji á Klaustri sem standa að þessari vinnu- stöðvun. Jafnframt þessu hafa þessi verka- lýðsfélög ákveðiö að vísa vinnudeilu sinni til sáttasemjara ríkisins. Verkalýösfélögin sögðu upp launaliö- um kjarasamninga sinna við vinnu í sláturhúsum á Suðurlandi í júlí sl. og miðuðust uppsagnirnar við að 1. september yrðu launaliðir þessara samninga lausir. Verkalýðsfélögin leggja megin- áherslu á það í kröfum sínum að laun í sláturhúsum verði þau sömu og Slátur- félag Suöurlands hefur greitt í afurða- vinnslum sínum frá 1. júlí, eða 15.913 kr. á mánuöi eftir eins árs starf. A fyrsta fundi samninganefnda verkalýðsfélaganna og VSI, sem hald- inn var 3. sept. sl., höfnuðu fulltrúar VSI kröfunum og varð sá fundur árangurslaus. Næsti fundur þann 6. sept. varð einnig árangurslaus og þá slitnaði upp úr viðræðum aðila. -FRI. Norðlensku árnar fyllast af laxi Fiskifræðingar spá miklum göngum þar næstu tvö sumur ,,Samkvæmt því sem viö höfum lengi haldið fram má búast viö þvi að næsta sumar verði mikill smálax í ánum fyrir noröan og norðaustan og að sumarið 1986 verði einnig mikið af stórlaxi í þeim,” segir Finnur Garðarsson, fiskifræðingur hjá Veiöimálastofnun. Veiði í þessum ám hefur meira og minna brugöist um árabil. „Það hefur vorað illa og verið mjög kalt mörg undanfarin ár, nema 1980 og nú í ár. Klak í þessum ám heppnaðist mjög vel 1980 og seiðin hafa að mestu gengið út í ár þegar skilyrði eru aftur góð. Og þessi seiði hafa einnig rúmt um sig vegna lélegra árganga í kring. Það má því mikiö bera út af til þess að okkar spá um laxagöngur næstu tvö ár bregðist,” segir Finnur. Hann segir ennfremur að seiðin hafi farið óvenjusnemma út í ár. En þar sem vel voraöi og sjórinn var oröinn mun hlýrri og áturikari en lengi undanfarið, er ástæða til þess aö ætla að afföll verði lítil. En það Laxveiði hefur víða verið treg í sumar en nú er spáð góðri veiði nsstu sumrln. eru fyrstu dagamir og vikumar í sjónum sem ráða úrslitum um afkomu hvers árgangs. Fiskifræð- ingar Veiðimálastofnunar hafa ein- mitt bent á afleitar aðstæður í sjón- um sem orsök lélegra laxaárganga og allt að því ördeyðu í sumum ám. „Veiðar í sjó hafa ekki áhrif á göngu smálaxins, hvað sem um þær má segja annars. Færeyingar eru til dæmis með stærðarlágmörk sem úti- loka að þeir komi með smálax í land að nokkm marki. Þær merkingar sem stundaðar hafa verið undan- farin ár, til dæmis í Vopnafjarðarán- um, hafa ekki skilaö sér í Færeyja- laxinum, þótt viö höfum haft mann til þess að leita þeirra. Tengsl þarna á milli þarf þó að kanna betur til þess að fullyrt verði um þau af eða á, en alla vega eiga þau ekki að hindra smálaxagöng- urnar í ámar fyrir norðan á næsta sumri, ” segir Finnur Garðarsson. -HERB. Hafa selt 4300 lestrargleraugu íHagkaupi: „Förum fram á lagabreytingu” „Nei, við ætlum ekki að hætta sölu á lesgleraugum. Við erum seigari en þaö,” sagði Gísli Blöndal, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, er hann var spurður um hvort Hagkaup hygðist hætta sölu á lesgleraugum i samræmi við þá niöurstöðu heilbrigðis- og trygg- ingaráöuneytisins aö lesgleraugnasala Hagkaups stangaöist á við lög um sjón- tækjafræðinga og væri því ólögleg. „Viö höfum skrifað heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf þar sem við fórum þess á leit við hann að hann beitti sér fyrir því að lögum um sjón- tækjafræðinga yröi breytt,” sagði Gísli. „Við væntum þess að viðunandi breyting fáist á þessum lögum svo unnt sé að halda verði á lesgler- augunum niöri. En til þess að uppfylla skilyrði laganna eins og þau eru í dag munum við auglýsa eftir sjóntækja- fræðingi til þess að annast sölu á les- gleraugunum.” Gísli sagöi að til þess að uppfylla skilyrði laga um sjóntækjafræðinga yrði að framvísa recepti í versluninni við kaup á lesgleraugum og söluna þyrfti að annast s jóntækjafræðingur. „Þetta hefur bæði aukafyrirhöfn í för með sér þar sem kaupendumir verða nú að gera sér ferö til augnlækn- is til þess aö fá recept og svo leiðir þetta einnig til aukakostnaðar. Eg geri ráð fyrir að lesgleraugu, sem nú kosta 595 krónur, komi til með að kosta um 900 krónur,” sagði Gísli. Hagkaup hefur nú selt um 4300 les- gleraugu. Fyrsta mánuðinn seldust um 2000 gleraugu en síðan hafa selst 5—600 lesgleraugu á mánuði. Að sögn Gísla er langflestir kaupendanna ellilífeyris- þegar sem ekki hafa haft efni á að kaupa sér gleraugu á því verði sem boðist hefur annars staöar. -ÞJH. Hópur blaðamanna frá Þýskalandi og með i myndinni aru fulltrúar Ferða- milaráðs, Flugleiða og Arnarflugs. Erlendir blaðamenn í landkynningarferð Blaðamönnum frá Norðurlöndum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Sviss og Hollandi hefur verið boðið hingaö til lands í sumar til að auka landkynningu Islands í Evrópu, en frá þessum löndum koma flestir ferða- menn hingað. Blaðamennirnir ferðast vítt og breitt. um landiö og eiga viðtöl við forráða- menn í íslensku atvinnulífi. Heildarfjöldi erlendra blaðamanna, sem taka þátt í þessum heimsóknum, verður um 80 og má vænta mikils árangurs af skrifum þeirra um Island og íslensk málefni, ekki aðeins fýrir ferðaþjónustuna í landinu heldur einnig fyrir íslenskar útflutnings- vörur. Aö heimsóknunum standa, auk Ferðamálaráðs, Amarflug, Flugleiðir, Hótel Holt, Hótel Saga og Flugleiða- hótelinLoftleiðirogEsja. -jl. Bestu kaupin maxell gæði maxell Fyrirtækiö, sem vinnur fyrir þig r n ti H h T^'*3 'hiniflir IIHII SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Sendum um allt land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.