Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Qupperneq 14
Þýskukennsla á Hellu
Rangárvöllum
á vegum Þýsk-íslenska vinafélagsins hefst fimmtudaginn 27.
september ’84 kl. 20.30 í grunnskólanum Hellu.
Innritun: Súsanna Beug, sími 99-5025 eða Dr. Kortsson, kon-
súll, sími 99-5856.
Hússtjómarskólí
Þingeyinga á Laugum
auglýsir hússtjomarbraut frá 9.~janúar til 15. maí 1985 sem
metin er í áfangakerfi framhaldsskólanna. Nemendum gefst
einnig tækifæri til að taka upp einstakar greinar í 9. bekk sam-
kvæmt nánara samkomulagi við Laugaskóla. Upplýsingar í
síma 96-43135 eða 9643132.
Skólastjóri
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Dugguvogi 23, þingl. eign Jóhanns Þ. Jóns-
sonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Ara ísberg hdl.,
Gjaldheimtunnar í Rvík, Olafs Gústafssonar hdl., Vilhjálms H.
Vilhjálmssonar hdl., Helga V. Jónssonar hrl., Hafsteins Sigurðssonar
hrl., Ammundar Backman hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Olafs Jóns-
sonar hdl., Iðnlánasjóðs, Framkvsemdasjóðs Islands, Þorsteins Egg-
ertssonar hdl., Guðmundar Ó. Guðmundssonar hdl., Mgnúsar Fr.
Ámasonar hrl., Þórðar S. Gunnarssonar hdl. og Ólafs Thoroddsen hdl.
á eigninni sjálfri mánudaginn 10. september 1984 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
LAUSAR STÖÐUR
Lausar eru til umsóknar nokkrar stöður lögregluþjóna við
embætti bæjarfógetans í Keflavík, Njarðvík og sýslumannsins
í Gullbringusýslu. Umsóknarfrestur er til 16. september næst-
komandi. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóni er
veitir frekari upplýsingar um starfið.
Keflavík 7. september.
Bæjarfógetinn Keflavík, Njarðvík,
Sýslumaðurinn Gullbringusýslu,
Jón Eysteinsson.
Er bíllinn þinn
rydgaður ? ? ?
Hefur hann tapað þyngd
með árunum ? ?
Þarfnast hann viðgerð-
ar ? ?
E.t.v. þarftu ekki að lesa
lengra!
Eigum fjölbreytt úrval af
boddívarahlutum í flestar teg-
undir bifreida.
Bíllinn *
Skeifunni 5,
símar 33510 og 34504.
Getum afgreitt með stuttum fyrir-
vara rafmagns- og dísillyftara:
Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna.
Dísillyftara, 2,0-30 tonna.
Ennfremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í annan.
Tökum lyftara í umboðssölu.
Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenni.
Líttu inn — við gerum þér tilboð.
LYFTARASALAN HF.,
Vitastig 3,, simar 26455 og 12452.
DV. FÖSTUDAGUR T. SEPTEMBÉR1984.
og hugsjónir
, ^Skítt með alla skynsemi en gáfur
eru gull,” var haft efir kalli nokkrum
og þótti nú víst ekki fljóta yfir hjá
honum af hvoru tveggja. Þessari
setningu skýtur þó upp í hugann
þegar hagst jórn siöustu tíu til fimmt-
án ára hér á landi ber á góma.
Hagstæð ytri skilyrði
Sjaldan eða aldrei hefur islenska
þjóðin iifað annaö eins góðæri ytri
skilyrða eins og þennan tíma. Fiskin-
um hef ur bókstaflega veriö ausiö upp
í kringum landið og náði aflinn hálfri
annarri milljón tonna fyrir fáum
árum. Dollarinn, sem afurðir okkar
seljast að mestu leyti í, hefur nú náð
hver ju hámarkinu á fætur öðru.
Orkukreppur hafa gengið yfir og
hækkað orkuverö en Island er orku-
rikt land og ætti því aö standa með
pálmann í höndunum í því máli. Of-
framleiðsla er á iðnaðarvörum í
heiminum og fóöurvörum þannig að
öll viðskipti ættu að vera okkur mjög
hagstæð og efla þjóðartekur.
Islenskur iðnaður blómstrar og dag-
lega berast fréttir af nýjum sigrum
íslensks iðnaðar, jafnt á framleiðslu-
sem tæknisviði, og jafnvel eru út-
flutningsmarkaðir að opnast fyrir
íslenskt hugvit og iðnaðarfram-
leiðslu.
Hér ætti að ríkja gullöld, þjóðin
ætti að eiga allt sitt á hreinu og tekj-
ur almennings að vera með því besta
í heiminum. Enginn þyrfti að vinna
eftirvinnu og atvinnurekendur og
stjómvöld tilkynna stöðugar kaup-
hækkanir með bros á vör.
Er ástandið þá raunverulega
svona? Ríkir hér gullöld þar sem
alþýða manna ber það úr býtum sem
best gerist í heiminum og afrakstrin-
um útdeilt með bros á vör ?
Nei, því miður er veruleikinn ekki
þannig.
Aumt ástand
Nýlega er íslenska lýöveldið stigið
niður af gullverðlaunapalli verð-
bólgu í Evrópu og með þeim sem
hæst ber af þeim vafasama heiðri í
heiminum. Rætt er um það í fúlustu
alvöru aö skuldir þjóðarinnar séu
þvílíkar að sjálfstæði landsins, bæði
efnahagslegt og stjómmálalegt, bíði
hnekki af og að íslenska þjóðin sé
orðin einhver gustukavera i því sam-
félagi þjóðanna sem hún svo stolt
gekk inn í frjáls og fullvalda fyrir
fjömtiu árum.
Laun alþýðu manna hafa verið
skert frá fjórðungi upp í þriöjung á
síöustu mánuðum til þess, að því er
sagt er, á einhvern furðulegan hátt
að greiða niður margnefnda verð-
bólgu sem allir vissu þó að var hrein
og bein lagaieg vitleysa og elti bara
skottið á sjálfri sér. Millifært hefur
svo verið stórlega í hita þessa
hátimbraöa bardaga frá launafólki
en aðstandendur hafa allir verið
hnakkakertir mjög af sigrinum. „Við
sigruðum verðbólguna en þið
sigruðuö hana bara h'ka,” fær launa-
fólk að heyra, en minna er getið
Kjallarinn
GUÐLAUGUR
TRYGGVI
KARLSSON
HAGFRÆÐINGUR
jafnrar skiptingar herfangs milh
sigurvegaranna allra.
Ofan í launaskerðinguna og verð-
bólgubardagann berast síðan
tilkynningar um það að hagvöxtur sé
á niðurleið, sem þýðir auðvitað
minna til skiptanna fyrir alla, einnig
aðatvinnuleysi hafi gert vart viö sig
og má þá segja að síðasta rósin í
hnappagati hagstjómarinnar sé að
blikna því hingað til hafa þó allir
verið sammála um það að næg væm
verkefnin í landinu við ysta haf.
Hvað veldur þessu voðaástandi og
hvað er til ráða?
Gæluverkefni og
geðþóttaákvarðanir
Svarið er næsta einfalt þótt eftir-
leikurinn, leiðin til aukinnar hag-
sældar, liggi auövitað ekki á lausu.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa nefni-
lega verið allt of kæmlausir með fé'
hennar og fjármunum hefur verið
gegndariaust kastað á glæ gælu-
verkefna og geðþóttaákvarðana án
þess aðnokkur efnahagsleg rök væm
fyrir fjárfestingunni. Ösjaldan eru
fagrar hugsjónir kallaðar til leiksins
en við nánari skoðun birtist ómerki-
legt kjördæmapot og atkvæðakapp-
hlaup, stutt því furðulega óréttlæti
sem viðgengst i kjördæmaskipan
landsins.
Ófögur mynd
Það sem upp snýr er svo oft æði
kyndugt. Ráðist er til atlögu við eld-
f jall til að virkja það. Hálendi lands-
ins er flutt meira eða minna úr stað í
einhverju virkjanaæði án þess að
nokkuö sé hugað að orkusölu, helst
eyðilagt það sem fyrir var í þeim efn-
um. Línur eru lagðar út og suður og
þvi síðan lýst yfir af ráðamönnum
iönaöarmála að þær séu hreint drasl
ef kæmi til einhverrar
raunverulegrar þarfar á orku-
flutningi, eins og t.d. við stóriðju.
Iðjuver em teiknuð og áætluð þvert
ofan í vilja heimamanna, jafnvel
þótt alhr útreikningar sýni að þau
em allt að helmingi hagkvæmari
annars staðar. Þjóðin hamast vi.ð að
greiða niður mat í útlendinga en
bannað er með lögum að flytja inn
niðurgreiddar matvörur erlendis
frá. Fiskiskipum er fjölgað langt
fram yfir þörf þannig að botnlaust
tap virðist vera á helsta bjargræöis-
vegi þjóðarinnar. Þetta er gert
jafnvel þótt s jómennimir sjálfir vari
ítrekað við off járfestingu í greininni
sem geti ekki leitt til neins annars en
tapreksturs og minnkandi afla-
hlutar. Stór hluti þjóðartekna og
f járlaga islenska rikisins er svo sam-
kvæmt lögum ákvarðaður í fram-
kvæmdir og fjárfestingu sem ætla
mætti að hinu opinbera kæmi bók-
staflega ekkert við. Enda á það þrjá
ríkisbanka og seðlabanka til þess að
annast verkið. Auk þess er nánast
bundið í óskrifaöa stjómarskrá
lýðveldisins að bankastjórar þessara
stofnana megi síst af öllu vera
alþingismenn á kapphlaupi eftir at-
kvæðum, svo er kvittað fyrir með
f jármagni þjóðarinnar s jálfrar.
Betri tímar
, jSkitt meö alla skynsemi en gáfur
eru gull,” sagði kalhnn. Islenska
þjóðin er bæði skynsöm og gáfuð en
hún er einnig með afbrigðum vinnu-
söm og úrræðagóð. Skynsemina og
gáfumar notar hún tU þess að hrista
upp í kolvitlausu kerfi þannig aö af-
rakstur vinnuseminnar gagnist
henni raunverulega. Þá geta Islend-
ingar gengið hnakkakerrtir og skuld-
lausir í samfélagi þjóðanna eins og
t.d. frændur vorir Norðmenn. Þá
mun raunverulegur arður verða af
vinnunni, þjóðartekjur síga upp á við
og aUir sigurvegarar verðbólgufor-
aösins njóta réttra sigurlauna, líka
þeir með lægstu launin sem tilkynnt er
að hafi greitt verðbólguna niður án
þess að eiga fá eina einustu krónu
fyrir vikið.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Hagstjóm